Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 13
FREYR 97 Molar. Signrðnr Signrðsson bnnaðnrmálastjóri er nýkominn heim úr utanför. Hann ferð- aðist um Noreg, Svíþjóð og Danmörku og kynti sér ýmislegt er að búnaði lýtur, eink- um ræktun og ræktunarumbótum. Freyr mun síðar skýra frá einu og öðru er Sig- urður varð áskynja um í þessari utanför. irni 0. Eylands hefir dvalið mikinn hluta sumars erlendis, í Noregi og Svíþjóð. Hann var á búnaðarsýningu í Bodö Þá keypti hann i Svíþjóð skurðgröfu þá, sem nota á við framræslu Staðarmýranna í Skagafirði. Hann kynti sér og margt er að búnaði lýtur. Ræktnnarsjóðnrinn lánaði i fyrra (1925)............kr. 182,700,00 en nú í ár, til októberloka — 541,650,00 Samtals kr. 724,350,00 Tvö stór lán hafa verið veitt, 25000,00 kr. hvort. Nær helmingur lánanna er rækt- unarlán, hitt til húsabygginga. Ræktunarsjóðurinn gamli lánaði á árun* um 1901 til 1923 alls til jarðabóta nálægt 770,000,00 kr. Mikið bætir því hinn nýi Ræktunarsjóður úr lánsþörfinni. Sjóður- inn hefir enn allmikið fé til umráða. Flóaáveitnnefnd hefir stjórnarráðið skip- að, og eru það þeir Geir G. Zoéga vega- málasljóri, Magnús Þorláksson á Blika- stöðum og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Nefnd þessi er skipuð samkvæmt lögum frá Alþingi og mun hún eiga að gefa lands- stjórninni góð ráð um það hver mannvirki eigi að gera til þess að áveitan komi að notum. Svo virðist að hér sé aðallega hugsað um vegi og rjómabú, ræktunin lítið nefnd. Með vegina er farið nokkuð aftan að sið- unum. Reglan mun vera sú, að áætlun sé gerð um þá samtimis með skurðakerfinu. Það hefir ef til vill gleymst i Flóanum. Búnaðarmálastjórar vilja verda: Páll Zóphóníasson. Theodór Arnbjörnsson. Eggert Bríem í Viðey. Metúsalem Stefánsson. Hólmjárn Jósepsson. Árni G. Eylands hefir sagt upp stöðu sinni sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, frá næsta nýári að telja. Gamla skólahúsið á Hólnm brann til kaldra kola aðfaranólt 14. okt. s.l Hús þetta reisti Hermann Jónasson skólastjóri árið 1892. Húsið var á háum grunni, tví- lyft, með kvisti þvert yfir. Stærð þess var 16 * 26 álnir. Um langt skeið var hús þetta eitt hið veglegasta sem til var á landinu, á sveita- heimili. Vegna breytinga á starfsháttum skólans hafa verið gerðar á því ýmsar breytingar, síðast sett í það miðslöðvar- hitun í fyrra. Húsið var vátrygt fyrir 60,000 kr. Vafalaust verða nú reistar nýjar bygg- ingar á Hólum. En til þeirra þarf að vanda, svo þær verðí i samræmi við starfs- rekstur skólans framvegis. Vonandi er, að þeir sem um þetta ráða athugi það gaum- gæfilega. Breytingar á búnaðarháttum vorum, ræktun og nýyrkja sú er nú er að hefjast, gera meiri kröfur til bændaskólanna. Sér- staklega að því leyti, að meiri áherzla verði þar lögð á verklegt nám, og að fram- kvæmdirnar á skólunum geti orðið lýsandi dæmi fyrir bændur. Bændaskólarnir. Á Hvanneyri dvelja nú 50 námssveinar, en á Hólum 15. Þar starfar að eins eldri deildin vegna brunans.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.