Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 2

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 2
Efnis^prtit T'>á ntstjóra Heiðruðu Ijósmæður. Hér lítur dagsins ljós þriðja og síðasta Ljósmæðrablað ársins 1998. Við höfum fengið greinar frá nokkrum þeirra afbragðs fyrirlesara sem töluðu á ráðstefnu LMFÍ í mars s.l. Þær greinar eru mikill fengur og vonandi að þær ljósmæður sem ekki komust á títtnefnda ráðstefnu, fái þar með innsýn í meginumfjöllun ráðstefnunnar. Einnig vil ég benda öllum ljósmæðrum á að lesa grein Margrétar Jónsdóttur í nýjasta hefti Veru; „Þegar Snorri fæddist heima“, en Margrét flutti einmitt þann fyrir- lestur á ráðstefnunni. Við flytjum einnig fréttir frá Selfossi og er stefnan að halda áfram að flytja fréttir af landsbyggðinni í komandi blöðum. Það er nauðsynlegt að styðja við bakið á ljósmæðrum á landsbyggðinni því þær eiga oft erfítt með að komast á fundi og ráðstefnur og eiga því á hættu að einangrast í starfi eða verða samdauna viðhorfum samstarfs- fólks, sem ekki samræmast endilega hugmyndafræði ljósmæðra eins og hún birtist á hverjum tíma. Með öflugu blaði sem flytur fréttir af störf- um ljósmæðra og greinar sem endurspegla hugmyndafræði stéttarinnar fá ljósmæður á landsbyggðinni, sem og á höfuðborgarsvæðinu, tækifæri til að styrkja sig í starfi og miðla öðrum ljósmæðrum af reynslu sinni. Það væri óskandi að ljósmæður yrðu duglegri að skrifa í blaðið, sérstak- lega eldri ljósmæður, því reynsluþekking þeirra er mikils virði og slæmt fyrir stéttina ef sögur þeirra tapast. Skora ég hér með á ljósmæður að halda til haga sögum sínum, dagbókum og öðru því sem gagnast gæti komandi kynslóðum ljósmæðra og deila því með okkur hinum. Ljósmæðrablaðið er blað allra ljósmæðra. Nýtum það. Frá ritstjóra ................2 Fréttir LMFÍ..................3 Ahugafélag um heimafæðingar..................4 Fréttir frá Selfossi .........5 Áhugavert lesefni..............6 Áhugaverðar slóðir á Netinu ......................7 Störf ljósmæðra í brennidepli ..................8 Fæðingin......................9 Minningarorð ................13 Að læra af reynslunni.........14 Hugrenningar úr lífi Ijósmóðurnema ...............15 Frétt frá stjórn LMFÍ .......17 Hlutverk ljósmóður á meðgöngu ....................18 Konur um konur frá konum til kvenna ........23 Eðlileg fæðing ..............26 Pabbafræðsla ................30 Ljósmœðrablaðið 76. árgangur 3. tölublað 1998 Útgefandi: Ritnefnd: er til allra ljósmæðra og á Ljósmæðrafélag íslands Anna Eðvaldsdóttir heilbrigðisstofnanir Hamraborg 1 Sími: 565 2252 Verð í lausasölu: 500 kr. 200 Kópavogur Katrín E. Magnúsdóttir Áskriftarverð: 1.200kráári. Sími: 564 6099 Sími: 561 1636 Uppsetning og prentun: Ritstjóri: Sigríður Pálsdóttir Hagprent - Ingólfsprent ehf. Dagný Zoega Sími: 482 2556 Grensásvegi 8 Melgerði 3 Unnur Egilsdóttir 108 Reykjavík 108 Reykjavík Sími: 552 8576 Sími: 588 1650 Sími: 568 0718 Auglýsingaöflun: Þjóðráð Netf: dagzo@vortex.is Upplag: 600 eintök sem dreift 2 LJÓSMÆORABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.