Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 9

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. maí 1970 EINHERJI 9 Kveðja til Siglufjarðar Vigdís Sverrisdóttir. Los Alamitos, U.S.A. 2. janúar 1970. Kæru Siglfirðingar. Ég er búin að vera fimm mánuði í Bandaríkjunum. Við erum 20, íslenzku skipti- nemarnir, 17 stelpur og 3 drengir. Fyrstu fjóra dag- ana vorum við á móti í Fíla- delfíu, en þar voru saman- komnir allir skiptinemar frá Evrópu, sem þá voru í Bandaríkjunum. Allir áttu að mæta 1 þjóðbúningi á mótinu. Við íslenzku stelp- urnar vorum allar í bolbún- ingi, og vakti hann mikla at- hygli, en strákarnir klæddu sig í lopapeysur, svo þeim var ekki kalt það kvöldið. Næsta dag var lagt af stað heim til fjölskyldna þeirra, sem við áttum að búa hjá næstu 12 mánuðina. Mitt ferðalag var aðeins hálfnað, því ég átti eftir 8 klst. flugferð til Los Ang- eles, en þar tók fjölskylda mín á móti mér. Hún hefði MMega aldrei fundið mig, ef ég hefði ekki verið með nafnið -mitt nælt í mig. Þetta er 5 manna fjöl- skylda, hjónin, 2 dætur, 17 og 15 ára, og einn sonur 10 ára. Ég kalla hjónin mömmu og pabba, og syst- kynin kalla mig systur sína, og ég þau systkini min. Fjölskyldan býr í mjög fall- egu húsi utan við Los Ang- eles, stutt frá ströndinni, þar sem blár sjórinn kyssir hvítan sand. Þau eiga 2 bíla og seglbát og hafa öll lífs- ins þægindi. Hér er líka skjaldbaka og hundur, og eru þau bæði í miklu dálæti á heimilinu. Fjölskyldan er yndisleg og mjög góð við mig, og mér þykir vænt um þau. Þau byrjuðu strax að fara með mig á ýmsa fræga staði í Californíu, Hollywood, Disneyland, Maryled, Los- Angeles og víðar. Stuttu eftir að ég kom fékk ,,Dad“ snmarleyfi. — Hann er lærður kennari, en vinnur á skrifstofu hjá Noth American Rockwell. Við keyrðum frá Californiu til Uevanela, þaðan yfir til Idaho og svo til Montana. Þar vorum við í viku á mjög fallegum stað, við vatn sem við syntum í. Við skoð- uðum ýmsa fræga staði í Montana. Næstu viku vor- um við í Idaho Washington Oregar, og gistum á nótt- unni í tjaldi. Þetta voru mjög skemmtilegir dagar og fékk ég gott tækifæri til að sjá mig um í Bandarikj- unum. Síðustu vikuna fyrir skólann Itók fjölskyldan mig með sér í f jallaútilegu í viku á dásamlega fögrum stað. Þar kynntist ég fyrst krökk- um á mínum aldri. Skólinn byrjaði 9. sept. Það eru 2500 nemendur í honum og um 100 kennar- ar. Hér er hægt að velja um fög, sem mann langar til að læra, þó er amerísk stjórn- fræði skyldufag, ég valdi ensku, vélritun, söng, íþrótt- ir, þar á meðal tennis og fatasaum. Þetta gekk allt eftir vonum, nema mér gekk illa að fylgjast með í stjórn- fræðinni. Það voru um 200 nemendur í bekk, og kenn- arinn talaði 1 magnara, ég átti fullt í fangi með að skilja enskuna, hvað þá þeg- ar hún var töluð svona, þá rann allt saman í einn graut. Ég bað því um að fá auð- veldari kennslu, og var eg þá sétt