Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 10

Freyr - 01.01.1939, Blaðsíða 10
4 F R E Y R þau til fósturs og gengu þeim í foreldra stað. Um langt skeið hafði Theodór gengið með ólæknandi sjúkdóm. Fáir vissu, hve heilsa hans stóð höllum fæti. Hann vann skyldustörf sín daglega og ræddi aldrei um heilsubrest sinn. Ferðalög þoldi hann illa mörg síðustu árin. Var það hið eina, sem hann veigraði sér við. Sumir lögðu hon- um til lasts, að hann, ráðunauturinn, ferð- aðist of lítið. Sú ásökun var hin ósann- gjarnasta. Hið rétta var, að hann ferðað- ist meira en heilsa hans leyfði og forsvar- anlegt var og aldrei lét hann hrossasýn- ingar niður falla. Theodór Arinbjörnsson var starfsmaður Búnaðarfélagsins um hartnær tvo tugi ára. Hann unni þeirri stofnun, og vildi efla vald félagsins og áhrif sem mest, enda varði hann öllum sínum starfskröftum óskiptum í þjónustu þess. Veit ég að Bún- aðarfélagið hefir aldrei eignast einlægari starfsmann. Ég hefi sjálfur mikið að þakka. Við Theodór vorum með öllu ókunnir, þegar ég kom að Búnaðarfélaginu 1935. Koma mín þangað varð að sumu leyti með þeim hætti, að Theodór gat haft ástæðu til tortryggni gagnvart mér. Þess varð ég aldrei var. Hollráðari og betri starfsfélaga get ég ekki ákosið. Traust mitt og álit á honum fór stöðugt vaxandi og því lengur, sem ég kynntist honum, fann ég æ betur og bet- ur, að Theodór var ekki einungis óvenju mikill hæfileikamaður, heldur það sem meira er um vert, hann var góður maður. Búnaðarfélag íslands og hin íslenzka bændastétt hefir misst einn sinn virðu- legasta og bezta fulltrúa. Ég vil fyrir hönd þeirra þakka honum ágætt starf, sem lengi mun standa, og hafa nafn hans í heiðri. Reykjavík, 28. janúar 1939. Steingrímur Steinþórsson. r flrið, sem leið. Veturinn frá áramótum VeSrátta og . jarSargróSur 0g" VOrS Vaf SnJ°lettur og svo mildur, að meðal- hiti mánaðanna jan.—apríl var milli 2 og 3° yfir meðallag. Þann 5. marz, og næstu nótt, gekk of- viðri yfir landið, en mest var veðurhæð- in sunnan- og austanlands, og olli þar á mörgum stöðum miklu tjóni á húsum og heyjum, einkum þó á Austurlandi. Sauðfé var létt á fóðrum þar, sem f/etrhrbeit er ndtuð og gróður lifnaði snemma vors, eins og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu. Sumarið 1937 varð heyskapur lítill og heyin víðast mjög hrakin. Þessvegna keyptu bændur síldarmjöl með mesta móti til vetrarins, og hafa þó eflaust margir sett djarft á hin hröktu hey. En vegna góðrar veðráttu um veturinn bjargaðist allt vel með fóðurforðann, enda var víðast á landinu kominn tölu- verður gróður fyrir sumarmál, og vor- yrkja byrjaði óvenjulega snemma. Upp úr sumarmálum brá til langvar- andi kuldatíðar, svo að gróðri miðaði lítið til vaxtar fram í júnílok. Slægju- lönd öll urðu því síðsprottin, heyskapur byrjaði seint, en sprettan hélt áfram langt fram á slátt, svo að tún og harð- velli varð að lokum sæmilega sprottið, en mýrlendar engjar — sem ekki nutu á- veitu — í rírasta lagi. Má eflaust þakka það betri ræktun túnanna nú á síðustu árum, að vorkuldarnir háðu ekki vexti þeirra meira en raun varð á. Heyskapartíð var hagstæð, einkum sunnanlands, og nýting heyja varð í heildinni svo góð, að telja má heyfeng

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.