Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1936, Page 20

Freyr - 01.06.1936, Page 20
122 F R E Y R hreinum, vegna þess að það hefir sterk- ar jarðrenglur, sem spretta út úr röðun- um. Breið- eða dreifsáning til frærækt- ar hefir því mezt verið notuð. Frætekj- an hefir orðið 350—375 kg. af ha. nú undanfarin 2 ár. Grómagn fræsins hefir reynzt misjafnt og oft lágt. Síðan farið var að þurrka vallarsveif- grasið á hesjum hefir grómagnið orðið meira en áður. Þó grær það alltaf ver en aðrar frætegundir. Hesjuþurrkað fræ hefir gróið með 65—75%. Fræið mun stærra en erlent. Frærækt af vallarsveifgrasi er bezt framkvæmanleg á sandkenndri jörð, og virðist það vera skilyrði fyrir að fræið verði gott. Kemur og svipað fram með túnvingul, bezt verður fræið ef hann hefir þroskast á sendinni jörð. Fræræktin undanfarin ár hefir aðal- lega verið með þessar 3 teg. g-rasa, og má segja að hún hafi gengið fremur vel, ef haustin hafa ekki verið of rigninga- söm, en aftur á móti heppnast ver þeg- ar síðari hluti sumars hefir verið kaldur og úrkomusamur (t. d. eins og 1933). Aðrar þær tegundir, sem lítilsháttar hefir verið ræktað fræ af eru blásveif- gras, hásveifgras, stórtoppað sveifgras og snarrót. Allar þessar tegundir þroska ágætt fræ, en eins og fyrr er getið, er blásveifgrasið ekki góð tún- jurt. Hásveifgrasið, stórtoppaða sveif- grasið og snarrótin gefa töluvert minna fræ af sér en túnvingull og vallarsveif- gras, en fræ þessarra tegunda hefir þó oftast getað gróið vel. Kem eg þá að þeim teg., Frærækt af gem eg tók til ræktunar, og erlendum ___ r„.. , . stofnum. rannsokna 1929. Til rækt- unarinnar fekk eg fræ frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Skal nú minnst á hverja fyrir sig. Af hávingul hafa verið reyndir 14 fræstofnar og margir þeirra reynst vel. Fræi af beztu stofnunum hefir verið sáð í samanburðartilraunir með hey- magn og árangurinn orðið sá, að hann hefir gefið meiri heyþunga af ha. en allar aðrar grastegundir sem hér hafa verið reyndar á undanförnum árum. 1 fræblöndum hefir hávingullinn reynst vel. Hávingullinn hefir gefið fræ af sömu rót nú í 4 sumur. Frætekjan hefir mest orðið 700 kg. af ha. en minnst 115 kg. Er hér allmikiil munur á stofnum. Hann hefir náð fyllilega þeirri stærð, sem venja er að fræið hafi erlendis. Gró- magnið hefir reynst nokkuð misjafnt. Mesta grómagn 88%,! en minnsta 26%. Geri eg mér góðar vonir um að beztu stofnarnir, sem nú eru hér í ræktun, geti myndað góðan grundvöll undir inn- lenda frærækt. af þessari tegund. — Þroskast venjulega 20.—30. ágúst. Strandvingull hefir verið reyndur til fræ- og túnræktar. Er þessi tegund svip- uð hávinglinum og er einhver sú þrótt- mesta graslendisjurt sem eg hefi séð. Frærækt er lítil ennþá, en mér þykir líklegt, að fræ megi rækta af honum með góðum árangri. Útiþurrkað fræ hef- ir gróið með 45—78%. Enskt rýgresi hefir verið reynt til fræ- ræktar síðan 1930, og alltaf borið full- þroska fræ. Þroskast venjulega fyrstu dagana í sept. Frætekjan hefir getað orðið 800—900 kg. af ha. Jaðar rýgresi, sem ræktað hefir verið til heytekju síðan 1932 heldur sér enn ágætlega. Til fræræktar endist það ekki lengur en 2 sumur. Bezt er að raðsá fræ- inu til fræræktar. Þá hafa verið reyndir allmargir fræ- stofnar af vallarfoxgrasi og axhnoða- punti. Frærækt af báðum tegundunum

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.