Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 15
Hugrenningar tir lífi Ijósmóðumema:
Farseel bi-jóstagjöf
Umræða um ábótina hefur verið mikil og eru skiptar
skoðanir hvað fagfólki finnst um hana. Hvað veldur
að ábótin er notuð og hvað veldur vali á ábót? Ég hef
tilheyrt þeim hópi, sem er sammála því að stundum
þurfi að gefa ábót. Ég hef ekki skilið það fum og fát
sem er út af ábótinni. Er hún svona mikið notuð á
sængurkvennagangi?
Margar konur gera sér ekki grein fyrir því að það
tekur mislangan tíma tekur fyrir mjólkina að losna úr
brjóstunum. Ein kona getur verið lausmjólka og
fundið mikið fyrir losunarviðbragðinu á meðan önn-
ur bíður og finnur ekki neitt og hefur jafnvel tekið
bamið af brjósti áður en mjólkin fer að streyma til
þess. Sum böm eru því lengi á brjósti jafnvel upp í
eina klst. á meðan það tekur annað barn um 15 mín-
útur að nærast. Það er mikilvægt að setja engin tíma-
takmörk en athuga vel hvort barnið tekur vörtuna rétt
og sýgur rétt (Royal College of Midwives,1991).
Eftir að hafa unnið með konum í sængurlegunni hef-
ur mér fundist margar konur ekki tilbúnar til að gefa
sér þann tíma sem þarf, til þess að brjóstafæða bam.
Ég tel að skýringin á því sé m.a.vegna þess að konur
í dag hafa enga fyrirmynd sem þær geta miðað við.
Konur verða að vita að barnið er mikið á brjósti
fyrstu dagana og eðlilegt er að það nærist á l'/2-2
tíma fresti. Magamál nýbura er ekki stórt og melta
þau matinn hratt og þurfi því áfyllingu (Royal Col-
lege of Midwives,1991). Ef ábót er gefm oft verður
örvun brjóstamjólkur ekki nægjanleg. Það getur því
leitt til aukinna erfíðleika við brjóstagjöfina.
Ljóst er að ábót getur verið hjálpartæki okkar að
farsælli brjóstagjöf. Mér finnst mikilvægt að við
ljósmæður vitum hvað við erum að gefa nýburunum.
Abót getur falist í vatni og sykurvatni svo og þurr-
mjólk.
Sumir barnalæknar hafa verið á móti sykurvatni
þar sem rannsóknir hafa sýnt að bömum svelgist
frekar á því. Meiri líkur eru á að sykurvatn valdi
skaða í lungum ef það lendir þar (sykurvatn er ekki
gefið á FSA skv. bamalæknum þar.).
Sally Inch (1996 1*) fjallar um þurrmjólk í mars
blaði MIDIRS. Þar segir hún að breskar konur sém
gefa bömum sínum pela halda að þurrmjólk og
brjóstamjólk sé svipuð. Þeim finnst þægilegra að
pelafæða börnin sín og því verður það fyrir valinu
hjá þeim. Eflaust em margir foreldrar sem hugsa
ekki út í hvað er í þurrmjólk. Inch (1996 1*) hefur
tekið saman hvað er í þurrmjólk. Segir hún að þurr-
mjólkurblandan hafí verið óbreytt frá 1953 - 1984. Á
þessum árum var of hátt hlutfall af calcium, fosforus
og magnesium í þurrmjólk. Árið 1984 var Taurine
fyrst bætt út í þurrmjólkina, en það er mikilvægt fyr-
ir þroska miðtaugakerfisins. Um 20 sinnum meira
magni af jámi er bætt út í þurrmjólk en er í brjósta-
mjólkinni. Þetta er gert þar sem upptaka járns er ekki
mikil hjá nýburum. Þessi stóri skammtur getur vald-
ið því að nýburinn tekur ekki upp zink og kopar.
Broddur móður inniheldur hátt hlutfall af IgA allt
að 5 mg/ml.. Lítið af þessu mótefni er tekið upp en
þess stærsta hlutverk er að smyrja þarmavegg barns-
ins og verja hann fyrir sýkingum. Þurrmjólk hefur
ekkert IgA.
Þar sem þessi mál eru viðkvæm er erfitt að vera
með áróður... og þó ! Ég er þeirra skoðunar að gæta
skuli mjög mikils hófs við ábótina. Hvort heldur er
um að ræða sykurvatn eða þurrmjólk. Mér finnst um-
hugsunarvert hvort með þurrmjólkurábót á sængur-
kvennagangi séum við að gefa slæmt fordæmi.
Pelagjöf getur verið lífshættuleg í þeim löndum
þar sem mæður eru ólæsar og hafa ekki aðgang að
hreinu vatni og/eða aðstöðu til að sjóða vatn
(Inch,1996 1*). Þrátt fyrir að við búum í vel upplýstu
og öruggu umhverfi eru ekki nema 3 ár síðan Lsp.
hætti að kaupa tilbúna þurrmjólk. Þar sem sveppir
höfðu ræktast í einni af sendingu af þurrmjólkinni.
Þessháttar slys/mengun geta alltaf orðið við fram-
leiðslu. Slys/mengun við blöndun getur líka orðið
hjá foreldrum t.d. of mikið af mjólkurdufti, óhrein
áhöld eða ósoðið vatn. Einnig eru þess dæmi að ný-
burar hafi brennst í munni og hálsi þar sem notaður
var örbylgjuofn við hitun mjólkurinnar (Inch,1996
2*). Að lokum nefnir Sally Inch (1996 2*) að við hit-
un í örbylgjuofni geti orðið breyting á próteinum í
mjólkinni og þau myndað eitraða blöndu sem veldur
skaða á nýrum, lifur og heila nýburans. Þetta er mjög
öfgakennt dæmi og er ekki nefnd nein tíðni þessara
skaða.
Brjóstagjöfm er gjöf sem okkur var gefin og er
það besta fyrir móður og barn. En þrátt fyrir það er
hún kannski ekki alltaf besti kosturinn fyrir móður
og barn. Ekki geta allar konur haft barn á brjósti.
Margar ástæður geta legið þar að baki. Sagt er að
brjóstagjöf sé 95% sálfræðileg. Konan verður að
hafa trú á sjálfri sér (Dawson, Gauld og Ridler,
UÓSMÆPRABLAÐIU
15