Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1938, Qupperneq 11

Freyr - 01.02.1938, Qupperneq 11
FRE YR 25 aðferð getur auk þess því aðeins komið til greina, að skinnaframleiðslan sé bund- in við 1. liðs blöndun. Þar sem nú ekki er hægt að sjá skinnið á lambinu, á með- an það er í móðurkviði, verður það hrein tilviljun, hvort heppnast að drepa ána á réttum tíma. Skinnið getur því alveg eins orðið verðlaust eins og verðhátt. Eg hefi heldur ekki heyrt þess getið, að þessi að- ferð sé annasstaðar notuð, enda þykir mér sennilegt, að þessi tilraun í Rogalandi gangi aðallega í þá átt, að láta refarækt og Karakulrækt styðja hvor aðra. Um síðustu aldamót var Karakulfé flutt í fyrsta sinn inn í Þýskaland. Var það dýraræktarstofnun háskólans í Halle, sem ílutti féð inn og tók þegar að rækta hað með strangvísindalegri nákvæmni, og með svo góðum árangri, að nú er þýska Karakulféð talið taka öllu öðru Karakulfé fram, enda selzt fé þaðan — með vaxandi eftirspurnum — út um allan heim. — Stofnunin í Halle hefir ekki ein- ungis selt fé til flestra landa í Evrópu, heldur og til Suður- og Norður-Ameríku, Afríku og til Java. I Halle er stofninn ræktaður hreinn, en auk þess hafa verið gerðar fjölþættar til- raunir með blendingsrækt, ekki einungis með þýzkum fjárkynjum, heldur og er- lendum. Sem dæmi um þá nákvæmni, sem höfð er við þessar tilraunir, skal þess getið, að Ijósmynd er tekin af hverju ein- usta lambi, sem ætlað er til lífs, og auk þess er skrifuð af því nákvæm lýsing, sér- staklega af gerð, vexti og legu háranna. Karakulkindin, þótt fullvaxin sé, er sem sé fyrst og fremst dæmd með tilliti til þess, hvernig hún leit út nýborin. 1 fyrstu óttuðust menn að Karakulféð mundi ganga úr sér við mjög breytt lífs- skilyrði, endaþótt stofninn yrði ræktaður hreinn.Sérstaklega var óttast um að hára- lagið mundi breytast undir mikið breyttu loftslagi. Menn bjuggust jafnvel við að fóðurbreytingin mundi hafa áhrif í þessa átt. í Turkestan lifir féð sem sé aðallega á saltríkri, hálmkendri jurt, og drykkjar- vatnið er auk þess salt. En þau 35 ár, sem búið er að rækta Karakulfé í Þýzkalandi, hefir ekki orðið vart við nokkra úrkynjun í þessa átt. Þýzkt Karakul-lambskinn. Meffal lokkastœrð. Verð skinnanna fer fyrst og fremst eftir gæðum — burtséð frá þeim verð- sveiflum, sem vera kunna á markaðinum — en auk þess hefir mikið að segja að skinnin séu vel flokkuð. Eitt eða tvö skinn, þótt ágæt séu, seljast tiltölulega lægra verði en 10—20 skinn, sem öll eru að sömu gerð. 1 fullsíða kvenkápu þarf 22—24 skinn, sem öll verða að vera nákvæmlega af sömu gerð. Hafi maður því á boðstólum

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.