Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1938, Side 3

Freyr - 01.02.1938, Side 3
»Mre/n« mjólk. Heilsufar manna og líkamleg líðan veltur mikið á því, að þeir neyti hollrar fæðu, í hæfilegum mæli og reglubundn- um máltíðum. Mjólkin er ein allra algengasta fæðu- tegundin og sú ,,frumlegasta“, því að það er hún, sem náttúran Jeggur barninu til úr móðurbrjóstunum þegar frá fæð- ingunni. Engin ein fæðutegund jafnast á við mjólkina að því leyti að geta full- nægt allri næringarþörf mannsins, og svo er hún holl — þegar hún er hrein og ó- menguð — að um hana má með réttu segja, að þar sé hollusta og heilsubót í hverjum dropa. En mjólkin er holl og góð næring fyrir aðrar og fleiri lifandi verur en mennina - og önnur spendýr, sem náttúran leggur móðurmjólkina til — af því hún er svo fullkomin næring. Þessvegna m. a. leita ýmsar gerlategund- ir sér lífsviðurværis í mjólkinni, lifa þar góðu lífi, við alveg ótrúlega fjölgun, og þessvegna er komist svo að orði, að mjólkin sé „næm" fyrir gerlum og yfir- leitt öllum ,,óhreinindum“. Sumir þessir gerlar geta verið góðir og gagnlegir, mönnunum, en aðrir skaðsamlegir, en um það verður ekki rætt hér almennt. Berkla- gerillinn er einn af skæðustu óvinum mannanna, svo sem kunnugt er, og naut- gripir eru einnig móttækilegir fyrir berklaveiki. Þar, sem berklaveikin er út- breidd í nautgripum, verður það eitt fyrsta vígið, sem þarf að vinna í stríðinu við mannaberklana, að útrýma berkla- veikum nautgripum, og til þeirrar baráttu er víða varið stórfé. En þótt nautgripirnir séu „hreinsaðir", eða þeir séu án slíkrar hreinsunar lausir við berklaveiki, eins og talið er að ísl. nautgripir séu að miklu leyti, þá eru ótal leiðir aðrar til þess að berklagerillinn komist í mjólkina, og þegar mikil brögð eru að þeim og öðrum skaðsemdargerlum, þá má jafnvel segja um þenna, í sinni hreinustu mynd dásamlega lífselexír — mjólkina — að hún hafi dauðann falinn í hverjum dropa, í stað hollustu og heilsubótar. Þegar framleiðandinn notar alla mjólk- ina fyrir sig og heimili sitt, á hann að vísu sjálfur mest á hættu, ef mjólkin er „óhrein“, en þó er langt frá að það mál komi ekki öðrum við, og sé mjólkin mark- aðsvara, sem seld er frá framleiðendum til neytenda, eins og hún er nú hvervetna að meira eða minna leyti, þá er þó enn brýnni nauðsyn að gera þær ráðstafanir sem fært er að gera, til þess að tryggja það að mjólkin sé holl og góð vara — heilsudrykkur og ekki heldrykkur. Af því, sem hér er drepið á, í fáum orð- um, ætti að vera augljóst að mjólkur- framleiðendum ber skylda til að gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að framleiða hreina og holla mjólk, en þeir eiga þá líka heimtingu á því, ef þeir selja mjólk sína til mjólkurbúa, að þau prófi gæði mjólkurinnar og flokki hana og verðleggi eftir gæðum og hollustu. Og sömu kröfu eiga neytendur.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.