Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 1
EINHERJI óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars Blaö Framsóknarmanna í Noröurlandskjördæml vestra. 3. tölublað Þriðjudagur 12. maí 1970. 39. árg. Myndavélar — Sýningarvélar Filnnir — Flassperur Myndaranunar Ljósmyndastofa St. Petersen Sauðárkróki Framboðslisti Framsóknarflokksins í Siglufirði 1. Bogl Sigiixbjörnsson 2. Bjarld Árnason 3. Skúli Jónasson 4. Sigurður Þorsteinsson 5. Hrefna Hermannsdóttir 6. Bjarni Þorgeirsson 11. Jón Sveinsson 12. Sigurjón Steinsson 17. Bjami Jóhannsson 18. Ragnar Jóhannesson Siglufjörður á framtíðarmöguleika eins ng aðrir staðir, ef réfl er á haldið Bogi Sigurbjömsson, skrif- stofumaður, skipar nú efsta sæti á lista Framsóknar- manna, B-listanum i Siglu- firði. Bogi hefur ekki átt sæti í bæjarstjórn áður, en var á yfirstandandi kjör- tímabili annar varafulltrúi iistans. Þeir Ragnar Jóhannesson og Bjami Jóhannsson, sem um árabili hafa skipað efstu sætin, óskuðu nú að draga sig í hlé og gáfu ekki kost á því að skipa efstu sætin áfram. Em því nýjir menn í tveimur efstu sætunum. Við spjöllum nú við Boga. — Þú skipar efsta sætið á lista Framsóknarmanna við í hönd farandi bæjar- stjórnarkosningar. Hvað hef ur þú að segja um þá á- kvörðun Framsóknarmanna? — Um þá ákvörðun vil ég ekki segja mikið að svo stöddu, en ég vil nota þetta tækifæri og þakka félögum mínum í báðum framsóknar- félögunum í Siglufirði fyrir það mikla traust, sem þeir hafa sýnt mér með því að skipa mig í efsta sæti B- listans. Alveg sérstaklega vil ég þaikka þá víðsýni, sem jkemur fram í skipun listans með hinum stóra hlut ungra manna. Að sjálfsögðu fagna ég því, að við val á frambjóð- endum hefur ungum mönn- um verið gefið tækifæri. Sýnist mér B-listinn skera sig úr í þessu efni, ef litið er yfir nöfn þeirra manna, er skipa efstu sætin á fram- boðslistunum. Þá vil ég nota tækifærið til að þakka þeim Ragnari og Bjarna, sem verið hafa fulltrúar listans í bæjar- stjóm Siglufjarðar á undan- fömum árum, þeirra mikla staf. Á yfirstandandi kjör- tímabili hef ég starfað nokk- um með þeim að bæjarmál- um, sem 2. varamaður hst- ans og veit því vel, að við mörg vandamál er að glíma. — Þú ert fulltraúi unga fólksins og hefur starfað í félagi ungra Framsóknar- manna. Þú munt vera yngst- ur þeirra manna, er skipa efsta sæti listanna? — Ég er 32 ára og því fé- lagi í yngra félaginu. Ég hef unnið að ýmsum málefn- um hér í Siglufirði og nokk- uð kynnzt ýmsum þáttum bæjarmálanna. Ég skoða mig fyrst og fremst sem full- trúa yngri kynslóðarinnar, sem hlýtur að taka við og leysa úr málefnum Siglu- f jarðar, enda á hún þar mest Framhald á 2. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.