Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1938, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1938, Blaðsíða 13
F R E Y R 27 44 st. á 1 RM 44 115 — - 2 — 230 14 — - 4 — 56 4 . 7 — 28 2 — - 15 — 30 10 — - 20 — 200 13 — - 23 — 299 202 st. 887 RM Meðalverð þessara skinna átti þannig að verða 4,39 RM, sem með gengi 1,79 hefðu orðið 7,86 ísl. krónur. Frá þessu brutto verði hefði svo dregist sölukostn- aður, ef til sölu hefði komið. En um þetta leyti héldu Þjóðverjar sérstaklega fast á gjaldeyri sínum og það svo að skinnaverðið fekkst ekki yfirfært. Kaup- in gengu því til baka, og voru skinnin endursend hingað til Reykjavíkur, en seldust að lokum hér á kr. 5,78 að með- altali. Það er sérstaklega eftirtektarvert við verðlagningu þýzka firmans á skinnun- um, að af þessum 202 skinnum eru 25, eða rúmlega 12%, sem eru verðlögð á 27—41 kr., eða að meðaltali á h. b. 38 kr. Af þessari sendingu hafa þannig 12% af skinnunum verið verðmæt, og það í bezta lagi, þegar miðað er við 1. liðs blöndun. Til samanburðar skal þess getið, að í Þýzkalandi hafa kynblendingar af þeim 2 kynjum, sem bezt hafa reynst til blönd- unar — en það eru Leinekynið og mjólk- urkyn frá Austur-Fríslandi — gefið um 10% verðmæt skinn við 1. liðs blöndun, en 2. liðurinn gefur aftur á móti allt að 30% verðmæt skinn. Af þessu sézt þá, ef marka má verð- .lag'hins þýzka firma, sem eg veit enga ástæðu til að tortryggja, að umrædd skinn hafa reynst fullt svo vel og þýzk skinn af 1. liðs kynblendingum. Að þessu öllu athuguðu, virðist mér hin fáránlegasta fjarstæða, að álíta að þessi byrjun tilraunarinnar með Karakulfjár- rækt hér á landi hafi gefist illa eða jafnvel dæmt sig sjálfa til dauða. Hér er vitanlega ekki tekið tillit til þeirrar hugsanlegu ógæfu, að hin svo-’ nefnda Deildartunguveiki hafi borist til landsins með fé þessu. ÞaS er önnur hlið á þessu máli, og verður hún ekki rædd hér. Hinsvegar mun ekki vera vitanlegt, að þessi veiki sé til í Þýzkalandi. Þess ber vel að gæta, að þessi tilraun er á byrjunarstigi, og er aðeins skammt á veg komin, en því miður virðast hafa orð- ið mistök á framhaldi tilraunarinnar, ef til vill sumpart fyrir það, að menn hafa mist trúna á árangrinum, og verður þetta til að tefja fyrir úrslitum. Fyrst eftir að þessi tilraun hefir verið rekin á viðeig- andi hátt, óslitið í 5—6 ár, má fara að tala um bráðabirgða niðurstöðu. En vissulega álít eg, að þessi byrjun lofi eins miklu og sanngjarnt var að búast við. Þar með spái eg engu um endalokin. 1 þessu máli sem öðrum eiga tilraunir og reynsla að skera úr; sleggjudómar eða fordómar hafa ekki rétt á sér. I Búnaðarritinu 1935 setti eg þá skoð- un mína fram, að hiklaust bæri að halda kynblönduninni áfram. Að slátrað verði á vorin nokkrum skinnfegurstu hrútlömb- unum í hverri hjörð, til þess að fá sýnis- horn, til að senda á markaðinn, en flest lömbin séu látin lifa til haustsins, þá sé hrútlömbunum slátrað en gimbrarnar settar á vetur, til framhaldsblöndunar. Með þessu móti verður hið árlega tap við tilraunina sennilega mjög lítið, því kyn- blendingarnir hafa upp og ofan reynst eins vel til slátrunar og aðrir dilkar hér. Tapið yrði þá aðallega í því innifalið, ef lambskinnin (þ. e. vorskinnin) seldust

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.