Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 20
vandamál sem kom þeim í þennan hóp (Aumann og
Baird 1993). Lykilatriðið er að hver meðganga verð-
ur að metast út frá eigin forsendum.
SamOinna \>ið aðra sérfrceðinga
Þeir sérfræðingar sem ljósmóðirin hefur mesta sam-
vinnu við eru margir. Sem dæmi má taka; fæðinga-
læknar, heimilislæknar, félagsráðgjafar, sálfræðingar,
geðlæknar, erfðafræðingar, sjúkraþjálfarar, næringar-
fræðingar og meinatæknar. Mjög mikilvægt er fyrir
alla aðila að settar séu skýrar línur um hvað og
hvenær aðrir sérfræðingar þurfa að koma inn í um-
önnunina. í sameiningu þarf að ákveða hvaða að-
stæður kalla á aðra sérfræðinga og þarf að gera þess-
ar vinnureglur þannig úr garði að allir aðilar geti
unnið eftir þeim. Eðlilegt er að ljósmóðirin, sem sér
konuna oftast, sé samræmingaraðili milli hinna mis-
munandi sérfræðinga.
'í'TeðgönguOemd framtiðarinnar
✓ Breyttar aðstæður.
✓ Færri skoðanir.
✓ Aukaskoðanir.
✓ Símatímar ljósmóðurinnar.
✓ 20 - 30 mínútur.
Bre'Jttar aðstacður
Fyrir hvern er meðgönguverndin? Flint og Cronh
(1989) benda á að það sé konan sem ráði ljósmóður-
ina í vinnu og hún eigi að stjórna. Meðgönguskoðan-
ir verði því þar sem hún kýs, á heimili hennar, heim-
ili ljósmóðurinnar, á heilsugæslustöð/sérdeild eða
jafnvel á vinnustað konunnar. Tímasetning skoðan-
anna má einnig breytast, hverjum hentar að koma í
skoðun á bilinu 8.00-16.00? Svarið er að auk ljós-
mæðranna og læknanna, hentar þessi tími fáum
nema þreyttum barnshafandi konum sem er kærkom-
ið að frí úr vinnunni. Bjóðum upp á skoðanir seinni
partinn, 17.00-19.00, eða á kvöldin og jafnvel um
helgar.
Feerri skoðanir
Um nokkurn tíma hefur sjónum okkar verið beint að
því að hugsanlega megi draga úr og breyta stöðluðu
skipulagi á meðgönguverndinni (Public health
Service, 1989) og hefur það leitt til þess að með-
gönguverndin er nú orðin talsvert einstaklingshæfð-
ari en hún var. Til stuðnings því að við séum á réttri
leið er athyglisvert að skoða rannsókn Walker og
Koniak Griffin (1997). Bornir voru saman tveir hóp-
ar verðandi mæðra. Annar hópurinn, (38 konur) var
á þessu venjulega skoðana fyrirkomulagi (4. hverju
viku til 28. viku, tveggja vikna fresti til 36. viku og
vikulega þar eftir). Hinn hópurinn (43 konur) var
rannsóknarhópurinn og kom átta sinnum. Fyrstu
skoðanir voru á 15.-19. viku, 24.-28 viku, 32. viku
36., 38. og svo vikulega. Báðir hóparnir fengu 45
mínútur fyrst og svo 15 mín. Niðurstöður voru mjög
sambærilegar fyrir báða hópana. Ekki reyndist mark-
tækur munur á vandamálum hópanna né símhring-
ingum til ljósmæðranna, né á dvöl barnanna á vöku-
deild. Athyglisvert er hins vegar að konurnar í til-
raunahópnum voru marktækt ánægðari með ljós-
móðurina og skipulagið en hinar. Einnig þurfti engin
í tilraunahópnum að fara í keisara. Með þessu breytta
fyrirkomulagi má leiða líkur að því að gagngert hafi
verið unnið að því að byggja upp traust kvennanna á
sig og sinn líkama sem skili þessum góða árangri.
Aukaskoðanir
Flestar hafa ljósmæður reynslu af því að flesta daga
þurfa konur að koma í aukaskoðun. Því ættum við að
skipuleggja þær inn á DAGSPLANI-. Það er engin
hætta á að sá tími verði ekki nýttur, t.d. af konum
sem hafa opnað sig með tilfinningaleg vandamál og
þurfa hreinlega meiri stuðning og þ.a.l. lengri tíma í
meðgöngu verndinni.
Stmatimar
Oft á tíðum þarf ófrísk kona að ræða eitthvað við
ljósmóðurina sína. Ákveðnir símatímar ljósmóður-
innar koma því að mikilvægum notum því þá veit
konan að hún er ekki að trufla ljósmóðurina. Þessir
símatímar eru hins vegar ekki ætlaðir til að bæta á
aukaskoðun, í fyrirfram auglýstum símatíma bíður
ljósmóðirin upp á samtöl eða hringir í sínar konur.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið tekið á ýmsu varðandi
hlutverk ljósmæðra á meðgöngu og er það von mín
að þetta hafi varpað nýju ljósi á mikilvægi með-
gönguverndarinnar. í lokin vil ég koma með þá til-
lögu: að við ljósmæður tileinkum okkur orðið með-
gönguvernd yfír það hlutverk Ijósmæðra sem við
sinnum á meðgöngunni í stað orðsins mæðra-
vernd. Samkvæmt heimildum Orðabókar Háskólans
kemur orðið mæðravernd fyrst fyrir á prenti 1932.
Þegar orðið mæðravernd festist í sessi gátum við nær
eingöngu fylgst með líðan móðurinnar, hreyftngum,
20
LJÓSMÆÐRABLAPIÐ