Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1936, Qupperneq 9

Freyr - 01.06.1936, Qupperneq 9
J F R E Y R 111 lega. Til þess notaði hann m. a. söng og íþróttir, til þess að vekja og efla kjark og karlmannslund, ættjarðarást og líkam- lega hreysti piltanna. Sjálfur var hann söngkennari og æfði einkum gleðisöngva, hetjusöngva og ættjarðarljóð, en leikfim- iskennara fékk hann með því að hjálpa efnilegum nemendum sínum til þess að búa sig undir það starf við skólann, og sumir af þeim kennurum öðrum, sem hann hefir haft, eru líka nemendur hans, sem hann hefir valið úr, og að einhverju, meira eða minna leyti, hjálpað til nauð- synlegs náms, til þess að geta orðið kenn- arar skólans. Þeirra hefir þó ekki notið lengi á Hvanneyri, nema Þóris Guðmunds- sonar, sem verið hefir kennari þar síð- an 1919. Nemendum Halldórs ber saman um það, að hann hafi verið ágætur kennari, stór- skorinn í orðum stundum, og ekki bund- inn við bókina, en þrunginn af krafti, hrifningu og áhuga, sem gat komið ónota- lega við daufgerða menn, en hreif þó alla með sér, meira og minna, til trúar á ís- lenzkan landbúnað og trúar á sjálfa sig, einstaklingsframtakið og persónugildið. Hann vildi ekki ala upp hópsálir, heldur sjálfstæða einstaklinga, er sjálfir leiddu sjálfa sig. Hann vildi ala nemendur sína þannig upp, að þar væri „valinn maður í hverju rúmi“, sem þeir voru, en ekki fáa forvígismenn, er leiddu og teymdu fjöld- ann á eftir sér, meira og minna ósjálf- stæðann og ósjálfbjarga. Vitanlega rak hann sig á, að þenna efnivið vantaði í margann. Þau vonbrigði voru honum sár og gátu komið óþyrmilega niður á hlut- aðeiganda í bili, en einlægan vilja og við- leitni hafði hann þó til þess að gera hið bezta sem hægt var úr því efni, sem í skólapiltunum var. Munu þeir margir virða þetta betur eftir á en á meðan þéir voru í deiglunni, og vera honum þa’kklát- ir fyrir. Nemendur sína umgekkst hann sem jafningja sína og bræður eða syni, en að sjálfsögðu fundu þeir fyrir því yfirburði hans. Piltar höfðu jafnan matarfélag, en Hvanneyrarbóndinn seldi þeim matreiðslu og þjónustu og matarföng, og tók fullt verð fyrir. Hins vegar lagði hann þeim á annan hátt ráð til þess, að þessi kostnað- ur gæti orðið þeim sem minnstur og Hvanneyrarskóli var ætíð ódýr nemend- um, og mörgum nemendurn lánaði Halldór fé, bæði þá og síðar, ef þeir þurftu þess með eða leituðu til hans í þeim erindum. Hann áleit þeim hollt að venja sig við Spartverska lifnaðarháttu í skólanum, því að afla skyldi áður en eytt var, og njóta aflafjár í skynsamlegu hófi. Hann vildi ala upp menn til sjálfstæðra dáb, menn með sjálfstrausti og virðingu fyrir sjálfum sér, menn, sem hefðu trú og traust á og virðingu og metnað fyrir sinni stétt og íslenzkum landbúnaði. „Víðsýni, þekking og dugnaður, samheldni og góð samvinna er öllum nauðsynleg. Bænda- stéttinni ekki sízt, sem hefir vandasam- asta og veglegasta starfið í þjóðfélaginu“. „íslenzkir bændur eru stórir og sterk- ir, ef þeir mennta sig eftir föngum og eru samtaka. Vinnum saman, ekki til þess að undiroka aðra, heldur í góðri samvinnu við aðrar stéttir landsins, að efla heildina og vinna að sönnum framförum“. Hann vissi það, að fyrirmyndarheimilin höfðu öldum saman verið skólar þjóðarinnar og nú átti skólinn hans að vera fyrirmyndar- heimili í þjóðlegum stíl — og höfðingja- setur. í sambandi við bóklegu kennsluna, leik- fimina og sönginn var og verkleg kennsla í búsmíðum, til þess að gbra nemendur

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.