Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 10

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 10
94 FREYR Síðan hefir sú verksmiðja verið aukin, svo nú hefir hún yfir 70,000 hestöflum að ráða. Þegar í byrjun var myndað öflugt félag — Norsk Hydro- Elektrisk Kvælstofaktie- selskab — til að reka þessa iðn. Norð- menn höfðu eigi sjálfir yfir miklu fé að ráða, en tugir miljóna króna var útvegað erlendis. Stofnféð hefir síðan verið aukið, svo nú er það um 200 miljónir króna. Við verksmiðjuna á Notodden var eigi látið staðar nema. Félagið keypti stærsta fossinn sem til er í Noregi — Rjúkan. — Hann er á Þelamörku, í dalbotni, og heitir dalurinn Vesturfjarðardalur. Liggur hann upp frá vatni er heitir Tinnvatn. Áin sem fossinn er í kemur úr öðru vatni er heitir Mösvatn. Það er uppi á fjalli. Þar sem áin fellur úr því hefir verið hlaðinn öfl- ugur stíflugarður, svo að í leysingum og úrkomu safnast vatn fyrir í Mösvatni, sem síðar er hægt að nota eftir vild. Rjúkan foss er 104 metra hár, en minni fossar eru fyrir ofan og neðan, en hæðarmunur á Mösvatni og dalbotninum er um 550 metrar. Félagið tók til starfa við Rjúkan árið 1909. Nú er búið að beisla þar um 300 þús. hestöfl. Aflstöðvarnar og saltpétursverksmiðj- urnar hafa verið bygðar í Vesturfjarðar- dalnum. Hann er þröngur með litlu und- iriendi og bröttum fjallshliðum, þar sem víðast skín á bert bergið. Skógarkjarr er þar nokkurt, jarðvegur alstaðar mjög grýttur. Dalurinn liggur upp til fjalia, afsiðis, og voru litl- ar samgöngur við hann áður en verksmiðjurnar komu til sögunnar. Þar voru þá 12 kotbæir. Nú er breyting orðin á þessu. Þarna er risinn upp verk- smiðjubær með 10 þús. ibúum. t Bærinn er að mestu bygður af félaginu Norsk Hydro, eigi að eins verk- smiðjurnar heldur einnig ibúðarhús verkstjóra og verkamanna. Þar er meðal annars pósthús, simastöð, veit- ingahús, skólar (barnaskóli og gagnfræða- skóli), kvikmyndahús, bankar o. fl. Bær- inn er reglulega bygður og híbýli ágæt, bæði fyrir verkstjóra og verkamenn. Garð- ar eru víðast i kringum húsin. Rafmagn er óspart notað til ýmsra þæginda (ljósa, hitunar, suðu o. fl.). Bærinn Rjúkan liggur 140 km. upp í landi. Það varð því að fá góð flutninga- sambönd til sjávar. F*að hefir verið gert þannig, að frá Rjúkan niður að Tinnvatn- inu liggur rafmagnsjárnbraut , yfir vatnið (31 km.) flytja stórar gufuferjur járnbraut- arvagnana, þar tekur aftur járnbraut við, 7 Veslurfjarðcirdalur 1906, áður en verksmiðfurnar komu pangað.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.