Einherji


Einherji - 12.05.1970, Qupperneq 7

Einherji - 12.05.1970, Qupperneq 7
Þriðjudagur 12. maí 1970 EINHERJI 7 Útg'efandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna £ Norðurl.kjördæmi vestra Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson. Blaðamaður: Guðmundur Halldórsson. Skrifstofa og afgreiðsla: Suðurgata 3, Sauðárkróki. — Sími 5374. Pósthólf 32. Ársgjald kr. 150,00. Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Sækjum fram til sigurs Nú fer í h önd tími nppgjörs og reikningsskila í op- inheru lífi á landi hér. Á þessu vori fara fram bæjar- og sveitastjórnarkosningar, að ári liðnu verður kosið til alþingis. Það er eðlilegt að á slíkum tímamótum sé lítil- lega staldrað við, og lwer þjóðfélagsþegn geri upp af stöðu sína til flokka og stjórnmálastefna, í samræmi við það, hver þjóðfélagsþróunin hefur að hans áliti ver- ið á síðustu tímum. Það má öllum Ijóst vera, lwersu straumurinn í íslenzk- um þjóðmálum hefur legið til hægri. Sú óheillaþróun hefur staðið í þrjá áratugi, þó að um þverhak hafi keyrt síðasta áratuginn. Sundrungin í röðum vinstri manna er orsök þessa ófarnaðar. Því að engan veginn er því svo farið, að þessi framvinda málanna sé raun- verulega sú, sem Islendingar vilja. Við búum á norður- hjara heims í mjög fámennu og slrjálbijlu landi, snauðu af auðæfum, sem eru lielztu hornsteinar í efnahagslífi iðnþróaðra milljónaþjóða. Þessvegna þarf þjóðfélag okkar, öðrum fremur, að bgggja tilve.ru sína á skipu- lagsliyggju, samvinnu og samhjálp. 1 stað þess setja núverandi valdhafar auðmagnið í öndvegi, veita erlendu einkafjármagni forréttindaaðstöðu í íslenzku atvinnu- lífi, innlima landið í efnaliagssamsteypur stórþjóðanna, og stefna vitandi vits í einu og öllu að þjóðfélagi kapítal- ismans Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega furðulegt fyrir- brigði og sú aðstaða, sem honum hefur tekizt að skapa sér í þjóðmálum okkar um og upp úr miðri 20. öld, verður örugglega forvitnilegt viðfangsefni fyrir sagn- fræðinga framtíðarinnar. Og þó að flokkurinn viður- kenni félagsleg úrræði í vissum greinum, sýnir reynslan, svo að ekki verður um villzt, lwer hin raunverulega stefna er, þegar flokkurinn Iiefur haft sterkustu aðstöð- una, eins og síðasta áratuginn. Alþýðuflokkurinn hefur nú um skeið valið sér það hlutskiptið, að stuðla að þeirri þjóðfélagsþróun, sem hann í upphafi var í mestri andstöðu við. Innbyrðis átök hafa öðru fremur sett svip sinn á flokkinn undan- farna áratugi. Við slíkar aðstæður hjá stjórnmálaflokki má kannske segja, að mannlegt sé að grípa til tækifæris- sinnaðra úrræða, en stórmannlegt er það ekki. Hinn þröngsýni og og öfgafulli áróður flokksins gegn íslenzk- um landbúnaði nú um skeið, hefur ef til vill aflað hon- um nokkurra atkvæða, en eykur naumast hróður hans til frambúðar. Og öllum má vera augljóst, að aldrei verður Alþýðuflokkurinn verkalýðsflokkur, sem á sínu blómaskeiði. Ennþá síður hið sameinandi afl vinstri manna til sjávar og sveita. Ot úr eldraun hjaðningavíg- anna kemur lítill, ógeðfelldur millistéttaflokkur, þar sem félagslegar úrlausnir verða látnar víkja fyrir smá- borgaralegu makræði í öllum greinum. Þau stjórnmálasamtök, sem hafa gengið undir nafn- inii Alþýðubandalag, eru nú klofin í þrennt, máttlaus og viljalaus um alla forustu í hagsmunamálum