Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 16
10 F R E Y R fé er sjaldan mjög' afurða-mikið. Afurða- miklir einstaklingar verða oft nokkuð fóð- urþungir og þeim hættir oft við að verða undir í lífsbaráttunni, þegar mest á reyn- ir. Féð varð á þennan hátt harðgert og þurftarlítið en seinþroska og fremur af- urðarýrt. Seint á síðustu öld var farið að flytj a út sauðina á fæti. Var þá sókzt eftir því, að þeir hefðu sem mestan lifandi þunga, þar- eð verðgildi þeirra var metið eftir því. Var þá kapp lagt á að fá féð stórt og þungt. Um sama leyti og tók fyrir sauðamarkað- inn, lögðust fráfærur niður að mestu. Létu bændur þá ærnar ganga með dilkum. Dilka- kjötið var saltað og það, sem ekki var not- að innanlands, var selt til Noregs. Þá var reynt að eignast fé, sem vóg vel á blóðvelli, en eðlilega lítið hugsað um vaxtarlag þess. Það skipti litlu máli, þar eð kjötið var ekki metið eftir gæðum, heldur aðeins eftir þyngd. Fyrir um 10 árum síðan, þegar fór að draga úr saltkjötsmarkaðinum í Noregi, var farið að frysta dilkakjöt og flytja til Englands. Hefir það smá færzt í aukana, svo að nú er meginhlutinn af ísl- dilka- kjötinu fryst, til sölu, bæði innanlands og erlendis. Kom þá í ljós, að féð hafði bagalega vaxtargalla, sem stórspilltu fyrir sölu kjötsins, einkum í Bretlandi. Ég hefi áður, bæði í ræðu og riti, lýst því, hvernig kropparnir þurfa að vera, til þess að fullnægja kröfum Breta. Fer ég því aðeins um það fáum orðum nú. Þeir þurfa að vera beinasmáir, útlima- stuttir og vöðvaþykkir, einkum í verðmæt- ustu hlutum kroppsins, spjaldhrygg, lær- um og mölum. Yfir'borð kroppsins þarf að vera alþakið hæfilega þykku fitulagi, svo að sjáist helzt ekki í vöðva ofan á baki og á lærum, og kropparnir eiga helzt að vega frá 12—18 kg. En því fer f jarri að íslenzku dilkakropparnir fullnægi þessum kröfum. Þeir eru yfirleitt beinaberir, útlimalangir og vöðvaþunnir. Afturhluti kroppsins er oftast tiltölulega rýrari en framhlutinn og flestir þeirra eru magrir á baki og lær- um, en nýrmörinn aftur á móti meiri en þörf krefur. En þetta eru allt einkenni á kroppum á óræktuðu eða lítt ræktuðu fé. fslenzka féð er nú yfirleitt stórt, háfætt og hrikalegt á vöxt. Hausinn stór og þungur, hálsinn langur, bringan of þunn, herðakamburinn hár og rifin of lítið útskotin, svo að slöður myndast á báðum síðum aftan við bóga. Á sumu af fénu er hryggurinn síginn og malirnar of brattar. Það er yfirleytt alltof holdþunnt á baki og mölum og lærvöðvarnir alltof linir og ná of stutt niður eftir leggnum. Það safn- ar treglega fitu á bak og læri, en safnar miklum mör. Á blóðvelli reynist það hafa alltof léttan kropp miðað við lifandi þunga. Kroppþunginn er þetta frá 36—45 % af lif- andi þunganum en þyrfti að vera allt að 50%. Þetta orsakast fyrst og fremst af slæmu vaxtarlagi. Ullin á íslenzka fénu er lítil og oft úir og grúfir af illhærum í henni. Féð hefir aftur á móti þá kosti, að vera harðgert. Það rekst vel og þolir vel ill veð- ur. Ennfremur er það mjólkurlagið, lömbin geta vaxið ört fyrstu mánuði æfinnar og ærnar geta lifað til hárrar elli. En féð er mjög misjafnt að gæðum. I einstöku sveitum er það mun betra en í öðrum og víða finnast ágætir einstakling- ar, þótt þeir séu allt of fáir. Kynfesta er víðast mjög lítil í fénu og ber það vott um, hve lítið það hefir verið ræktað. Sú staðreynd, að víða finnast góðir ein- staklingar í okkar stofni, gefur góða von um, að mikill árangur geti náðst af kyn- bótastarfsemi, ef rétt er að farið. Lökustu einstaklingarnir í íslenzka f jár-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.