Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Síða 10

Freyr - 01.06.1936, Síða 10
112 F R E Y R „búhaga“. Var nemendum kennt að smíða annboð, skeifur, aktýgi o. fl., einnig að sóla skó og í seinni tíð bókband. Nú er og komin sundlaug á Hvanneyri, þar sem nemendur læra sund. Svo mikla áherzlu lagði Halldór á leikfimikennsluna, að hann byggði leikfimishúsið í fyrstu (1911) fyr- ir eigið fé, en fékk það þó fljótt endur- greitt úr landssjóði. Skólahús, ætlað 40 nemendum, var byggt 1910 og rafstöð (olíumótor) var komið upp 1922, er nægir til lýsingar í íbúðar- húsum og fjósi, fyrir mjaltavélar og inn- töku heys o. s. frv. Skólahúsið er myndar- legt, en viðhaldi þess hefir verið ábóta- vant, og þyrfti það nú mikillar aðgerðar við. Bókasafn hefir skólinn eignazt allgott og töluvert safn kennsluáhalda. Eiús og fyr er getið, var bændaskólun- um (skv. lögunum frá 1905) ætlað að hafa 40 nemendur, og þá nemendatölu hafði Hvanneyrarskóli að jafnaði alla skólastjóratíð Halldórs. Stundum voru nemendur ríflega 50 og oft var aðsóknin — úr öllum byggðum landsins — miklu meiri en hægt var að sinna, ein'kum þau árin, sem íbúðarhúsið var í rústum, eftir brunann 1917. En þegar héraðsskólarnir risu upp, dróg úr aðsókn að bændaskólun- um. Þótti Halldóri það ískyggilegt tákn tímanna, ef þeir skólar yrðu til þess að draga varanlega úr aðsókn að bændaskól- unum, enda lagði hann ætíð sterka áherzlu á sérmenntunina, svo fyrir bændur sem aðra, og hann vildi að sveitapiltarnir not- uðu héraðsskólana til undirbúnings undir bændaskólana, því að hann fann oft sárt til þess, að margir komu alltof illa undir- búnir í bændaskólana, enda eru þeir nokk- uð þungir, og Halldór dróg ekki fjöður yf- ir það, þótt tvísýnt væri um þá aðsókn, sem hann vildi hafa: „Hér er enginn barnaskóli. Komið sem bezt þroskaðir á sál og líkama, komið með einlægan fram- faravilja, og sem bezt búnir undir starf ykkar hér, námið“. 1 sambandi við þessa áminningu og hvöt lætur hann í ljósi, að hér ætti að vera aðeins einn búnaðarskóli — „virkileg menntastofnun, fær um að gera íslenzkar búvísindalegar tilraunir og þannig úr garði gerður, sem vit og pen- ingar leyfa“. Hann áleit það þjóðinni of dýrt, að halda uppi tveimur slíkum „virki- legum menntastofnunum“ fyrir bændur. Þau 29 ár, sem Halldór var skólastjóri á Hvanneyri, telst mér til að nemendatala skólans hafi verið þannig: í yngri deild alls 620 eða árl. 21. 1 eldri deild — 528 — — 18. Útskrifaðir — 490 — — 17. í verkl. námi — 320 — — 11. Þessar tölur eru ekki nákvæmar, en eru áreiðanlega nærri því rétta. Til stuðnings við bóklegu kennsluna gerði Halldór ýmsar tilraunir og athug- anir bæði í jarðrækt og búfjárrækt og skýrði nokkuð frá þeim í skólaskýrslum. Um skipulagsbundnar tilraunir í jarðrækt er þó ekki að ræða, en fóðurtilraunir hafa nú verið gerðar á Hvanneyri í mörg ár að tilhlutun og á kostnað Búnaðarfélags íslands, undir stjórn Þóris Guðmundsson- ar kennara og í samráði við skólastjór- ann. .. r Fóðurfræðin var uppáhalds- Ritstorf o. fl. . fræðigrem Halldórs. Þar var hann hverjum hérlendum manni fróðari og skrifaði í þeirri grein stóra bók, „Fóð- urfræði“, sem Búnaðarfélag íslands gaf út 1929. Er þar í mikill fróðleikur um þessa þýðingarmiklu grein búfræðinnar, en bókin ber þess of mikil merki, að hún er samin sem fyrirlestrar fyrir nemend- ur. Margt fleira hefir Halldór ritað um búfræðileg efni — einkum votheysverk-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.