Freyr - 01.06.1936, Page 16
118
F R E Y R
Hestar heys af ha. í 2 sláttum
Ár fcirlendur túnvingull fsl. túnv. (nr. 4)
1931 50.38 52.56
1932 89.29 96.47
1933 67.66 69.49
1934 81.58 85.09
1935 56.53 61.18
Meðalt. í 5 ár 69.09 72.96
Hér kemur hið sama fram og með há-
liðagrasið, ísl. túnvíngullinn hefir vinn-
inginn þótt lítill sé. í sömu tilraun voru
3 aðrir fræstofnar og gáfu þeir allir
rúmum 3 hestum betur af ha. en erlendi
túnvingullinn.
Það er því auðsætt að innlent tún-
vingulsfræ af góðum stofnum, er minnsta
kosti eins gott til ræktunar og erlent fræ
af þessari tegund, þegar miðað er við
árangur þeirra tilrauna, sem gerðar hafa
verið síðustu 5 árin.
Samanburðartilraunir með íslenzkt og
amerískt vallarsveifgras hafa verið gerð-
ar frá 1931—35 og fer árangurinn hér
á eftir:
Hestar heys af ha. í 2 sláttum
Ár Ameriskt vallarsveifgras ísl. vallarsveifgras
1931 59.88 52.44
1932 73.74 68.04
1933 69.86 55.81
1934 77.88 75.01
1935 74.44 61.91
Meðalt. í 5 ár 71.16 62.64
Hér snýst dæmið við. Erlenda sveif-
grasið hefir að meðaltali gefið um
8,5 hestum meira af ha. en það íslenzka.
Stafar þetta mest af því, að ísl. sveif-
grasið er mun lávaxnara en það erlenda.
Amerískt vallarsveifgras er stórvaxið og
blaðríkt, en vafasamt þó hvort heyfallið
$r eins gott og af því íslenzka. Það hefir
að vísu ekki verið rannsakað, en eg get
vel búist við því, að ísl. vallarsveifgras
sé kjarnbetra fóður, marka eg það af
því, að það er dökkgrænt á lit en hitt
ljósgrænt.
ísl. snarrótarfræ hefir verið reynt í
samanburðartilraunum með háliðagrasi.
og öðrum grastegundum, og hefir það
getað gefið eins mikla uppskeru og há-
liðagras og túnvíngull. Það hefir ekki
verið borið saman við erlent snarrótar-
fræ, því það hefir ekki verið fáanlegt.
Samanburðartilraunir með blásveif-
gras hafa ekki verið gerðar, en þar sem
eg hefi sáð því eingöngu, hefir grasvöxt-
ur orðið mun minni en venja er með
aðrar grastegundir.
Hásveiígras hefir ekki verið reynt í
samanburðartilraunum með heymagn, en
ísl. hásveifgras virðist ekki vera minna
en erlent, það þroskar fræ á sama tíma
og háliðagras. Fræið af því hefir ávalt
spírað vel.
En hvernig hefir nú ísl. fræ-
Frælblandamr Jjlan(}an reyns£ JjJ tÚnrækt-
a miðað við fræblöndur af erlendu fræi?
Á árunum 1931—’35 hafa verið gerðar
tvær tilraunir þar sem stefnt hefir verið
að þessu viðfangsefni. (Sjá töflu á næstu
síðu).
Þessar tilraunir báðar hafa sýnt, að fræ-
blöndur af túnvingul, snarrót og vallar-
sveifgrasi til samans, megna ekki að gefa
eins mikla heyuppskeru eins og erlendar
fræblöndur, sem eru samsettar af stór-
vaxnari grastegundum, og kemur þetta
vel heim við erlenda reynslu. Aftur á
móti færist heyfengurinn nær blöndu S.
í. S. þegar háliðagras er haft sem ráð-
andi tegund í blöndunni, þó munar hér
að meðaltali 7 hestb. af ha., þegar ár-
angurinn er miðaður allur við þunga
uppskerunnar; aftur á móti má fullyrða.