Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1936, Side 22

Freyr - 01.06.1936, Side 22
124 F R E Y R Þar sem vatnsleiðsla er á bæjum og nægur vatnsþrýstingur, þarf viðbúnaður- inn ekki að vera annar en sá, að hafa til vatnsslöngur, sem hægt er að tengja við vatnsveitu bæjarins. Lengd slöngunnar (eða slanganna, ef fleiri eru) þarf að miðast við það, að unnt sé að ná með hana hvarvetna um húsið (bæinn), þar sem lík- legt er, að eldur gæti komið upp. Eftir því sem vatnskranar væru á fleiri stöðum inn- an húss, eftir því gæti slangan verið styttri, enda ekki öruggt talið, að hver slanga sé lengri en 10—15 metrar. Til þessa má hafa venjulegar garðslöngur, en ekki mega þær vera mjórri en 1” á vídd. Með tilliti til brunavarna út frá innan- húss-vatnsveitu, er bezt að hafa vatns- kranana sem víðast innan húss og á ein- um stað a. m. k. utan húss. En gæta þarf þess, að utanhússkranar séu frostfríir. Þar sem vatnsleiðslur eru í gripahús- inu, getur svona útbúnaður orðið til varn- ar eldsvoða, svo og í viðföstum heyhlöðum. Bezt væri að hafa vatnskranana með skrúfugangi, og þá skrúfuskorið tengi- stykki á öðrum slönguendanum, en málm- stút innan í hinum. Við venjulega vatns- krana má komast af með að binda slöng- una utan um stútinn á krananum, en vel og vandlega þarf að festa slönguna á stút- inn, svo að hún spýtist ekki framan af, þegar vatnsþrýstingurinn kemur á. Til þessara einföldu brunavarnatækja er fljótlegt að grípa, sé þess gætt, að slöng- urnar séu jafnan geymdar á vísum stað, sem allt heimafólkið veit um. Gæta verð- ur þess, að ekki komi raki að strigaslöng- um, því þá fúna þær fljótt. Bezt er að vef ja þær í hring og láta hanga á þili, á tré- nagla eða tréuglu. Við jarðamatið 1930 mun hafa verið vatnsleiðsla á nálægt því þriðja hverjum MCNIÐ AÐ B bæ. Efalaust bætast við árlega vatnsleiðsl- ur á allmörgum bæjum. Þar sem ekki er vatnsleiðsla á sveita- bæjum, þar verður naumast verulega öðru við komið til varnar útbreiðslu elds, en að hafa við hendi sérstök (kemisk) slökkvi- tæki. Þau kosta talsvert fé (60—100 kr.), og þurfa hleðslu jafnan á eftir notkun, og sum jafnvel á tilteknum fresti. Fyrir eldvarnarviðbúnað af hvorutveggja þessu tagi gætu menn vænst afsláttar á brunabótaiðgjöldum. í reglugerð Brunabótafélags íslands eru heimilaðir afslættir af iðgjöldum fyrir einka-brunavarnir, sem félagið samþykk- ir, — allt að 10 %. Gildir það auðvitað jafnt fyrir einkabrunavarnir í kaupstöð- um og kauptúnum sem í sveitum, og jafnt hvort sem framkvæmd er á um almennar brunavarnir eða ekki. Til að forðast upptök elds, verður ekki öðrum vörnum við komið en tryggilegum umbúnaði um eld og eldstæði og skynsam- legri varúð í allri umgengni um eld og með eldfima hluti. Aftur á móti, til þess að bæla og slökkva eld, sem upp hefir komið, skiptir mestu, að takast megi að gjöra það strax, eða svo fljótt, að eldurinn nái ekki til að útbreið- ast. Skiptir þá miklu máli, að sá, eða þeir, sem viðstaddir eru, láti sér ekki verða hug- hvarf, heldur fái haldið ró sinni og hug- kvæmni til þeirra úrræða, sem völ er á til varnar. Og vitneskjan um það, að til einhverra sérstakra tækja sé að grípa til varnar, styður mjög að því, að ekki fatist framkvæmdin. Að miklu liði til að bæla niður eldsupp- tök, gæti það verið, að hafa jafnan á vísum stað, þar sem allt heimilisfólkið vissi um, sérstaka ábreiðu eða brigði, sem kasta mætti yfir eldinn. Þar sem ekki er hægt ORGA FRE Y. —»

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.