Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1938, Side 4

Freyr - 01.02.1938, Side 4
18 P R E Y R Á mjólkurbúum er mjólkin rannsökuð á þann hátt, að gera má sér grein fyrir því, hversu mikið er í henni af gerlum, og síðan er hún flokkuð og verðlögð eftir því hvað slík rannsókn hefir leitt í ljós. Rannsókn þessi (Reduktase rannsóknin) styðst við litbrigði, sem mjólkin tekur, ef í hana er látin litarefnisupplausn (metyl- en-blátt) og koma fram því fyr, sem meira er af gerlum. Nú er það sitt hvað að vita hvers ber að krefjast — og er krafist — og svo hitt, að fullnægja kröfunum. Margir vilja líta svo á, að kröfurnar séu byggðar á ,,teorium“, sem ómögulegt sé að fullnægja í framkvæmdinni, og hirða þá ekki um að gera það, sem þó er hægt, ef alls hreinlætis er gætt í fjósun- um og við alla meðferð mjólkurinnar heima fyrir, og álíta ekki að miklu máli skifti, hvort gerlamergðin í hverjum ten- ingssentimetra (ccm.) af mjólkinni er nokkrum milljónum meiri eða minni — því að oftast veltur þetta á milljónum, jafnvel svo tugum og hundruðum skiftir. Þar, sem málið hefir verið rækilega skýrt fyrir almenningi, og sýnt hefir ver- ið með tilraunum og rannsóknum, hvað hægt er að gera, með viðráðanlegu móti, til þess að bæta mjólkina — þenna „lífs- elexir,“— að þessu leyti, og þegar mjólk- in er flokkuð og verðlögð eftir gæðum, þá hefir mikið áunnist í ,,vöruvöndun“ og skilningur vaknað meira og meira fyrir fjárhagslegri þýðingu þessa máls og heilsufræðislegri nauðsyn. En jafnvel þeir, sem hafa öðlast þenna skilning og sýna á margan háttgóða viðleitni, til þess að fullnægja heilsufræðislegum kröfum í þessu efni, verða þó æði oft fyrir þeim vonbrigðum, að þeirra mjólk reynist ekki ætíð öllu hreinni en frá nágrönnum þeirra, sem þó er vitanlegt um, að minna hirða um hreinlæti við meðferð mjólkur- innar. Það, sem mönnum er nauðsynleg- ast að vita í þessum efnum er: 1. Hversvegna hreinlæti er nauðsyn- legt við framleiðslu mjólkurinnar. 2. Hverjar eru hinar nauðsynlegustu hreinlætisreglur, og hvernig mjólkin verður ,,óhrein“. 3. Hvernig á að beita hreinlætisreglun- um, til þess að ná réttu takmarki. Eins og þegar er tekið fram, er mjólkin ágætur næringarvökvi fyrir gerlana og þeir eru „alstaðar nálægir“, en af því leiðir að mjólkin getur mengast gerl- um, af öllu sem kemur í beint eða óbeint samband við hana. Það sem hér kemur einkum til greina er þetta: 1. Kýrin sjálf, heilbrigðisástand hennar og hirðing. 2. Fjósamaðurinn og sá sem mjólkar. Þeir verða sjálfir að vera heilbrigðir og hreinlátir og mega t. d. ekki hósta eða hnerra, svo að írist úr vitum þeirra í mjólkina. 3. Fóðrið, að það sé holt og gott og or- saki ekki meltingartruflanir. 4. Loftræsting í fjósinu verður að vera góð og ekki má þyrla upp ryki í fjós- inu fyrir eða um mjaltir. 5. Mjólkurílát, síur og annað, sem mjólkin kemur við, verður allt að hreinsa vel og vandlega. Um þessi atriði verður lítið rætt hér frekar, nema hið síðastnefnda, og verður í því efni skýrt frá tilraunum, sem „Stat- ens Forsögsmejeri“ í Danmörku hefir gert um hreinsun mjólkuríláta m. m. Það er algengt að þvo mjólkurílát með sjóðandi vatni og skola þau síðan með volgu eða köldu vatni. Einkum þar, sem mjólkurílátin eru mörg, er hætt við að ekki verði ílátin öll þvegin með sjóðandi vatni, og um kalda vatnið — brunn- vatnið — er það nú upplýst með rann- sóknum í úthverfum Kaupmannahafnar,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.