Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 5
P R E Ý R 131 getað tekið sér í munn heróp forsetans mikla, „Aldrei að víkja“, án þess að það yrðu tóm orð í hans munni. Freistandi væri að taka upp langa kafla úr þessum bréfum, ef tími leyfði, en ég verð að láta nægja að taka hér upp- haf fyrsta bréfsins, til þess að sýna snild- arlegan stílshátt Torfa og það sprikklandi fjör og áhuga, sem stýrir pennanum: „Góði vin! Fyrst að ég er nú staddur á þessu búsældarinnar landi, get ég ekki staðið af mér að ónáða þig með dálitlum búnaðarpistli, þó að þú segist ennþá vera á báðum áttum með að fara að búa í vor. Þér mundi bregða í brún, ef þú kæmir heimanað á góu, þegar klakinn og frost- ið reyrir allt í náhvítum heljardróma á Fróni og feng- ir að litast um einhverstað- ar hérna á láglendinu, þó ekki væri nema svo sem hálfan dag, þar sem snjórinn læt- ur ekki sjá sig nema svo sem hálfsmánaðar tíma, rétt til þess að skemta börnunum og til að lífga hið sígræna graslendi, þegar það fer að fölna, þar sem frostið þorir ekki nema einungis að drepa gómunum á jörðina, og þegar það er allra áleitnast seilist máske svo sem 4—5 þuml- unga ofan í moldina, og verð- ur að hafa sig til vegar aft- ur eftir nokkra daga, þegar hógvær sunnanvindur kemur og hvíslar að því, að hleypa plógnum inn aftur. Þú veist varla hvaðan á þig stendur veðrið, þegar þú sér sáð- manninn vera að þeyta sæði sínu um dökkjarpa akurteig- ana, sem breiða sig svo slétt og fagurlega, hver við hlið- ina á öðrum, þangað til eggsléttar og grænar balabreiður taka við, sem teygja auga þitt lengra og lengra, þangað til það rekur sig svo ofur þægilega á hávaxinn skóg, sem alltaf er að reisa sig hærra og hærra, til þess að geta sent sinn hressandi ilm sem lengst, og verndað sem mest af nágrenninu í skjóli sínu. Þér dettur þá máske í hug, að hér sé enginn vandi að búa vel, í þessum Sólarheimi, en þú sér fljótt, að náttúran hefir ekki gjört land- ið svona fagurt, því mannshöndin hefir ekki einungis lagða yfirborð þess, held- ur alveg umsteypt það. Mikið af hinum fögru ekrum og grænu grundum, sem vöktu undrun þína, hafa verið fúaflóar,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.