Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Qupperneq 7
þjónusta í gegnum bameignarferl- ið og stuðningur í fæðingu eru lykilatriði. Könnun sem var gerð á belgjarofi í fæðingu á kvennadeild Landspítalans, á öllum konum sem fæddu á tímabilinu 1.-15. september 1997, bendir á mjög háa tíðni belgjarofs í fæðingu, eða 60% á 1. stigi fæðingar. Orsakir þessa inngrips eru í fæstum tilfell- um teknar fram og skráningu al- mennt ábótavant. í áðurnefndri könnun eru helstu niðurstöður þær að því fyrr sem belgjarof er framkvæmt í fæðingu því meiri hætta er á öðr- um inngripum síðar í fæðingunni. Einnig virðist sýkingarhætta auk- ast ef belgir eru rofnir snemma í fæðingu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum um belgjarof í fæð- ingu hér á landi. Tmflanir i fecðingn Valgerðnr L. Sigurðardóllir, 1998 Fæðing bams er atburður sem fólk man líklega eftir alla ævi. Minn- ingin er háð mörgum þáttum. Líf- eðlisfræði fæðingar er mikilvæg og fjallað er um samspil hormóna og meðfæddrar hegðunar sem stjórna eðlilegri fæðingu. Það er margt sem getur truflað náttúru- legt ferli fæðingar. Frá umhverfi t.d.: Skortur á friðhelgi og skært ljós. Frá umönnunaraðilum: Fasta, neikvæð orðanotkun, viðhorf og völd, innri skoðanir, notkun sírita, að sprengja belgi, notkun á syntocinon, notkun verkjalyfja og deyfinga. Innri þættir: Kvíði og reynsla. Orsakir tmflana em margvíslegar. Skilgreining á eðli- legri fæðingu skiptir þar máli og trú okkar á eðlilegri starfsemi lík- amans. Það em leiðir til að draga úr truflandi áhrifum í fæðingu. Ljósmæður eiga að veita konum upplýsingar, völd og val til að taka ákvarðanir um fæðinguna. Við þurfum að efla traust og trú á eðlilega líkamsstarfssemi og kon- ur eiga að fá fæðinguna í sínar hendur. Áhuga-Ceröar slóöir á Netinu Þcer Ijósmaeður sem hafa aðgang að Intemetinu finna sjálfsagt ýmislegt fróðlegt sem tengist störfum þeirra. S?msar slóðir em beinlínis hannaðar fýrir Ijósmaeður. Hér koma nokkrar slóðir sem þið gætuð liaft gaman af að skoða: www.childbirth www.nurturing.ca/holist.htm www.midwifery.com/ www.herspace.com/ http://pregnancy.miningco.com/msubbook.htm www.acegraphics.com.au/ www.lcascade.com www.efn.org/~djz/birth/spiritled/Mcontact www.cmh.net/~yalad www.birthwaves.com http://209.67.63.126/ http://ericps.ed.uinc.edu/npin/reswork/workorgs.html Ef þið rekist á áhugaverðar slóðir áNetinu - deilið þeim þá með okkur hinum. UÓSMÆÐRABLAÐIP 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.