Freyr - 01.02.1938, Side 16
30
PREYR
yrði eða vilji til þess að fóðra ærnar
vel á vetrum.
Hinn dýrmæti eiginleiki einblending-
anna, bráðþroskinn, nýtur sín ekki, ef
lömbin fá ekki næga næringu, vegna
illra náttúruskilyrða eða af manna völd-
um.
Bændur, sem notið B. L. hrútana,
munið að magrar tvílembur geta ekki
mjólkað tveimur einblendings lömbum
nægilega. Fóðrið ærnar vel. Það þurfa
að vísu allir bændur að gera. Það mun
borga sig. En raun mun bera vitni um
það, að einbl. lömbin geti borgað betur
bætt fóður mæðra sinna, en hreinkynja
ísl. lömb.
Border-Leicester féð hefir reynzt
sæmilega til einblendingsræktar við ís-
lenzkt fé. Stórt fé þarf að öðru jöfnu
betri lífsskilyrði en smátt. Það er því
furða, hve vel Border-Leicester fjárkyn-
ið hefir reynzt, þar eð það er bæði stórt
og þurftarfrekt. Sýnir það, að það ætti
að vera hægt að framleiða ágætt dilka-
kjöt á Islandi, ef rétt væri að farið.
Má búast við góðum árangri, ef hægt
væri að nota smátt, þéttvaxið holdafé
til einblendingsræktar. En það er eng-
um vafa bundið, að íslenzka féð má
stórbæta með úrvali og heppilegri með-
ferð.
Æskilegast væri, að geta farið báðar
leiðirnar samtímis.
P.t. Cambridge 30. des. 1937.
Halldór Pálsson.
Munið að borga blaðið!
Hentugast er að ávísa árgjaldsgreiðsl-
unni af jarðabótastyrk.
Sláturféð 1937.
Skýrslu þá, er hér fylgir, hefir hlaðiö fengið
hjá formanni kjötverðlagsnefndar. Pylgdu henni
nokkrar ábendingar um athugasemdir og skýr-
ingar og er stuðst við þær í því, sem hér verður
tekið fram um skýrsluna.
Það, sem fyrst vekur eftirtekt, þegar skýrslan
er athuguð í heild og borin saman árin 1937 og
1936, er það að s.l. haust er slátrað þvínær 40
þús. dilkurn og um 22,6 þús. fullorðins fjár
fleira en 1936. Meðalvigt dilkskrokkanna má
heita hin sama bæði árin, en þó ívið minni síð-
ara árið. A vænleika fullorðna fjárins er eng-
inn samanburður, en formaðurinn upplýsir aö
kjötmagnið hafi numið alls 5300 smálestum 1936
en 6300 smálestum 1937. (1934 var það 5200
smál. og 5000 smál. 1935). Útfrá dilkatölunni og
meðalþunga dilkskrokkanna má reikna sér til
hvemig kjötmagnið skiftist á dilka og fullorðið
f'é og verður það þannig:
Á diTka. Á fullorðið. Alls.
1936 4788 smál. 512 smál. 5300 smál.
1937 5318 smál. 982 smál. 6300 smál.
Síðan má reikna út meðalskrokk af fullorð-
inni kind, og útkoman verður fyrra árið 20,42
kg., en hið síðara 20,61 kg. Lítur þá út fyrir að
fullorðna féð hafi verið öllu vænna haustið 1937.
Þar sem nú undirstöðutölumar (heildarþunginn)
eru taldar í heilum smálestum, er þó ekki víst að
svo hafi verið, en sú niðurstaða er sennilega
nærri lagi að meðalskrokkþungi fullorðna fjár-
ins sé um 20,5 kg.
Tvær aðal-orsakir eru til þess, hversu miklu
meiri slátranin er 1937, en árið áður, þ. e. rír
heyskapur yfir mikinn hluta landsins og svo
mæðiveikin, sem stöðugt breiðist út. Á hennar
svæði er nú slátrað um 17000 fjár fleira en
1936. Á Þórshöfn er færra sláturfé síðara árið
og kemur af því, að í þeim sveitum, er þangað
reka sláturfé, voru mikil brögð að lungnabólgu
í sauðfé í fyrra og mikið um lambalát. I sam-
bandi við breyttar samgöngur verður nokkur til-
færzla á sláturfé frá einum sláturstað til ann-
ars og skal hér aðeins bent á slátrunina í Hólmi
á Síðu. Þar var nú slátrað hátt á 6. þúsund fjár
úr austursveitum Vestur-Skaftafellssýslu, sem áð-
ur hafa rekið fé sitt til Víkur. En í fyrra kom
hinn alkunni atorkumaður Bjami Runólfsson upp