Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 9
FRE YR 93 IN' oregssaltpétur. í sumar hefir mikið verið talað um Nor- egssaltpétur, bæði á Alþingi og 1 blöðunum. Vér ætlum þó eigi að sinni að blanda oss inn í þær umræður, en vér hyggjum að marga lesendur vora fýsi að vita lítið eitt um hvernig Noregssallpétur er búinn til og hverja þýðingu hann hefir. Skulum vér nú segja frá því í stuttum dráttum. Um 1850 var fyrst farið nota hinn svo nefnda Chili- saltpétur til áburðar. Það var gert vegna þess, að í honum er eitt hið þýðing- armesta og dýrasta nær- ingarefni jurta — köfn- unarefnið. — Chilisaltpétur er grafinn úr jörðu í Chili í Suður- Ameríku, þar erumikil lög af honum. í Chilisaltpétri er talið að vera 15,5% köfnunarefnis. Til saman- burðar má geta þess, að í búpeningsáburði er oftast aðeins um ^/a^/o af köfn- unarefni. Um miðja 19. öld var árleg notkun af Chilisaltpétri í heiminum 20 þúsund smálestir. En árið 1900 var notkunin orðin 1,45 milj. smálesta auk x/s milj. smálesta af brennisteinssúru amm- oníaki (í þvf er 20°/o köfnunarefnis). Þegar hér var komið fóru menn að verða hræddir um að Chilisaltpéturslögin mundu fljótt ganga til þurðar og vöntun verða á köfnunarefnisáburði. Það var því eitt hið þýðingarmesta atriði vegna rækt- unar og búnaðar, að fundin yrði aðferð sem gerði það mögulegt að binda köfn- unarefni loftsins (4/b af loftinu eru köfn- unarefni) í sambönd, er hægt væri að nota til áburðar. Fjöldi vísindamanna og efnafræðinga um heim allan reyndu nú að leysa þessa þraut. Smátt og smátt færðust menn nær tak- markinu. En hinir fyrstu er leystu þraut- ina, þannig að til framkvæmda kæmi i stór- um stíl, voru Norðmennirnir prófessor Kr. Birkeland og verkfræðingurinn Sam. Eyde. Aðferð Norðmanna byggist á því, að loftið er látið streyma gegu um ofna. í Rjúkanfoss, áður en hann var beislaður. Nú er hann horfinn. þeim eru rafmagns Ijósaskýfur, settar eftir vissum reglum. Fyrir áhrif rafmagns Ijós- skýfanna binst köfnunarefni loftsins með súrefni. Það samband myndar aftur, með vatnsgufu, saltpéturssýru, sem síðar er bundin með kalki. Aðalefnið í Noregssalt- pétrinum er því saltpétursúrt kalk. Við þessa aðferð þarf mikið afl — til að framleiða rafmagnið. — Fossaaflið kemur þar að góðum notum. Hinar fyrstu tilraunir Norðmanna voru gerðar 1902, en 1905 var hin fyrsta verk- smiðja, á Notodden á í’elamörk, titbúin.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.