Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 10
136
F R E Y R
Nemendur voru oftast 12 í Ólafsdal
og alls voru þeir 160, sem nutu þar
kennslu alla tíð skólans. Af nemendum
þaðan, sem þjóðkunnir urðu má nefna
Sæmund Eyjólfsson síðar guðfræði-
kandidat -—- einn af fyrstu nem-
endum þar — Jónas Ara Sigurðsson,
er síðar varð prestur í Ameríku — orð-
lagaður gáfumaður, og taldi Torfi hann
mestan námsmann sinna lærisveina —,
Ólaf Jónsson, lögregluþjón, er skóla-
stjóri varð á Hvanneyri eftir Svein
Sveinsson, Magnús Friðriksson frá Stað-
arfelli, Hjört Snorrason skólastjóra,
tengdason Torfa, Sigurð Þórólfsson, Guð-
jón Guðmundsson ráðunaut.Margir fleiri
af nemendum Torfa urðu merkir menn
og mikils metnir, og enn er á lííi einn af
fyrstu nemendunum, Júlíus Ólafsson
bóndi í Miðjanesi, nú 75 ára og þó ,,ung-
ur“ og fjörugur.
Það mun óhætt að fullyrða, að Ólafs-
dalsskólinn hafi staðið hinum búnaðar-
skólunum framar um verklega kennslu
og ætíð var næg eftirspurn eftir búfræð-
ingum þaðan til jarðabótastarfa, hjá
sýslufjelögum (fyrstframan af), hreppa-
búnaðarfélögum og einstökum mönnum.
Einkum voruþað plægingarnar ogsmíðar,
sem stund var lögð á að kenna nemend-
um í Ólafsdal, meira en annars staðar,
og þaðan komu líka plógarnir, sem mest
voru notaðir fram yfir aldamót, svo og
herfi, hestarekur, ristispaðar, kerrur og
aktýgi, því að allt þetta smíðaði Torfi,
og reyndi að laga það sem bezt eftir ís-
lenzkum þörfum og staðháttum. Ólafs-
dalsverkfærin mundu ekki þykja góð nú,
enda er nú við allt annað að miða, um allt
verkfæraval, en á sínum tíma voru þau
það bezta, sem menn áttu almennt kost
á að fá. Og sjónarmið Torfa var það,
gagnslítið væri að kenna jarðabótastörf-
in, ef engin nýtileg verkfæri væru til
handa búfræðingunum að vinna með,
þegar þeir kæmu til bænda. Og það varð
líka venjulegast, að bændur, eða búnað-
arfjelög pöntuðu frá Torfa bæði menn-
ina og verkfærin til jarðabótastarfanna.
Með þessu móti komu búfræðingarnir frá
Ólafsdal betur að liði en aðrir búfræð-
ingar og sambönd Ólafsdalsskólans við
bændur urðu meiri og ávaxtaríkari, en
hinna skólanna. Af jarðyrkjuverkfær-
um smíðaði Torfi alls 77 kerrur, 115
plóga úr járni og stáli, 28 hestarekur,
97 herfi, 109 hemla, 281 aktýgi og nokk-
ur hundruð ristuspaða. Allt var þetta
smíðað á vetrum, jafnhliða mikilli bók-
legri kennslu, og er það ekkert smáræði,
enda þótt piltarnir hjálpuðu til við smíð-
arnar. Af þessu leiddi það, að Torfi varð
langsamlega mestur frömuður jarða-
bóta og jarðyrkjumenningar hér á landi,
um sína daga,og óumdeiltöflugastibraut-
ryðjandi þeirra stórstígari jarðabóta-
framkvæmda, sem síðar hafa orðið hjá
oss. Og hann gerði manna mest að því,
að kenna mönnum að nota hestaflið við
jarðabótastörfin og kveða niður þá
heimsku, að það væri ómannúðlegt að
beita hestum fyrir jarðabótaverkfærin.
Enn er þó ótalið það verk Torfa, sem
hverjum einasta bónda landsins kom að
fullu liði og ómetanlegu gagni í meira en
60 ár og gerir enn að nokkru, en það eru
skozku ljáirnir eða Torfaljáirnir, sem
hann fekk gerða í Skotlandi eftir sinni
fyrirsögn, er hann var þar á ungum
aldri. Og hefðu þeir ekki komið til sög-
unnar, og menn þurft að hita ljáina, eins
og áður, þá hefðu nú áreiðanlega verið
hjer miklum mun minni skógarleifar en
eru, og óvíst hvort enn hefði nokkur haft
trú á því, að hér megi enn ala upp skóg.
Þessi þýðing skozku ljáanna hefir Torfa
eflaust verið ljós, því oft bar hann sér
í munn orð Jónasar: