Freyr - 01.02.1938, Page 8
22
F R E Y R
Um Karakulfé.
(Flutt í útvarpi 13. júlí 1937).
Til þess að fyrirbyggja allan misskiln
ing, skal það þegar tekið fram, að eftir-
farandi erindi flyt eg sem leikmaður, og
verður það því að skoðast í því ljósi.
En tilgangurinn með erindi þessu er
meðal annars sá, að miðla nokkrum al-
mennum fróðleik, aðallega sögulegum,
um Karakulfé, en þó einkum að eyða
þeim mikla misskilningi, er breiðst hefir
út um landið í sambandi við þá tilraun,
sem hér átti, eða á að gera með ræktun
Karakulfjár.
Austur í Asíu er landsvæði, er nefnist
Turkestan. Liggur það austur af Kasp-
iskahafinu, að landamærum Persíu, Ind-
lands og Kína, en að norðan tekur hin
rússneska Síbería við. Landsvæði þetta
skiftist í ríki, sem flest lúta rússneskum
yfirráðum. Meðal þessara ríkja er Chiwa,
sem liggur suður frá Aral- eða Eyjavatn-
inu, og ennfremur Buchara, sem liggur
suðaustur af Chiwa. Þessi tvö ríki skilur
Amufljótið, en það kemur ofan úr Pamir-
fjöllum, milli Buchara og Afghaníu, og
fellur niður milli Buchara og Chiwa, norð-
ur í Aralvatnið.
Meðfram Amufljótinu, bæði í Chiwa
og Buchara, eru víðlendar gresjur; þar
eru aðalstöðvar Karakulfjárins. Þar er
bezti frumstofninn, ef þannig má komast
að orði.
Nafnið Karakul er borgarheiti í Suð-
ur-Turkestan. En féð gengur ekki undir
þessu nafni í átthögum sínum; þar nefn-
ist það Arabi, og þykir það benda til þess,
að féð sé upprunnið í Arabíu, eða hafi
verið flutt af Aröbum til Turkestan.
Hér skal ekki farið inn á þá braut að
lýsa Karakulfénu verulega, þess skal að-
eins getið, að bygging þess þykir ófögur
og ekki traust. Fegursti hluti kindarinn-
ar er höfuðið, enda getur það verið fal-
legt, og stingur þá mjög í stúf við aðra
líkamshluti.
En þrátt fyrir hina óreglulegu, og að
því er virðist ótraustu byggingu, hefir
Karakulféð reynst furðu harðgert og þol-
ið, þó það sæti misjafnri meðferð og
breytilegu loftslagi. Enda sætir það
hvergi meira harðrétti en einmitt í átt-
högum sínum.
í Turkestan kemst sumarhitinn upp yf-
ir 50 stig í skugganum og vetrg,rfrostin
ná 20 stigum. Auk þess eru hitabrigði
dags og nætur oft mjög mikil. Á daginn
ofsa hiti, á næturnar nístings kuldi. Á
vetrum koma og fyrir snjóbyljir.
Fénu er ekki veitt húsaskjól; í hæsta-
lagi er um ómerkilegt þakskýli sem skjól
gegn úrkomu að ræða, því votviðri falla
Karakulfénu illa, og blautlenda haga þol-
ir það alls ekki vegna klaufanna, sem eru
mjög viðkvæmar gegn bleytu. — I Tur-
kestan er úrkoman lítil, svo oft ganga
langvinnir þurkakaflar, er þá lítið eða
ekkert drykkjarvatn fáanlegt, en gróður-
inn visnar upp, svo litla eða enga næringu
er um að ræða fyrir fénaðinn. Er algengt
að fé falli í stórum hópum úr hungri og
þorsta, því ekki kemur til mála að sjá því
fyrir fóðri, og er hér um trúarbragða-
atriði að ræða. „Allah er stór“! „Allah er
þetta þóknanlegt", og það kemur vitan-
lega ekki til mála að taka fram fyrir
hendurnar á Allah.
Hér er því náttúruúrval í gangi. Veikl-
aða féð drepst, en það harðgjörðasta lifir.
Einn er sá líkamshluti Karakulkindar-
innar, sem minnast verður á, en það er
rófan. Hún er löng og hlykkjótt — eða
nánar sagt S-mynduð. Á regntímanum,
þegar grasvöxturinn er mestur og kind-
in hefir yfirdrifið fóður, safnast fita á-
rófuna, svo hún verður all-fyrirferðar-