Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 6
132 P R E Y R ófærir öllum skepnum; og þar sem þú sér hinn sjálfbyrgingslega skóg gnæfa yfir landið af hæðunum, var um sama leyti ekkert nema lyngmóar, eða máske eyðimelar. Hér hefir öllu verið um snú- ið: flóarnir hafa verið þurrkaðir upp og mórinn árlega verið færður burt til eldi- viðar, þangað til komið var ofan að botni, þá var nú tekið til að plægja og sá. Hæðirnar og holtin hafa verið pæld upp og losuð með pálum og pjökkum, þar sem plógurinn vann ekki á; stórgrýtið sprengt með jötunafli púðursins, rifið með stálfleygum og flutt í burt til húsa- bygginga, eða til að umgriða landið. Þetta allt hefir nú lúð marga hönd, beygt margt bak og tæmt margan vasa, en það hefir líka fætt af sér ánægju og auð á eftir. Hvar sem litið er sést, að óþreytandi atorka og starfsemi og tröllamáttur hug- vitsins hafa styrkt hvað annað. Tilbúnar hafnir, grafin skipgangssíki, hlaðnar brýr og ágætir vagnvegir um landið allt lýsa því. Óteljandi margvíslegar gufuvélar, urg- andi nótt og nýtan dag, fylla drjúgum pyngjur manna dýrum seimi. Gufuvagn- ar þeyta mönnum með gandreiðar hraða landið á enda, og eru eins vel áburðar- jálkar kotkarlsins eins og þeir eru gull- toppar drottningarinnar. Gufuskipin ösla drjúgum fram og aftur, móti falli og vindi og ferja auð og hagsæld úr öllum áttum inn í landið; og með rafsegulþráð- um skrafa menn við kunningja sína í öðr- um heimsálfum og sitja rólegir heima á rúmum sínum“. Þetta sem hér er lýst og margt fleira, sem Torfi sá í Skotlandi, gefur honum sýn yfir framtíð Islands og í sál hans hljóma orð „listaskáldsins góða“: „Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir“. Hann „þorir“ — og helgar hugsjón skáldsins alla krafta sína upp frá þessu. Þegar Torfi kom aftur heim úr Skot- landsförinni settist hann fyrst að á Þing- eyrum, og mun hafa vænst þess, að nú yrði fyrirmyndarbúið stofnað, en úr því varð ekki. Haustið 1868 giftist Torfi frændkonu sinni, Guðlaugu Zakaríasdóttur, systur- dóttur Ásgeirs á Þingeyrum og næsta vor reisa þau bú að Varmalæk í Borgar- firði. Þar búa þau 2 ár, en þá (1871) kaupir Torfi Ólafsdal í Dalasýslu og býr þar til dauðadags. í Ólafsdal kemur Torfi á fót, 1880, fyrsta búnaðarskóla landsins, sem nokkra framtíð átti — með stuðningi Vestur- amtsins og heldur honum uppi sem sinni eign til 1907. Tildrögum skólastofnunarinnar hefir Torfi lýst á þessa leið: „Tildrögin til þess að skólinn komst á fót voru þau, að nokkrir ungir menn létu mig heyra á sér, að þeir vildu læra ýms jarðabótastörf og árin 1877—’79 voru hjá mér unglingsmenn til að læra að plægja og slétta þúfur, annað lærðu þeir ekki.1) Nokkrir málsmetandi menn hvöttu mig nú einnig til að byrja á yfirgripsmeiri kennslu, og þetta hvorttveggja kom mér til þess, að skrifa amtmanninum yfir Vesturamtinu, veturinn 1878—’79 og bjóðast til að takast á hendur að kenna fáeinum mönnum jarðyrkju og búfræði, ef hann sæi veg til að ég gæti fengið hæfilegan styrk til slíks. Amtmaðurinn tók uppástungu minni mjög vel, og á amtráðsfundi í Stykkis- *) Veturna 1875 og 187C hafði Torfi uuglinga- skóla að Hvoli í Saurbæ, tvo mánuði hvom vet- urinn. Meðal nemenda hans þar voru Guðjón Guð- laugsson síðar alþingismaður og Gísli Einarsson, síðar prestur að Stafholti.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.