almennings. Ber aðgerðarleysið í kjaramálum verkalýðsins gleggstan vottinn nm það. Enda voru það Sjálfstæðismenn, sem í upphafi greiddu götu kommúnista í verkalýðshreyf- ingunni, og jafnan síðan legið leyniþráður milli öfga- flokkanna til hægri og vinstri á þeim vettvangi. Þó að einangrun kreddukommúnista í pólitískum sér- trúarsöfnuði megi vera sönnum vinstri mönnum óbland- ið gleðiefni, þá verða hin flokksbrotin aldrei til forustu fallin, né til sameiningar umbótaaflanna. Til þess er getuleysið of augljóst og forustan að öllu leyti mis- heppnuð. Framsóknarflokkurinn gengur sterkur og samhentur til þeirra kosninga, sem fyrir dyrum standa. Hann hef- ur lýst skilmerkilega andstöðu sinni við íhaldsaðgerðir stjórnarvaldanna, en jafnframt gefið ríkisstjórninni færi á að sýna stefnuna í verki. Þar hefur haldleysi íhalds- Að grýta úr glerhúsi Stefán Guðmundsson Hreinn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki ritar Sauðárkrókspistil Mjöln is 27. apríl s. 1. 1 upphafi greinarinnar ræðir hann um afskipti Lions- og Rotary- klúbbanna af framboðsmál- um hér á Sauðárkróki. Ég vil taka það fram, Hreinn, að ég er ekki búinn að starfa lengi í Lionsklúbbi Sauðárkróks, en þó það lengi, að ég tel hvorki að ég eða aðrir, sem starfa hér í félögum, sem hafa það sem aðalstefnumál sitt að vinna að líknar- og menningarmál- um, svo sem Slysavarnarfé- lag, Rauði kross, Rotary og Lion, þurfum að biðja bæj- arbúa afsökunar á starfi okkar að hinum ýmsu mál- um í bæ og héraði. Hitt er svo í anda þinnar blaða- mennsku, að geta ekki eða vilja ekki segja rétt frá hverjir starfi í nefndum klúbbum og hverjir séu í framboði hér á Sauðárkróki. — Bæjarfréttir okkar Fram- sóknarmanna fara alltaf illa í Hrein. Þær spilla því mark- rniði hans að feta í fótspor- in hennar Gróu frá Leiti. Þú minnist á í grein þinni auglýsingastarfsemi af minni hálfu og tekur fyrir ráðn- ingu ykkar á skrifstofu- manni hjá Sauðárkróksbæ. Það er nú þannig með mig, að ég vil ekki láta birta þær greinar mínar, sem ég get ekki látið nafn mitt við. Hinsvegar þekkjum við báð- ir menn, sem skrifa nafn- lausar greinar. Nú vil ég upplýsa þig um það, Hreinn, að sú frétt, sem birt er í Bæjarfréttum um skrifstofumanninn marg- nefnda, er ekki skrifuð af mér, en fréttin er í alla staði rétt og hlutlaus frásögn af því, hvernig það mál gekk fyrir sig. Hinsvegar ferð þú frjáls- lega með sannleikann, þegar þú hefur eftir bæjarstjóra, að hann hafi aldrei rætt við Guðmund Ó. Guðmundsson. Bæjarstjóri lýsti því yfir á bæjarstjórnarfundi, að hann mælti eindregið með ráðn- ingu Guðmundar Ó. Guð- mundssonar. Bæjarstjóri ræddi við suma umsækjendur í síma um starfið, en Guðmundur var eini aðilinn úr hópi umsækj- enda, sem bæjarstjóri hafði rætt við persónulega, og það oftar en einu sinni. Bæjarfulltrúar eiga ekki að skýra borgurunum þann- ig frá gangi mála, eins og þú gerir, Hreinn. I lok greinar þinnar kem- ur þú að íþróttamálum hér á Sauðárkróki og segir: ,,Nú er svo komið, að Framsókn þykir heppilegra að láta úrræðanna komið glöggt í Ijós og stjórnin fallið á einu prófinu af öðru. Stjórnarandstaða flokksins hefur því í senn verið ákveðin og ábyrg. Síðustu bæjarstjórnarkosningar gengu flokknum mjög í vil og í fjórum kaupstöðum landsins varð hann stærsti flokkurinn. I þessu kjördæmi hnekkti hann áratuga veldi íhalds- ins á Sauðárkróki og Blönduósi og styrkti auk þess veru- lega aðstöðu sína á Siglufirði. Mun það mál allra rétt- sýnna manna, að mjög hafi skipt um til hins betra, þar sem flokkurinn hefur tekið við forustu bæjarfélaga, þeg- ar framfarir og umbætur hafa leyst úrræðaleysi og íhaldssemi af hólmi. 