Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Síða 18

Freyr - 01.06.1936, Síða 18
120 F R E Y R Sámsstöðum 1933, og er samsett þannig: Mjúkfax 19%, háliðagras 4.3%, vallar- foxgras 9.1%, vallarsveifgras 35%, og 32.6% túnvingull, allt. ísl. fræ nema vallarfoxgrasið. Nr. 3 eru 5 tegundir grasa, og þann- ig samsett: 25% vallarfoxgras, 10% vallarsveifgras, 10% hávingull, 35% túnvingull og 20% mjúkfax, sömuleiðis ísl. fræ nema vallarfoxgrasið. Nr. 4 samsett af 5 grasteg.: 15% vall- arfoxgras, 20% vallarsveifgras, 50% túnvingull, 10% mjúkfax og 5% snar- rót. Nr. 5 samsett af 4 grasteg. og allt ísl. fræ: 30% háliðagras, 30% hávingull, 20% túnvingull og 20% mjúkfax. Nr. 6 samsett af 5 grasteg. alt ísl. fræ: 10% háliðagras, 10% vallarsveif- gras, 35% hávingull, 35% túnvingull og 10% mjúkfax. Við gróðurathuganir, sem gerðar hafa verið kom í ljós, að þær tegundir voru ráðandi í heyinu sem mest var af í hverri blöndu að undanskildri blöndu nr. 2. Þar var á 3. ári frá sáningu vall- arfox- og háliðagras ráðandi, en 2. árið var mjúkfax ráðandi tegund í öllum ísl. fræblöndum. Það er alveg órannsakað hvernig hey- gæðin hafa verið frá hverri blöndu, en það má nú ljóst vera, af þeirri tilraun sem að framan er lýst, að það er hægt að framleiða það grasfræ hér á landi sem minnsta kosti getur gefið eins mikla uppskeru og erlent fræ. Vitanlega er hér um engan úrslita- dóm að ræða, aðeins, að sú litla til- raunareynsla, sem fengin er síðustu árin hér á Sámsstöðum bendir í þá átt, aS það er hægt að framleiða fræ af þeim grastegundum hér á landi sem til tún- ræktar getur gefið fullt eins mikinn uppskeruþunga og erlent fræ. Gildir þetta fyrir hreinræktun af háliðagrasi og túnvingul og þær fræblöndur, sem reyndar hafa verið 2 síðustu árin. Tilraunir með erlendar og innlendar fræblöndur á árunum 1925—1932 í Gróðrarstöðinni í Reykjavík hafa bent í sömu átt. Við þær tilraunr, sem að framan er getið um, hefir ávalt verið notaður til- búinn áburður og þær eru gerðar á tveggja ára bygg- og hafraræktuðum leirmóajarðvegi með meðal frjósemi. Reitastærð 20 m2 og samreitir 4 og 5. Áburður að meðaltali um 400 kg. nitro- phoska á ha. árlega. Skal nú vikið að fræfram- Frækræktin , ^ ^ ^ sjáif leioslunni. Þao sem sem ser- staklega torveldar frærækt hér á landi er óstöðugt tíðarfar. Sér- staklega eru votviðrin í júlí og ágúst sem oft hamla góðum árangri. Gæti eg vel trúað, að frærækt af túnvingul og vallarsveifgrasi mundi verða auðveldari í framkvæmd á Norðurlandi, og jafnvel gætu fleiri tegundir komið þar til greina. Fræ það, sem rannsakað hefir verið frá Norðurlandi hefir alltaf haft hærra gró- magn en sunnlenzkt, og stafar þetta ef- laust af tíðarfarinu. En þótt tíðarfar hér á Suðurlandi sé ekki hagstætt frærækt flestra tegunda, þá hefir þó fræ það, sem hér hefir verið ræktað í stöðinni oftast haft 60—90 % grómagn að undanskildumsmásýnishornum ýmsra stofna, er gróið hafa mun lakar. Yfirleitt virðist nauðsynlegt að þurrka fræuppskeruna vel, áður en sett er tii geymslu. Hafa nokkrar tilraunir sýnt nú síðustu árin, að fræ það, sem gróið hefir með 80% hefir aukið við grómagn sitt 10—12%, ef það hefir verið þurrk- að aukalega (þ. e. í viðbót við útiþurrk-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.