Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 6
90 FRE VR ist að mestu á, en sem hún er meira og meira að tapa. Já, hér vantar það tilflnn- anlega, að fólkið sé nógu rótgróið við sveitirnar. Pess munu t. d. ekki svo fá dæmi, að gömul hjón, sem bætt hafa og prýtt jörð sina og alið upp stóran barna- hóp, hafa orðið að láta jörðina í hendur vandalausra af því að ekkert barnanna hefir viljað stunda búskap til sveita. Sá hugsunarhátlur fer mjög þverrandi og hef- ir farið — að sveitafólkið — einkum hið yngra — skoði sveitirnar, sem sitt sjálf- sagða framtíðarheimkynni og geri kröfu til efnahags og þæginda — þó ekki of lágar — eftir þeim möguleikum sem sveit- irnar hafa að bjóða. Retta er eitt sem sveitirnar eru að tapa. En þetta fólk þurfa sveitirnar um fram alt að eignast, ef þar á að verða vaxandi menning í framtíð- inni. Eitt af því gamla og góða, sem sveit- irnar eru að tapa, eru sjálfmentuðu menn- irnir. Reir höfðu sína miklu kosti : Voru rammíslenskir, vaxnir að segja mátti upp úr hinum íslenska jarðvegi, þjóðlegir í hugsun og háttum, sífrjóvir í anda, nokk- urskonar útverðir íslenskrar sveitamenn- ingar. Meira skóla- og samkvæmislíf í sveitunum væri æskilegt. Fjöldi sveitafólks sækir skóla kaupstaðanna, sem fjarlægir það sveitunum. Eins og nú er, virðist sveita- lífið ófýsilegt til að fullnægja framfaraþrá og félagslöngun unga fólksins. í hinum verklegu efnum virðast horf- urnar litlu betri. Með fámenninu hafa litl- ar framkvæmdir orðið, og sveitirnar hafa orðið að leggja af mörkum miljónir króna til uppeldis því fólki, er í kaupstaðina hefir flust. Auk þess munu eigur fólksins, sem flutt hefir úr sveitinni og að sjónum, nema orðið mörgum miljónum. Það er þetta er svo mjög hefir orðið og verður árlega til þess að auka kyrstöðu sveitanna en efla atvinnulif við sjávarsiðuna. Eins og nú horfir er arður búanna af skornum skamti til þess að fullnægja þeim kröfum sem yfirleitt eru gerðar til umbóta, hagnaðar og þæginda. En miklu yrði þetta ótilfinnanlegra ef það stæði ljósara fyrir hugskotssjónum fólksins að í raunveru- leika erum við á þeirri leið, sem horfir að þessu marki, en verðum að offra heil- miklu til að ná því. — Fyrst verða fram- farir og umbætur að koma, svo að hækka megi kröfur til hagnaðar og þæginda. Til stuðnings ofansögðu má taka það framj að þrátt fyrir misfellur landbúnað- arins og hina miklu blóðtöku sem hann hefir orðið að þola — bæði í fé og fólki — hefir þó talsvert áunnist á síðari árum í verklegri búnaðarþekkingu, vöruvöndun og verslun, landbúnaðinum tilheyrandi. Framh. J. H. P. í Kaupangslandi í Eyjafirði voru reist tvö mjög myndarleg nýbýli (grasbýli) árið 1925. Land þetta liggur út frá túni jarð- arinnar og er mjög vel fallið til ræktunar. Býlin hafa jafnstórt land, eða um 7 ha. hvort. Eigandi og ábúandi i Kaupangi er Bergsteinn Kolbeinsson. Hefir hann leigt á erfðafestu öðrum frumbýlingunum, eða þeim Sigfúsi Hallgrímssyni og Sigurlínu Sigmundsdóttur landið fyrir kr. 9,00 pr. ha., sem helst óbreytt, og er það mjög sanngjarnt. Hitt býlið eða land þess keypti Guðrún t\ Björnsdóttir garðyrkjukona og Sveinbjörn Jónsson byggingameistari fyrir kr. 1500. Á þessum býium eru þegar risn- ar upp myndarlegar byggingar úr steini og unnið kappsamlega að því að koma landinu í rækt. Annað býlið heitir Arnar- hóll en hitt Knararberg, sem er ofan við

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.