Freyr - 01.02.1938, Side 6
20
FRE YR
Mjólkurbrúsar eru þá skolaðir með þess-
um vökva þannig, að þeir eru hristir með
lokinu á og þess gætt að einnig lokið skol-
ist að innan með vökvanum — og mjalta-
fötur upp á barma. Tilraunir rannsóknar-
stofunnar hafa sýnt að skola má 5 mjóík-
urbrúsa með 5 lítrum af útþynntum
stofnvökva. Eftir skolun er ílátunum
hvolft og látið drjúpa af þeim klórkalks-
skolavatnið.
Mjaltamaður skal og taka með sér í
fjósið klórkalksskolavatn, er svarar til
iy2—2 lítrum fyrir hverja kú og svo
klúta, sem hann vindur upp úr skola-
vatninu og þvær með júgrið á hverri kú,
áður en hún er mjólkuð, og í kringum
júgrið. .
Að loknum mjöltum skal þvo síur,
mjaltafötur og önnur mjólkurílát, sem
þá eru tóm með heitu sóda- eða kalk-
vatni og skola á eftir, fyrst með hreinu
vatni, eins og venja er og síðan með klór-
skolavatni. — Og mjólkurbrúsar settir á
kaldan stað.
Nú er eftir að skýra frá, hvað vinnst
við allt þetta „nostur“ við mjaltir og
mjólkurílát umfram það venjulega. I því
efni leiddu rannsóknirnar m. a. þetta í
ljós:
1. Af mj ólkurbrúsunum, sem komu til
rannsóknarstofunnar daglega frá einu
og sama búinu, var í 5 morgna tekinn
einn af handahófi og þveginn vandlega
en hinir brúsarnir allir frá sama búinu
þvegnir „eins og gengur og gerist“. Síðan
var hinn vandlega þvegni brúsi (II) og
einn af hinum (I) skolaðir með sínum 2
lítrum hvor af klórskolavatni og hristir í
cá. 15 sekúndur, síðan var þeim hvolft,
svo dropið gæti úr þeim. Að kvöldi sama
dags voru báðir brúsarnir skolaðir með (4
lítir af dauðhreinsuðu vatni og síðan
mæld gerlamergðin í þessu skolavatni.
Reyndist þá svo að í hverjum ccm. skola-
vatnsins úr brúsa I, voru 104000 kím,
en úr brúsa II aðeins 350, hvortveggja
meðaltal fyrir áðurnefnda 5 daga.
Þetta staðfestir það, sem fyr er sagt, að
notkun klórkalksins er ekki liður í hrein-
gerningu mjólkurílátanna — það er ekki
þvottaefni — heldur sótthreinsunarmeð-
al. Og tilraunin sýnir líka Ijóslega, hversu
,,óhreinir“ — í þeim skilningi sem hér
er um að ræða — „vel þvegnir“ mjólk-
urbrúsar eru.
Sé gert ráð fyrir hægfara kælingu
mjólkurinnar í þessum tveimur brúsum,
t. d. að 2—3 stundir líði frá mjöltum, þar
til mjólkin er orðin svo kæld, að ,,æxlun“
gerlanna stöðvist, þá hafa gerlarnir auk-
ið kyn sitt og margfaldast að tölu nokkr-
um sinnum á þeim tíma, og þá er allur
munur á hvort það eru einir 350 gerlar
eða 104 þúsund gerlar í hverjum ccm.
mjólkurinnar, sem hafa aukið kyn sitt og
margfaldast að tölu. Ennþá verra er þetta
vitanlega ef mjólkin er alls ekki kæld, því
að þá heldur æxlunin áfram og þar með
fjölgun gerlanna í hærra og hærra veldi.
2. Það sýndi sig að jafngóður árangur
náðist með alla mjólkurbrúsana — þann
síðasta sem hinn fyrsta — þótt 5 brúsar
væru skolaðir með sama klór-skolavatn-
inu, og það skiftir heldur ekki máli, hvort
notaðir voru 5 eða 10 lítrar til að skola 5
brúsa. Fyrir tvenna 5 mjólkurbrúsa, sína
5 frá hvorum bæ, reyndist gerlamergðin
(kímin) í hverjum ccm. af dauðhreins-
aða skolavatninu (sjá framar) að meðal-
tali:
a) 187.000, ef brúsarnir voru ekki skol-
aðir með klórskolavatni.
b) 148, ef hvorir 5 brúsar voru skolaðir
með sömu 10 lítrum af klórskolavatni.
c) 145, ef skolað var á sama hátt með 5
lítrum.
3. Það stoðar lítið þótt mjólkurbrúsar
séu vandlega þvegnir og sótthreinsaðir,