Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 14
98 FREYR Þúfnabanamir. Þeim hefir stjórnað í sumar Gunnlaugur Gunnlaugsson og með honum vann Ólafur Tryggvason frá Kirkju- bóli í Skutulsfirði. Með Akureyrar þúfna- bananum var unnið á 20 bæjum (í Saur- bæjar- og Hrafnagilshrepp). Alls munu hafa verið tættir um 29 ha. (87 dagsl.). Það er álitlegur túnauki. Vinslan var seld á 300 kr. pr. ha. Með Reykjavíkur þúfnabananum var unnið nálægt 17 ha. Það iét Reykjavikur- bær vinna á landi því, sem verið er að stofna til nýbýla á. Bæði í nágrenni Reykjavíkur og í Eyja- firði hefir verið óskað eftir meiri vinnu, og ætti að sjá fyrir því framvegis, að starfræksla þúfnabananna væri þannig, að meira væri hægt að afkasta en nú. Sknrðgröfa mikla, til að grafa með stóra skurði í mýrum og foræðum, hefir ríkis- stjórnin keypt, og sent hana norður í Skagafjörð, til að grafa með henni skurði í Staðarmýrum. Skurðgrafan kom til Sauð- árkróks 21. sept. Henni fylgdi sænskur maður O. Fahlström. — Árni Eylands og Gunnlaugur Gunnlaugsson voru sendir norður til að koma skurðgröfunni á stað. Hún var flutt fram á mýrar og reynd lít- ilsháttar, þá komu frost og hríðar, svo eigi varð meira að gert. Styrktarsjóðiir Kristjáns konnngs IX. Ur honum hlutu veiðlaun á þessu ári, fyrir framúrskarandi dugnað við jarða- bætur, byggingar og annað er að búnaði lýtur, þeir: Magnús Stefánsson, bóndi í Flögu í Húnavatnssýslu, og Guðmundur Lýðsson, bóndi á Fjalli á Skeiðum. JÓn Pálsson í Svínafelli skrifar meðal annars: Björn í Hólmi — sem er eins og Helgi Árnason á Fagurhólsmýri mesti þjóðhagi — hefir sett upp tvær rafstöðvar hér eystra, hann smíðar spunavélar og kerrur úr járni. Hann keypti fyrstu sláttu- vélina, sem sást í sýslunni austan Mýr- dalssands, og nú hefir hann í ár keypt fyrsta bílinn, sem komið hefir hér á slóðir. Styrktarsjóðnr Friðriks konnngs VIIL til eflingar skógrækt á íslandi. — Úr hon- um hlutu verðlaun nú í ár: Séra Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi í Dýrafirði. Árni Eggertsson, bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð, og Stjórn Lystigarðsfélags Akureyrar. Votheysgerð. Erasmus Gíslasoner mað- ur nefndur. Hann byrjaði á votheysgerð á Loflsstöðum i Flóa árið 1921. Aðferð hans við votheysgerðina er nokkuð frábrugðin því sem áður hefir liðkast, og þess vegna er um þetta getið. Votheyshlöður Eras- musar eru úr steinsteypu, vel »pússaðar«, og svo vandlega frá gengið að þær eru lagarheldar, yfir þeim er þak. Það sér- kennilega við heyverkunina er það, að í staðinn fyrir pressu er vatn borið í heyið, sem útilokar loftið. Að síðustu er vand- lega tyrft yfir heyið. Erasmus hefir bygt 20 votheyshlöður, sem hann kallar. Þær eru allar vandaðar að fiágangi, enda er sagt að þessi hey- verkun gefist mjög vel. Búnaónrfélag Garðn- og Bessastaðn- hrepps hélt sýningu á hrútum 21. okl. nú i haust. Voru að eins sýndir veturgamlir hrútar og eldri, 25 að tölu, er félagsmenn sýndu, auk þess komu nokkrir utanfélags- menn með hrúta. Veitt voru þrenn verðlaun; I., II og III. eða 10, 5 og 3 krónur hver verðlaun. Fé- lagið úthlutaði alls tll verðlauna 95 krón-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.