Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Síða 14

Freyr - 01.06.1936, Síða 14
116 F R E Y R ingaformin eru all-margbrotin og erfið fyrir þá, sem ekki hafa notið tilsagnar með færslu þeirra, eða í tvöföldu bókhaldi yfirleitt, enda heyrast meðal bænda radd- ir um það, að formin séu of sundurliðuð og torskilin og þau þurfi að breytast og verða einfaldari. — Til þess að bæta úr þessu, hefir verið ákveðið að gefa út ein- faldari form, ásamt nýrri útgáfu á þeim sundurliðuðu. Hefir Búnaðarfélag Islands falið mér að annast nauðsynlegan u'ndir- búning í því efni og útbúa form fyrir ein- falda búreikninga. Vænti eg þess að bæði formin geti komið út á næsta hausti. Vil eg nota tækifærið til þess að biðja þá menn, er hafa nýjar tillögur fram að bera um fyrirkomulag formanna, að koma þeim til mín, svo að unnt verði að taka þær til athugunar, því að búast má við, að all stórt upplag verði tekið af formun- um, er þau koma út, er duga muni í mörg ár. Til þess að búreikningsfærsla geti orð- ið almenn meðal bænda, er það nauðsyn- legt að í sveitunum sé völ á manni, er get- ur leiðbeint á þessu sviði og gert upp bú- reikninga fyrir bændur. í þessu skyni hef- ir verið byrjað á búreikninganámskeið- um. Á hlutverk þeirra að vera það að út- skrifa menn, helzt búfræðinga, er séu færir um að leiðbeina öðrum við færslu og uppgjör búreikninga. Fyrsta búreikn- inganámskeiðið var haldið að Hvanneyri á s.l. hausti (1935) og stóð það yfir í ca. 3 vikur. Á það voru einungis teknir bú- fræðingar, er höfðu lært nokkuð í bú- reikningafærslu áður, og var því um framhaldsnám að ræða. Sé um algerða byrjendur að ræða, tel eg varla hægt að komast af með minni tíma en 4—5 vikur. 12 ungir og efnilegir búfræðingar tóku þátt í námskeiðinu í haust og útskrifuð- ust af því. Slík námskeið þarf að halda á hverju ári og eru líkur til að svo verði gert. Væri hentugt að þau væru haldin víðar en á einum stað á landinu, svo að auðveldara yrði fyrir nemendur að sækja þangað. Má því vænta þess, að eftir nokk- ur ár eigi all margir bændur kost á leið- beiningum í reikningsfærslu heima í sveit sinni, eða í nágrannasveit, og geti ef til vill fengið hana sér að kostnaðarlitlu eða jafnvel ókeypis. Sem stendur hefir Bún- aðarfélag Islands heitið 30 kr. á ári til hvers þess bónda, sem er í búreikninga- félagi og nýtur leiðbeininga búreikninga- ráðunauts, er félagið hefir í þjónustu sinni. Er svo til ætlast, að þessi greiðsla gangi til hins leiðbeinandi manns, sem borgun fyrir starf hans, en bændur fái hjálp hans ókeypis. Hve hár þessi styrkur verður í framtíðinni er engu hægt að spá um, en vonandi er, að hann megi haldast sem næst þessú. Aftur á móti fá einstakir menn ekki þóknun frá því opinbera fyrir að halda búreikninga eða fá þá gerða upp, en sum búnaðarsambönd veita einhvern styrk í því skyni. Æskilegt væri það einnig, ef búnaðarsamböndin sæu sér fært að styrkja menn til þess að sækja búreikninganám- skeið, því að þau njóta ekki styrks af op- inberu fé, enn sem komið er. 3. desember 1935 samþykkti Alþingi lög um búreikningaskrifstofu ríkisins. Skal hún starfa undir umsjón Búnaðar- félags íslands, er feli ákveðnum manni að hafa á hendi stjórn hennar og veiti honum nauðsynlega aðstoð og starfsfé. Leggur ríkið fram allt að 3000 kr. árlega í þessu skyni. Hlutverk búreikningaskrif- stofunnar á að vera að leiðbeina bændum og gera upp búreikninga þeirra, eftir því sem við verður komið, og vinna úr þeim hagfræðilegar upplýsingar. Ennfremur að sjá um, að hentug form séu til og gang-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.