í bekk með 20 nem- endum og var það alveg á- gætt. Kennararnir, sem ég hef hér, eru allir mjög almenni- legir og hjálpsamir. Þessi skóli er með nýju kennsiu- fyrirkomulagi. T. d. fáum við nýja stundaskrá á hverj- um degi. Þetta er góð til- breyting. Við erum í skól- anum 5 daga í viku, frá kl. 8 á morgnana til kl. 2,30. Ég kann vel við krakkana, en eitt þykir mér leiðinlegt, maður kynnist mörgum, en í raun og veru þekkir mað- ur engan. Heima er auðveld- ara að eignast góða kunn- ingja. Ég byrjaði að flytja er- indi um ísland 5. október s. 1. Nú hef ég flutt 10 er- indi og sýnt mikið af mynd- um. Ameríkanarnir eru mjog hrifnir af myndunum ,og hafa mikinn áhuga á að kynnast Islandi. Síðan ég kom hingað hef ég nokkrum sinnum haft tækifæri til að tala íslenzku. Stutt frá heimili minu býr íslenzk kona frá Kópavogi, og önnur íslenzk kona býr rétt hjá skólanum, ég hef hitt þær báðar. Einnig hef ég komið heim til Sigríöar Bíldals og hennar f jölskyldu o*g þar hitti ég Ragnar Thor- arensen, og báðu þau mig að skila kveðju heim til Sigluf jarðar. Hér er ég kölluð Dísa, en ef ég nefni seinna nafnið mitt, hrista Amaríkanarnir höfuðið. Jólin hér eru talsvert frá- brugðin jólunum heima, þó er mikið um skreyltingar og við fengum jólatré, sem náði frá gólfi og upp í loft. Hér er aldrei snjór, svo þetta voru græn jól, og var það nýtt fyrir mig. En það verð ég að segja, að þótt snjór- inn sé kaldur, varð mér hlýtt í hjarta að hugsa til hvítu jólanna heirna. Á aðfanga- dagskvöldið las ég jólaguð- spjallið á íslenzku, svo las Linda systir (þessi 17 ára) það á eftir á ensku. Það sem eftir var af kvöldinu var horft á sjónvarp. Á jóla- dagsmorgun voru jólapakk- arnir teknir upp, og fékk ég mikið í jólagjöf. Heimanað komu margar gjafir og einn- ig fékk ég gjafir frá fjöl- skyldunni hérna. Allt skraut var tekið niður daginn fyrir gamlaársdag. Gamla árið kvaddi og nýja árið heilsaði án flugelda. Kæru Siglfirðingar. — Ég sendi ykkur innilegar óskir um gleðilegt ár og hlakka til að sjá ykkur í sumar. Að lokum vil ég itaka fram, að ég er mjög glöð Framhald á 11. síðu SKEIFUR SLÉTTSKEIFUR SKAFLASKEIFUR HÆLASKEIFUR Innpakkaðar, einn gangur í pakka, tíu gangar í kassa. HEILDSÖLUBIRGÐIR verkfœri & járnvörur h.f, Skeifan 3 B — Símar 84480 - 84481 VERDUEKKUH Ódýrt og gott fóður ísl. fóðurblöndur: Valsað bygg Ómalað bygg, ósekkjað Nýmalað byggmjöl Nýmalað byggmjöl, sekkjað Dönsk kúablanda -A- köggl- uð, ósekkjuð á bifreið do. í sekkjum Kúafóður -0- sekkjað do. -13- — Sauðfjárblanda -12- sekkjuð Reiðhestablanda — Enskar fóðurvörur, viður- kenndar fyrir gæði Kúafóður, kögglað -Ex55- do. -115- Bændur, kynnið ykkur verð og gæði varanna hjá um- boðsmönnum okkar: Verzlun Sig. Pálmasonar, Hvammstanga Zóph. Zóplianíassonar, Blönduósi Verzl. Lundi, Varmahlíð FÓ9URBLAHDAN HF, 3, GRANDAVEGI 12 SÍMI 24360

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.