Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1936, Page 8

Freyr - 01.06.1936, Page 8
110 FREYR og heyskapinn voru jafnan notuð hin nýj- ustu og fullkomnustu verkfæri, þ. á . m. einnig dráttarvél, er Páll Stefánsson frá Þverá gaf skólastjóranum fyrir nokkrum árum — efalaust til þess, m. a., að nem- endur skólans ættu þá kost á að sjá, hverju þessar vélar orka, undir góðri stjórn. Af byggingum, tilheyrandi búinu, sem reistar voru í tíð Halldórs, skal hér aðeins nefna íbúðarhús úr steini, 22,85 m. X 10,70 m. að grunnmáli, byggt 1920 — í stað í- búðarhússins (úr timbri), er brann haustið 1917 til kaldra kola, — og fjós og hlöðu með tilheyrandi áburðargeymslum, byggt 1928, allt úr steini, 51 X 20 m. að grunn- máli. Fjósið tekur 80 gripi, og í hlöðunni, sem alls tekur um 4000 hesta, eru 4 vot- heystóftir, er hver rúmar sem svarar 180— 200 þurrabandshestum. Fjósið er með öll- um nýtízku útbúnaði — og þar eru mjalta- vélar — og hlaðan með rennibraut, eins og áður er sagt. Þótti mörgum í ofmikið ráðist, að byggja svona stórt, en 1932 seg- ist Ilalldór vera í vandræðum að koma nautpeningnum fyrir, og þá stóðu um 700 hestar heys úti, og tekur þó f járhúshlaðan um 1000 hesta. ,,Það þarf því bráðlega að stækka eða byggja nýtt fjós og hlöðu á Hvanneyri, ef ekki á að verða kyrrstaða í búskapnum“, segir Halldór í sambandi við þetta. Búa skyldi svo, að tvö sýndust höfuð á hverri skepnu. Þótt Halldór væri kappmikill í búskapn- um sem öðru, þá studdist það kapp við ör- ugg búhyggindi og fulla forsjá um það, hvað borgaði sig, og þess vegna mun hann aldrei hafa orðið fyrir neinum skakkaföll- um í búskapnum á Hvanneyri, og grædd- ist svo vel fé, að ekki sá á, þótt hann tapaði verulegum fjárhæðum á útgerð, er hann lagði fé í um skeið, og á hann legðust um hríð aliþung, óvænt útgjöld. Vildu sumir þakka fésæld hans því einu, að of vel væri að honum búið, um leigukjör og vinnu verklegra nemenda. Þessu og ríkisrekstri skólabúanna, sem hann var mótfallinn, hefir hann svarað þannig: „Og hagnist skólastjórinn eitthvað lítillega, yrði það verst fyrir þær vesalingssálir, sem lifa og deyja í þeirri trú, að enginn megi eignast neitt, og allir séu jafn aumir“. Þótt búskapurinn væri sýni- S.^°ía" legasti þátturinn í starfi stjormn. r r Halldors a Hvanneyri, þa liggur það í hlutarins eðli, að skólastjórn- in og kennslan í skólanum átti að vera og var aðalþátturinn í starfi hans sem skóla- stjóra, og fjörið, áhuginn og þekkingin naut sín engu síður þar. Eins og áður er getið, náði Halldór strax í upphafi sterk- um tökum á nemendum sínum — áður en hann kom að Hvanneyri — og það fór fljótt orð af hinni lífþrungnu kennslu hans og fjörmiklu framkomu, bæði í „tím- um“ og utan þeirra. Aðsókn varð því brátt mikil að skólanum og orð var á gert, að „Hvanneyringar“ væru auðþekktir á því, hvað þeir væru djarflegir og frjálsir í framgöngu, og ekki trútt um að sumir þættu um of „miklir á lofti“, þegar þeir komu frá Hvanneyri, hlaðnir fjöri og þrótti skólastjórans engu síður en þekk- ingu hans og annara góðra kennara skól- ans — því að þar vandaði Halldór vel til og var heppinn með kennara. í skólaskýrslum Halldórs kemur það víða skýrt fram, hversu mikla áherzlu hann leggur á menntunina — og sér- menntun hverrar stéttar. En menntun var í hans augum ekki fróðleikurinn einn eða bóklegur lærdómur, þótt þetta væri vitan- lega mikils virði. Menntun mannsins átti að lýsa sér í framgöngunni og umfram allt í framkvæmdinni, í verkunum. Þess vegna lagði hann mikla áherzlu á, að manna nemendur sína, bæði andlega og líkam-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.