Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 8

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 8
92 FRE YR er mjög ábótavant, enda skilur maður það betur, ef lesin er grein Halldórs Vilhjálms- sonar, (Búnaðarrit XIX, bls. 311—321) þar sem hann lýsir þáverandi ástandi bú- anna, og þegar búin hafa ekki batnað síð- an, er skiljanlegt að ástandið sé ekki hið besta. Ró að Hróarslækjarbúið hafi minna smjör í ár en í fyrra, ber ekki að skilja það þannig, að þar sé afturför með fram- leiðsluna, heldur stafar þetta af mjólkur- sölunni til Reykjavíkur. í sumar hefir smjör ekki verið flutt til útlanda, en verðið í Reykjavík hefir verið um 4 krónur kg. Gunnar Árnason. Heyfengur og nautpeningnr á nokkrum stórbýlum, 1. Hólar í Hjaltadal. Þar var heyjað í sumar 1100 hestar af töðu og 1400 af út- heyi. Spretta var þar óvenju góð í görð- um, fengust um 30 tn. af jarðeplum og mikið af rófum, sem því miður eru enn að miklu í görðunum, þar eð frostin komu svo snemma. 2. Hvanneyri. Þar voru heyjaðir í sumar 1000 hestar af töðu og 3000 af útheyi. Af þessum heyfeng voru um 500 hestar settir í súrhey. Uppskeran af rófum var 225 tn. en af jarðeplum 25 tn. 1 fjósi eru nú á Hvanneyri rúmir 60 nautgripir. 3. Korpólfsstaðir og Lágafell. Thor Jensen stórkaupmaöur hefir kúabú á þrem jörð- um í nágrenni Reykjavíkur. Á þessum jörðum hefir hann látið gera stórfeldar járða- og húsabætur þessi síðustu árin. Nú hefir hann á jörðum sínum um 200 nautgripi. Heyaflinn var í sumar sem hér segir: Á Korpólfsstööum 4000 hestar. Nálega xfi þess var sett í súrhey. Fyrir 4 árum mun heyfengurinn á Korpólfsstöðum hafa verið um 200 hestar. Á Lágafelli var heyjað 1400 og í Mels- húsum 600 hestar. 4. Vifilsstaðir. Þar var heyfengurinn í sumar 1520 hestar, og nálega Vs þess gert að súrheyi. Þetta er alt fengið á ræktuðu landi. Fyrir 10 árum fengust þar af tún- inu 62 hestar. Hið ræktaða land á Vífils- stöðum er alt slétt, enda er unnið þar með sláttu- rakstrar- og snúningsvélum og heyið keyrt heim á vögnum. Að heyskap unnu á Vífilsstöðum í sumar 5 piltar pg 2 stúlk- ur i 8 vikur. í fjósi á Vífilsstöðum eru nú 46 naut- gripir. 5. Bessastaðir. Þar var töðuaflinn í sum- ar 800 hestar. Það er hálfu meira en það var fyrir 10 árum, enda hefir Jón bóndi Þorbergsson bygt áburðarhús og sléttað um 26 dagsl. i túni á síðuslu árum. 6. Brautarholt á Kjalarnesi. Þar býr Ólaf- ur Bjarnason frá Steinnesi. Keypti hann jörðina og reisti þar bú 1923. í sumar var heyfengurinn 1800 hestar, mest taða og nokkuð af hafragrasi. Af þessu heyi voru um 500 hestar settir i súrhey. Ólafur hefir gert miklar jarðabætur í Brautarholti. Þar eru nú 44 nautgripir í fjósi. S. S. Bændanámsskeið lætur Búnaðarfélag Islands halda nú í nóvembermánuði í Vík í Mýrdal, Skála undir Eyjafjöllum, Hall- geirsey, Grjótárskála i FJjótshlíð, Hruna, Þjórsártúni og Tryggvaskála. Ráðunaut- arnir Ragnar Ásgeirsson, Pálmi Einarsson og Gunnar Árnason eru á þessum náms- skeiðum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.