Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 21

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 21
F R E Y R 15 garnir úr sauðfé og nautgripum, er líka kærkomin og góð fæða fyrir loðdýr. Sé það fyrir hendi úr nýslátruðu um þenn- an tíma, er rétt að treyna það og gefa lítið af því daglega. JSÍý lifur er bezta úrvalsfæða, sem hægt er að fá. Ef kostur er á, er framúrskar- andi gott að gefa tæfunum lítinn lifrar- bita annan hvern dag, allan meðgöngu- tímann, sérstaklega þó seinnipart hans. Lifrin er mjög auðug af vitamin og stór- bætir meltinguna. Refakex, sem framleitt er hjá Kex- verksmiðjunni ,,Esja“, er áreiðanlega af- bragðs refafóður. Það hefir nú verið lækkað í vei*5i og fæst nú fyrir 84—90 aura pr. kg., frá verksmiðjunni. Ég mæli eindregið með, að það sé notað. Gott fiskimjöl er ágætt refafóður, og hefir þann kost, ásamt kexinu, að með því má nota meiri mjólk, en ef gefinn er blautfiskur og grautur. Nýmjólkin er ávallt bezta fæðan, sem til er. Bezt er að nota hana sem næst því spenvolga. Dýrin þurfa ávallt að fá nokkuð af beinum í fæðunni. Hveitikímmjöl er mjög auðugt af Ei- vitamini, en það er nauðsynlegt í fæð- unni, til þess að dýrinhaldieðlilegri frjó- semi. Þorskalýsi inniheldur A og D-vita- min og ætti því alltaf að gefa eitthvað af því. Grænmeti er loðdýrunum mjög nauð- synleg fæðutegund, og engu síður fyrir það þótt þau séu aðallega það, sem kall- að er kjötætur. Skarfakál er sennilega eitthvert hið allra bezta grænmeti, sem til er, grænkál er líka gott. Ég vil ráð- leggja þeim, sem hafa gulrófur, að gefa lítið eitt af þeim og blanda vel í fóðrið. En þær þurfa þó helzt að vera skafnar niður eða fínt raspaðar. Kartöflur skal sjóða með hýðinu. Kjöt og fiskur skal hakkað og öllu fóðrinu blandað sem bezt saman. Óráðlegt er að láta dýrin lepja mjólkina, en betra að blanda henni í hina fæðuna. C-vitamin er dýrunum nauðsynlegt að fá um þennan tíma árs og fram yfir með-' göngutímann. Þetta efni finst allmikið í cítrónum og appelsínum. Cítrónur eru dýrar og ég held, að loðdýraeigendum verði heppilegra að kaupa, að minnsta kosti þar, sem erfitt er að ná í þær, C- vitamin töflur. Þær fást nú í Iðunar- og Laugavegs-apótekum í Reykjavíik, en hafa ekki verið til fyrr en á þessu ári. Ég álít heppilegast að leysa þær upp í litlu af vatni og blanda því síðan nákvæm- lega í fóðrið. Mikil bót er að því, að gefa 10 dýrum annan hvern dag eina töflu, Taflan kostar 17 aura. Um meðgöngu- tímann ætti að gefa tæfunum sama skammt daglega, því þá er þörfin meiri, en engin hætta á því, að gefa of mikið af því, vegna þess, að sé of mikið af því í skrokknum, skilst það út með þvaginu. Það er alveg óhætt að slá því föstu, að mjög mikill hluti af yrðlingadauða þeim, sem verið hefir undanfarin ár, stafi af vöntun á C-vitamini, en það ætti ekki að þurfa að koma fyrir hér eftir. Þegar fengitíminn byrjar, er rétt að rannsaka tæfurnar íannan og þriðja hvern dag. Þegar þær fara að þrútna þarf að hafa vakandi auga með þeim, og hleypa refunum til þeirra eða þeim til refanna nokkra stund á dag. Ref, sem nota á handa mörgum tæfum, má aldrei venja hjá neinni sérstakri tæfu. Ef þeir taka saman við eina tæfu sérstaklega, verða þeir tregir við aðrar. Það ætti að leggja sérstaka áherzlu á það, að nota beztu refina handa eins mörgum tæfum og mögulegt er. Latar og feitar tæfur, eða tæfur, sem tregar eru til að ganga, er ágætt að setja

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.