Freyr - 01.06.1936, Blaðsíða 26
128
PREYR
Rúning fjárins og ullarsalan
í vor.
í næsta mánuði kemur að því, að menn þurfa
að fara að rýja féð. Það þarf að gerast á réttum
tíma. Féð þarf að vera orðið fyldt. Þegar ær eru
rúnar of snemma, þá geldast þær, sérstaklega ef
kuldi eða hrakviðri koma upp á, og það getur
orðið til þess að þær geldist óeðlilega og lömbin
verði þess vegna lélegri að haustinu. Forðist að
láta það koma fyrir í vor.
Síðustu ár hefir nokkuð borið á því, að menn
hafa trassað að rýja. Mönnum hefir fundizt ull-
arverðið svo lágt, að það ekki borga íyrirhöfnina
við samanrekstur og rúning. Því hafa margir
markað löm'bin um leið og ærnar báru, og síðan
látið ráðast, hvort í þær náðist við rúning eða
ekki. Þetta hefir orðið til þess, að fleiri og fleiri
ær hafa sézt í tveimur reyfunum að haustinu.
Þetta ættu menn ekki að gera. Fyrst er nú það,
að það háir ánum, og þó sérstaklega þeim mis-
litu. Þær verða ekki eins vænar að haustinu séu
þær í tveimur reyfum og ella. En þess utan getur
hlotist af þessu slys og vanhöld. A ferðum mín-
um hefi eg cvívegis að sumri orðið til þess að
losa ær uppi á reginfjöllum úr ullarhöftum, sem
hefði áreiðanlega riðið þeim að fuilu, hefði mig
ekki borið að. Enginn veit, hvað þannig mis-
ferst, en það eru handvammavanhöld, sem bónd-
inn getur losnað við, hirði hann um að rýja að
vorinu. Látið því ekki trassaskap og hirðuleysi
verða til þess, að þið eigið fleiri ær í ullu en
fæst þarf að vera. Og aðgætið, að það er slæm
meðferð á ánum, sem ykkur er trúað fyrir, að
rýja þær ekki.
komið, ef fleiri vildu gera samanburð á
geldingum og hrútum í sumar. Þarf þá
að gæta þess, að samanburðarlömbin
séu undan sem allra líkustum ám, sama
hrút og sem allra jöfnust nýborin. Allar
skýrslur, sem mér berast um þetta efni
að hausti eða vetri, eru þakksamlega
þegnar, og fái eg einhverjar, mun eg
vinna úr þeim og birta niðurstöðurnar.
Páll Zóphóníasson.
Verkun ullarinnar ber að vanda sem bezt. Sum-
ir bændur hafa selt ull sína óþvegna. Það ætti
enginn að gerar Það borgar sig ekki, eða a. m. k.
mjög sjaldan. I fyrra var gefið fyrir óþvegna ull
1.00 kr. pr. kg. Nokkrir bændur seldu fyrir það
verð. Nú sýnir það sig, að bændurnir hafa fengið
um 2.00 kr. fyrir kg. af hvítri ull (frá 1.80 til
2.15), og sjá þá allir, að illa hefir það borgað sig,
að selja hana óþvegna á kr. 1.00 pr. kg. Nú eru
ekki líkindi til að minna fáist fyrir ullarkg. en í
fyrra. Meiri líkindi til hins, að hún hækki. Bænd-
ur ættu því að gæta vel að, hvað þeir gera, áður
en þeir selja hana óþvegna. I því sambandi er
vert að benda á það, að þó að ullarþvotturinn taki
tíma og sé erfiður, þá er það vinna, sem fram-
kvæmd er af heimafólki, og ekki á sama hátt út-
lagður eyrir, og það er beint inn’borgað í búið,
sem meira fæst fyrir ullina bvegna en óþvegna.
Eg vil því nú, áður en fjárragið og vorstörfin
við féð byrjar, ráða bændum til þess:
Að rýja ekki of snemma
Að trassa ekki að rýja
Að selja ullina þvegna og vel verkaða, en ekki
óþvegna,
Að reka féð á fjall, en sleppa því ekki í heima-
haga, eins og því miður hefir ágerzt í
seinni tíð. Páll Zóphónlasson.
Bólusetjið lömbin í vor.
Reynslan hefir sýnt, að með því að bólu-
setja lömbin að vorinu, má fyrirbyggja að þau
drepist úr bráðafári að sumrinu og framan af
haustinu. Þess vegna eiga allir þeir bændur, sem
búa á jörðum, sem pestarhætta er á, að bólusetja
unglömbin að vorinu. Með því eru þau líftryggð
yfir sumarið og haustið.
í vor grær snemma. Þvi eru likur til, að grös
falli lika snemma.
Reynslan sýnir, að því fyrr sem grösin sölna
að haustinu eða sumrinu, því fyrr byrjar bráða-
fárið að gera vart við sig. Bændur geta því bú-
izt við því, að pest byrji snemma í haust, og því
getur líka verið ástæða til að bólusetja á bæjum,
sem pestin venjulega gerir lítið eða ekki vart við
sig á. —
Athugið þetta, bændur góðir. „Ekki veldur sá
er varar“. Páll Zóphóníasson.
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.P.