Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1936, Síða 19

Freyr - 01.06.1936, Síða 19
P R E Y R 121 unina). Verður því sú ráðstöfun sjálf- sögð, að þurrka fræið þetur eftir þresk- ingu, en slíkt hefir ekki verið hægt hér á Sámsstöðum, nema í smáum stíl, en það verður eftir tilraununum að dæma nauðsynlegt við frærækt í framtíðinni. Þó að ekki hafi verið hægt að fram- kvæma þessa ráðstöfun, enn sem komið er, með það fræ, sem hér er fram- leitt, þá hefir reynslan s>\ t að það hefir víðasthvar reynzt vel til ræktunar, og þau rúm 600 kg. sem framleidd hafa verið árlega 2 síðustu árin, svo eftirsókt af þeim, er reynt hafa áður, að nú um áramótin var öll framleiðslan frá í sumar upppöntuð. Það eru því meiri sannanir og fleiri en tilraunirnar einar, að ísl. fræ geti verið gott til ræktunar, en það verður að athuga það, að enn er grasfrærækt- in á frumstigi. Mikið má bæta hana í framtíðinni með kynbótum þeirra grasfrætegunda, sem hægt er að rækta fræ af hér á landi, og að öðru hafa reynst góðar til túnræktar. Hitt má og líka vera öllum þeim ljóst, er hlut eiga að máli, að það verður ekki nóg túnrækt, byggðri á inn- lendri frærækt, að ekki starfi nema ein tilraunastöð að framleiðslu grasfræs. — Verkefni mitt tel eg aðallega það, að finna góð kyn innan grastegundanna, og afla þekkingar á framkvæmd gras- fræræktarinnar. Þar er nú þegar nokk- uð áunnið, þó skammt sé farið af þeirri leið, er fara þarf í þessu máli. Fræræktin þarf að verða framleiðslugrein þeirra bænda, sem hafa áunnið sér þekkingu og leikni í ræktunarstörfum. Það er að vísu ekki ennþá búið að afla allrar þeirrar þekkingar, er þarf við ræktun allra þeirra grasfrætegunda, sem ná hér lífeðlislegum þroska, enda þess tæpast von, þar eð frærækt af þeim er aðeins í byrjun. Skal nú minnst á þær tegundir sem lengst hefir verið unnið með. Háliðagras hefir verið ræktað hér á landi til fræöflunar síðan 1923. Það þroskast nokkuð misjafnt og er því fræ- rækt af því fremur erfið í framkvæmd. Það er venjulegast fullþroskað 1.—8. ágúst. Fræuppskera hefir verið venju- lega um 300 kg. af hreinsuðu fræi af ha. í tilraunum hefir þó frærækt af því getað gefið 650 kg. af ha. ísl. ræktað háliðagrasfræ er eins stórt og stundum stærra en erlent, venjulega hefir það gróið með 80—90%. Raðsán- ing reynist bezt. Fræ hefir verið tekið af sömu rót í 5 sumur. Háliðagrasið skilar ágætu fræi af mýrarjörð og er í því frábrugðið vallar- sveifgrasi og túnvingul. Túnvingullínn hefir verið reyndur til fræræktar jafnlengi og háliðagrasið. Hann ber þroskað fræ venjul. ca. 2 vik- um seinna en háliðagrasið. Bezt reynizt að rækta hann í röðum og hafa minnsta kosti 50 cm. milli raða. Hann gefur fræ aðallega annað hvort ár. Ef honum er dreifsáð, verður frætekjan mun minni og fræið ekki eins hreint. Frætekjan hefir orðið mezt 500 kg. af ha. í tilraunum en venjulega ekki meiri en um 300 kg. annað árið, hitt árið hefir frætekjan orðið um og undir 100 kg. af ha. Fræ- akrar af túnvingul endast venjulega ekki lengur en 4—5 ár, eftir þann tíma eru komnar aðrar grastegundir með tún- vinglinum, er draga úr frætekjunni. Grómagn venjulega 65—95%. Vallarsveifgras hefir meira og minna verið ræktað til frætekju síðan 1924. Raðaræktun af því reynizt torveld, því að næstum er ókleift að halda röðunum

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.