Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1936, Page 13

Freyr - 01.06.1936, Page 13
FRE YR 115 urra bænda, víðsvegar um landið, í því skyni, að þeir færðu í þau og sendu þau síðan útfyllt til Búnaðarfélagsins aftur. Þetta var gert í tvennum tilgangi. Fyrst til þess að reyna formin, sem voru alveg ný og þau fyrstu, sem út hafa verið gefin hér á landi í heild. í öðru lagi til þess að gera tilraun til að fá hagfræðilegar upp- lýsingar um búreksturinn. Var síðar á- kveðið að greiða hverjum bónda 40 kr., er skilaði formunum útfylltum á viðunandi hátt. Var það gert til uppörfunar. I sama tilgangi veitti Búnaðarfélagið mér nokk- urn styrk, til þess að leiðbeina við færslu búreikninga í nágrenni Hvanneyrar. Hóf eg þá starfsemi 1933 og miðaði reiknings- árið við 1. maí. 10 bændur í Andakíls- og Skorradalshreppi byrjuðu þá búreikninga.- hald, og leiðbeindi eg þeim eftir þörfum og gerði upp búreikninga þeirra. Hefi eg haldið þeim leiðbeiningum áfram síðan. Haustið 1934 sendi Búnaðarfélagið mér 6 búreikninga frá árinu 1933. Gerði eg þá upp og vann úr þeim ýmsar hagfræðileg- ar upplýsingar, ásamt þeim 10 búreikn- ingum, er eg hafði í Andakíl og Skorra- dal. Árangurinn af þessu starfi var birt- ur í fjölritaðri skýrslu, en blöð eða tíma- rit hafa ekki verið látin flytja niðurstöð- urnar, því að reikningarnir þóttu allt of fáir, til þess að hægt væri að telja þá nokkurn veginn rétt sýnishorn af heild- inni. Frá árinu 1934 hafa mér borizt 21 bú- reikningur alls. Hafa þeir verið gerðir upp og mun verða gefin út skýrsla um ár- angurinn. Því miður hlýtur ávallt að líða all-langur tími frá áramótum reiknings- haldsins, þar til hægt er að birta niður- stöður reikninganna, bæði af því að marg- ir reikningar koma nokkuð seint og af hinu, að talsverðan tíma tekur að gera þá upp og vinna úr þeim, einkum þegar það verður að gerast í hjáverkum. Þegar þetta er ritað (snemma í marz 1936), eru ekki farnir að berast búreikn- ingar frá árinu 1935, og er því ekki unnt að vita, hversu margir þeir kunna að verða, en eg geri mér vonir um, að þeir geti orðið allt að 30. Á þessu yfirliti sést, að búreikninga- haldið hefir ekki sýnt hraðfara framþró- un, enda er þess ekki að vænta, þar sem þetta er á algerðu byrjunarstigi hér, bæði hvað snertir form og annað. Tel eg þetta þó engu minni framfarir en hjá mörgum nágrannaþjóðum okkar, er þær hófu þessa starfsemi. Það er líka svo margt, sem hefir þurft að afla reynslu um á þessu sviði, og enn þá eru ýms vafaatriði, er snerta formin og uppgjörið, sem fram- tíðin verður að leysa úr. Og meðan að svo standa sakir, er eðlilegt og réttmætt, að framfarirnar séu hægar. Eg hefi orðið þess var, að meðal bænda er víða vaknaður mikill áhugi fyrir bú- reikningafærslu. Mun það meðal annars standa í sambandi við hin örðugu kjör, er bændur nú hafa víða við að stríða, og kröfur þeirra um framleiðsluverð fyrir afurðirnar. Á síðastliðnu sumri og hausti voru send út búreikningaform, til meira en 100 bænda, í öllum sýslum landsins, og fengu færri en vildu, því að fyrsta útgáfa form- anna er nú þrotin. Geri eg mér því vonir um, að hægt muni verða að gera upp 80— 100 búreikninga fyrir árið 1936. Og þar sem líkur eru til, að þeir verði úr öllurn sýslum landsins, má telja víst að þá fáist all-öruggur grundvöllur, til hagfræði- iegra upplýsinga viðvíkjandi íslenzkum landbúnaði. Mér er það fyllilega ljóst, að búreikn-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.