Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 11
F R E Y R 95 Rjúkan, sallpétursverksmiðjnrnar og nokkur hluti bœjarins, er liggur niður að Menstað, sem er við Skiensfjörðinn. t*ar eru geysistór geymslu- hús og skipabryggjur. Daglega ganga lestir (2 til 3 á dag) til Rjúkan. Flutningavagnarnir eru hlgðnir með kalksteini uppeftir, en Noregssaltpétri og ýms önnur efni niður eftir. Árlega býr félagið til um 200 þús smálestir af Nor- egssaltpétri, og nokkuð af öðrum köfnun- arefnissamböndum. Nú eru menn búnir að finna aðrar að- ferðir til að vinna köfnunarefnis-áburð úr loftinu. Þjóðverjar hafa þar verið stórvirk- astir. frá þessum aðfeiðum verður eigi greint að sinni. En þess skal að eins get- ið, að þótt norsku verksmiðjurnar séu stórfenglegar, þá búa þær eigi til nema 3% af þeim köfnunarefnisáburði, sem not- aður er í heiminum. Norsk Hydro hefir fjölda efnafræðinga og verkfræðinga í þjónustu sinni. það er stöðugt verið að reyna nýjar aðferðir við að búa til saltpéturinn, svo framleiðslan geti orðið einfaldari og ódýrari. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar í þeim efnum, sem væntanlega koma til framkvæmda bráðlega. Saltpétursiðnaðurinn i Noregi hefir haft geysi- mikla þýðÍDgu, eigi að eins fyrir Noreg, heldur og nágrannalöndin. Á ó- friðarárunum höfðu Norð- urlönd nægan köfnunar- efnisáburð frá norsku verksmiðjunum. Pað varð þess valdandi að hægt var að auka nýyrkju og kornrækt, sem bjargaði mönnum á þeim tímum frá huDgursneyð. SS. Uppskipunarlœki í Menstað.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.