Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 19

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 19
F R E Y R 13 Cheviot kynið hefir verið mikið ræktað og kynbætt, með tilliti til vaxtarlags, holda, hreysti og þols, en Southdown kynið hefir verið mest ræktað af öllu fé, með tilliti til holdafars, miðað við nútíma kröfur til kjötframleiðslu. Við getum ekki, með hagnaði, ræktað fé okkar undir íslenzkum staðháttum svipað því eins mikið og Bretar hafa ræktað sín láglendiskyn, t. d. Southdown kynið. En við ættum að geta, okkur til mikils hags, ræktað og kynbætt okkar fé eins mikið og Bretar hafa ræktað sínharðgerðufjallakyn, t. d. Svarthöfða-, Cheviot- og Welsh kyn- ið. Þessi þrjú kyn eru öli mjög harðgerð og þolin, að ýmsu leyti þolnari en okkar fé, en samt mikið ræktuð, með tilliti til holdarfars og vaxtarlags. En við verðum alltaf að hafa það hugfast, að halda fénu þolnu og hraustu. Okkur er brýn nauðsyn að kynbæta sauð- féð og reyna á þann hátt að auka og eink- um þó að bæta afurðir þess. Ýmsir bændur hafa sýnt viðleitni í þá átt síðustu árin, en árangurinn er ennþá of lítill og ekki nógu almennur. Þurfum við því nú að hefjast handa af kappi og vinna að kynbótastarfseminni, því að þar er mikið starf óunnið. Féð þarf að vera þeim kostum búið, að hver kind geti gefið eigandanum árlega sem mestan hreinan arð, þegar skynsam- lega er með hana farið. Hvernig kindin á að vera, veltur því nokkuð á staðháttum. Það þarf þó að gera nokkuð sömu kröfur til vaxtarlags og holdafars fjárins, hvar sem er á landinu, en féð má vera því stærra og þyngra, sem lífsskilyrðin eru betri frá náttúrunnar hendi. Víða hér á landi, þar sem náttúru- skilyrðin eru verst, er féð of stórt. Það hefir þar varla nóg fóður sér til viðhalds, hvað þá að það geti safnað holdum. Framh. Loðdýrin. Árið er liðið. Sé litið til baka og at- huguð þróun loðdýraræktarinnar og gengi yfirleitt á síðastliðinu ári, verður ekki annað með sanni sagt, en að fram- farirnar hafi orðið stórstígar. Dýrastofn- inum fjölgar tiltölulega ört, svo nú munu vera allt að því helmingi fleiri dýr á eldi en voru á sama tíma í fyrra. Hitt er þó meira um vert, að dýrastofninn fer stór- batnandi. Báru sýningarnar á síðastliðinu hausti með sér fulla sönnun fyrir hinum stór- stígu framförum, sem orðið hafa síðan haustið 1936. Verður eigi annað sagt, en um gjörbreytingu sé að ræða. Þessa mun þó gæta ennþá meira á komandi hausti. Má telja öruggt, ef ekki kemur eitthvert sérstakt óhapp fyrir, að þá verði til sölu mjög mikið af verulegum úrvalsdýrum. Er líka óhætt að fullyrða, að betra sé að hafa helmingi minni stofn af úrvalsdýr- um en helmingi stærri af miðlungsdýr- um. Á öðrum sviðum eru framfarirnar líka auðsæjar, má þa'r sérstaidega nefna hirðing og fóðrun dýranna. Loðdýraeig- endum er almennt að verða það ljóst, að það er ekki nægilegt að hafa ágætan dýrastofn. Dýrin þurfa að fá verulega gott fóður og mjög nákvæma og um- hyggjusama hirðingu, ef arð.urinn á að vera góður. Engin húsdýr eru svo algjör- lega háð umhyggju mannsins, sem loð- dýrin. Þau eru bundin við búrin sín allan ársins hring og geta enga björg sér veitt aðra en þá, sem mannshöndin réttir þeim. Þessvegna slær hinn umhyggjusami hirð ‘ ir aldrei slöku við. Hánn fylgist ávallt vandlega með allri líðan dýranna, eftir því, sem frekast er auðið. Hann þekkir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.