Freyr - 01.06.1936, Qupperneq 24
126
FEEYE
svo víst, hvort hagur væri að því almennt
fyrir bændur að gelda hrútlömb sín, að
rétt væri með þeirri vitneskju á málinu,
sem þá lá fyrir, að hvetja þá til þess. Eg
lagði því enn til, að málið yrði rannsakað.
Bréf mitt var lagt fyrir Búnaðarþing á-
samt bréfi S. I. S. Eftir að málið þar hafði
fengið meðferð í nefnd og verið rætt, var
samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Búnað-
arþing skorar á Búnaðarsamböndin, að
beita sér fyrir því, hvert á sínu sviði, að
gelt verði þegar á næsta vori nægilega
margt af hrútlömbum, til þess að fá sam-
anburð á kjötgæðum og vænleik geldinga
og hrúta við slátrun og sölu þeirra, eftir
reglum, sem Búnaðarfélag íslands setur“.
Reglur þær, er um getur í greininni, voru
svo sarndar. Var ætlast til þess, að lömbin
væri vegin nýborin og merkt með sínu sér-
merki, annað hvort hrútlamb væri gelt, og
þess gætt, að velja saman hrútlamb og
geldingslamb, sem hefðu verið sem næst
jafnþung nýborin og væru undan sem lík-
ustum ám. Að haustinu var ætlast til að
öll lömbin yrðu aftur vegin lifandi, síðan
hver skrokkur, en heildarþyngd kæmi af
gærum og mör af hverjum flokki. Enn
fremur, að fram færi mat á hverjum
skrokk, er segði til um, hvar þeir hefðu
lent í flokk hvað gæði snerti. Eyðublöð til
að færa þetta á, voru send samböndunum,
og þau beðin að setja sig í samband við
Kaupfélögin svo hægt yrði að fá nægar
upplýsingar um þyngd skrokkanna og
og flokkun að haustinu. Áleit eg nú, að
málið væri í góðu gengi, og eg mundi fá
upplýsingar, sem á mætti byggja og gæti
svo fyrir vorið 1936 sagt ákveðið, hvort
rétt væri að gelda sláturhrútlömbin að vor-
inu eða ekki.
En þetta hefir farið nokkuð á aðra leið.
í haust er leið komu fáar skýrslur, og 13.
febr. var svo samböndunum skrifað og
kallað eftir þeim. Svör eru nú væntanlega
komin frá öllum; sem skýrslur hafa, og
alls eru það þá 5 menn, sem nú hafa gert
þennan samanburð. Eru það þessir: Eyj-
ólfur Þorsteinsson Melum, N.-Múl., Jón Kr.
Jónsson á Másstöðum, A.-Hún., Jóhann-
es Davíðsson Hjarðardal, V.-ísafjs., Ás-
geir H. Jónsson Valshamri Snæf. og Magn-
ús Guðmundsson Miðdalsgröf, Strandas.
Frá Helga Haraldssyni á Hrafnkellstöðum
hefi eg líka fengið samanburð á gelding-
um og hrútum, og frá nokkrum öðrum á
fáum lömbum frá hverjum, svo alls hefi
eg samanburð á 134 geldingslömbum við
jafnmarga hrúta, sem teknir hafa verið
til samanburðar.
Vitanlega eru þetta allt of fá lömb til
þess að fullyrða megi um það, hver niður-
staða yrði á heildinni. Auk þess er ýmsu
áfátt við samanburðinn, sérstaklega að því
er flokkun skrokkanna snertir í frost, og
kjöt er alls ekki fryst á nokkrum stöðum,
þar sem samanburðurinn hefir verið
gerður. Það getur því orkað tvímælis,
hvort rétt er að birta nú niðurstöður og
draga ályktanir af þessum rannsóknum,
en þó hygg eg að það sé rétt. Eg mun því
reyna að draga saman hér á eftir það, er
eg tel að ráða megi af þessum rannsókn-
um, og athugunum manna, sem hafa tek-
ið á móti kjöti, þar sem geldingar hafa
komið á sláturhús, án þess þó að hafa töl-
ur til að styðjast við.
Það, sem eg þá tel að óhætt sé að segja
nú, er þetta:
1. Geldingsskrokkarnir eru að sögn
allra útlitsfallegri og betur hæfir til að
seljast á enskum freðkjötsmarkaði en
hrútsskrokkarnir. Því má ætla, að ef þeir
væru mikill hluti af heildarkjötinu, þá
mundi fást hærra verð fyrir hvert kíló-
gramm þess en ella. Þetta atriði skiptir
mjög miklu máli nú. Það er ákveðinn