Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1936, Side 5

Freyr - 01.06.1936, Side 5
FR E Y ft 107 hjarta með viðkvæmum strengjum, sem þó sennilega hefir dulizt mörgum, sem ekki þekktu hann nógu vel, vegna hinna ytri umbúða um þenna innsta kjarna mannsins, því að víkingslundin, sívakandi og þrótturinn voru augljósust einkenni í fari hans og framgöngu — á yfirborðinu. Og þessi einkenni voru svo sterk, að marg- munu hafa litið svo á, að þar væri maður- inn allur. Þegur þessir hæfileikar hins nýja skólastjóra bættust við skipulagsbreytingar þær, sem urðu á skól- anum við skólastjóraskiftin, þá er ekki undarlegt, þótt skólinn tæki nú allmiklum og skjótum stakkaskiftum, enda þótt Hjörtur hefði veitt skólanum skörulega forstöðu, undir gamla skipulaginu, þegar litið er á þau kjör, sem skólinn átti við að búa um fjárframlög og aðra aðbúð frá eigandans hendi. miklar og góðar engjar, út frá túninu, mest gulstararengi og töðugæft hey. Og lax- veiði má stunda þar, til mikilla nytja. Allt þetta kunni Halldór vel að hagnýta sér, svo og þá umbótamöguleika, sem í jörð- inni fólust og enn voru ónotaðir eða ekki til hlýtar, enda var og önnur aðstaða góð, þar sem voru hagstæð leigukjör, vinnu- kraftur verklegra nemenda til jarðabóta og góður markaður á skólanum fyrir mik- ið af afurðum búsins. Þess vegna hefir jörðin sjálf tekið miklum breytingum í tíð Halldórs. Framan af lagði hann meiri áherzlu á að bæta engjar en tún, með á- veitu og sléttun, það sem áveitan sjálf sléttaði ekki, enda eru nú engjar þar svo góðar, að nokkur hluti þeirra gefur af sér allt að 50 hestum af ha., á % hlutum þeirra — og öllu túninu — má koma við öllum heyvinnuvélum og engan bagga þarf að binda. Fyrir flestra hluta sakir eru fáar jarð- ir hér á landi betur til höfuðbóls fallnar en Hvanneyri. Hún er þannig sett í hinu fagra og frjósama Borgarfjarðarhéraði, að hún sést víða að og þaðan er vítt og fagurt útsýni yfir héraðið. Tún var þar gott og mikið, eftir því sem þá gerðist, og Hvanneyri speglar sig í gulstararáveitu. Þegar engjabótunum var lokið, sneri Halldór sér að túnræktinni meira en áð- ur og þó einkum nú síðustu^árin, eftir að verklega námið var aukið. Sumarið 1928 lætur hann mæla tún og engjar og mæld- ist þannig: Tún 27.6 ha., áveituengi 60.8 ha. og flæðiengi, utan áveitu, 11.6 ha. eða

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.