Freyr - 01.09.1938, Blaðsíða 18
144
F R E Y R
Utanfarir.
Ríkisstjóminni hér var boðið að senda nokkra
menn á landbúnaðarsýninguna miklu á Bellahöj í
Kaupmannaböfn, sem áður er getið hér í blaðinu.
Skrifstofustjóranum í atvinnumálaráðuneytinu,
Yigfúsi Einarssyni, var boðið sérstaklega, en auk
hans fóm formaður BúnaSarfélags Islands, Magn-
ús Þorláksson, skólastjórar bændaskólanna og Sig-
urður Sigurðsson fyrv. búnaSarmálastjóri.
Eftir sýninguna fór Magnús til Noregs og tók
þar þátt í sumarnámskeiði búfræðikandidata á
Norðurlöndum, er aSallega fór fram á búnaðarhá-
skólanum í Ási undir stjóm háskólarektors Lars
Loe. Félagið „Norden“ gengst fyrir þessum nám-
skeiðum og flytur þau landa á milli ár frá ári.
Kemur þá sennilegt einhverntíma að því, aS slíkt
námskeiS verði haldið hér á landi.
H. J. Hólmjárn ríkisráðunautur í loSdýrarækt
var einnig á þessu námskeiði.
Hann mætti einnig á þingi norrænna búvísinda-
manna, sem háð var í Uppsölum 4.—7. júlí, en
aðalerindi hans til útlanda voru í sambandi við loð-
dýraræktina. Þar var einnig Ámi G. Eylands for-
maöur Íslandsdeildar norræna húfræðifjelagsins
og flutti hann þar fyrrilestur um Island og sam-
vinnu þess við önnur Norðurlönd í búnaSarmálum.
Kristján Karlsson skólastjóri og dr. Halldór Páls-
son, sauðfjárrktarráðunautur vom einnig á þing-
inu og e. t. v. fleiri Islendingar. Hólmjám hefir nú
verið kosinn í stjóm einnar fagdeildar búfræði-
fjelagsins, þeirrar er hefir með höndum jarðvinzl-
una og er það í fyrsta sinn, sem Islendingur er
kosinn í stjórn fagdeildar (Sektion) í fjelaginu.
Runólfur skólastjóri fór frá Danmörku víða um
SvíþjóS og heim þaðan um Noreg, og mun síðar
skýra frá ferð sinni hér í blaðinu.
Ásgeir Einarsson dýralæknir, var í vor
erlendis, til þess að kynna sér sjúkdóma í loð-
dýmm og Ásgeir Þ. Ólafsson dýralæknir í
Borgamesi fór utan í sömu erindagjörSum.
Þá fór og SigurSur Ein. Hlíöar utan í sum-
ar til Noregs og Danmerkur. Hafði hann með sér
smásjársneiSar (Preparater) af lungum úr mæSi-
veikum kindum o. fl. og bar sig saman við vísinda-
menn á sviði húsdýrasjúkdóma í nefndum löndum.
Telur hann sig hafa fengiS við þetta staöfesta sína
skoðun um það, að lungnaormarnir valdi mæði-
veikinni, eða séu a.m.k. fmmorsök hennar, þótt aðr-
ir sjúkdómar kunni að fylgja, þegar ormamir hafa
lamaS mótstöSuna.
Hinsvegar hefir prófessor Dungal líka verið ut-
anlands, til þess að halda áfram athugunum sínum
viSvíkjandi mæðiveikinni og hafa tal af fræSi-
mönnum um þau efni er hana varða. Hefir hann
í þessari ferk styrkst í sinni skoðun að mæði-
veikin sé sama veikin og sú er kallast Jaagziekte í
Áfríku og John M. Fadyean, fyrverandi forstöðu-
mann dýralæknaháskólans í Lundúnum telur hann
nú vera orðinn sömu skoSunar. Fadyean hafði áöur
haldið því fram, aS Jaagziekte stafaði af ormum,
en er nú fallinn frá því. Einnig hefir Dungal
stjrrkst í þeirri skoSun, að mæðiveikin sé til í
Þýzkalandi — og víðar í Efrópu — þótt hún sé
þar ekki skæð, og einkenni hennar segir hann að
ekki hafi fundist í sauðfé þar í landi nema nálægt
Leipzig, en þar nærri er Halle, sem karakulkind-
urnar komu frá hingað. Eftir skoSun Dungals ber-
ast þá höndin meira en áður að karakulhrútnum í
Deildartungu, en Hlíðar telur veikina „gamlan hús-
gang“ hér heima, e. t. v. í nýjum ham. Gátan um
„mæðiveikina“ virðist því jafn óleyst enn.
Frystihús í Borgarnesi,
Kaupfélag Borgfirðinga hefir í sumar látið reisa
frystihús í Brákarey viS höfnina í Borgamesi. Að
meðtöldum vélasal, er húsið 360 m2 að grunnmáli
og frysthúsiS sjálft 3 hæSir. Á þessu ári verða ekki
frystileiðslur lagðar nema á 2 hæðimar, en að
öðru leyti verður húsið fullgert fyrir sláturtíS í
haust.
Á þeim tveim hæðum, sem frystileiðslur verða
lagðar í strax eru 7 frystikkfar, er geyma má í
um 15 þús. kroppa. RáSgert er aS stækka húsið
síðar, og sennilega áður langt líðvr.
Einnig hefir félagiS í sumar byggt ketilhús við
mjólkursamlagið yfir nýjan gufuketil, og í sam-
bandi við það nýjan reykháf, 24 m. háan.
Leiðréttingar.
Missagt var það í 6. tölubl., að öll smárit Áburð-
areinkasölunnar væm skrifuð af Á. G. Eylands.
Ritið „Um sáSsléttur“, sern kom út 1930 — og er
nú uppgengið — er eftir Ólaf Jónsson framkvæmd-
arstjóra á Akureyri. Ekki er það heldur rétt, sem
ætlað var í sama blaSi, aS Stefán Þorsteinsson hafi
fyrstur íslendinga lokiS nárni við smábændakenn-
araskólann í Sem. Það mun vera Jóhann Þorsteins-
son frá UrSum í Svarfaðardal, nú héraðsráðunaut-
ur Búnaðarsambands SuSurlands, sem fyrstur Is-
lendinga lauk þar námi, og er all-langt síðan.
ííafoldarprentsmiBJa h.í.