1 dag er sumardagurinn fyrsti. Það andar kalt af norðri, en samt hefur vetur verið hrakinn frá völdum og senn hlýnar á ný. Er ekki líka tími til þess kominn, að þeim íhaldsvetri, sem he-rjað hefur í íslenzku þjóð- lífi nú um hríð, taki að linna? Til þess að svo megi. verða, hlýtur sterkur umbótaflokkur í bæ og byggð að vera takmarkið. Framsóknarflokkurinn einn flokka lief- ur möguleika á að verða það í fyrirsjáanlegri framtíð og skortir aðeins herzlumuninn til þess. Stéttir með mis- mnnandi hagsmuni og ólík viðhorf í ýmsum efnum get- ur að sjálfsögðu greint á um margt. Þannig er það alllaf í stórum flokki. En ætíð á það að mega sín meira sem sameinar, en það sem sundrar. Þannig hefur það verið innan Framsóknarflokksins, en öndvert með hina vinstri flokkana. Því hefur ferill hans verið allur annar ev þeirra. Þessvegna sækja framsóknarmenn fram til sig- urs í því þjóðmálauppgjöri, sern nú er á v.æsta leyti, fullvissir þess, að raunverulegt sumar fari i hönd. GLEÐILEGT SUMAR P. Sig. þögnina umlykja þennan fjáraustur.“ Þetta er ekki heldur rétt, Hreinn. Við bæj- arfulltrúar Framsóknarfl. erum tilbúnir að ræða hvort heldur er við þig eða aðra um bæjarmál, þar með talin íþróttamál, hvar og hvenær sem er. I Bæjarfréttum segi ég m. a. um íþróttamálin, „að byggingu íþróttavallar og sundlaugar muni ljúka í sum ar.“ Hinsvegar höfum við ekki sagt frá því, hvað það hefur kostað bæjarfélagið, að nokkrum bæjarfulltrúum og þar á meðal þér hefur tekizt að draga þessar fram- kvæmdir á langinn og gera þær þannig stórum dýrari en annars hefði orðið, og má í því sambandi nefna Gagnfræðaskólann nýja sem dæmi um það, hvernig á að standa að framkvæmdum, enda varð hann nokkrum milljónum ódýrari en áætlað var. Andstæðingar ofckar Fram- sóknarmanna halda þvífram að við hugsum of mikið um íþróttamálin. Þetta er ekki rétt. Við teljum að þessi meirihluti, sem Framsóknar- menn standa að, hafi gert meira í atvinnumálum og 1 uppbyggingu Sauðárkróks, en nokkur önnur bæjar- stjórn. Hinsvegar skilur þar á milli feigs og ófeigs, að við teljum okkur m. a. til þess kjörna að vinna í bæj- arstjórn að uppbyggingu ýmiskonar æskulýðsmála. En af fenginni 4 ára reynslu og reyndar lengri, veit ég að þið teljið ykkur ekki þurfa að lí’ta til með því unga fólki sem hér er að vaxa upp, þannig að það geti orðið sem nýtastir borgarar. óg að lokum þetta, Hreinn Höfðuð þið fjórmenning- arnir, sem réðuð skrifstofu- manninn, rætt persónulega við umsækjendur og kynnt ykkur stárf þeirra og hæfni áður en þið greidduð at- kvæði í bæjarstjórn? Hvað telur þú merkasta málið, sem þú eða frú Huida hafið borið fram í bæjar- stjórn s. 1. 4 ár, en Fram- sóknarmenn staðið gegn? Hvenær er árangurs að vænta af starfi þínu sem fulltrúi Sauðárkróksbæjar í Atvinnumálanefnd Fjórðugs- sambands Norðlendinga og hvað gerði nefndin til að draga úr atvinnuleysinu á Sauðárkróki s. 1. vetur? Stefán Guðmundsson AB DETTA OFAN í SJÁLFAN SIG Framhald af 6. síðu félagsfund, þyki heldur utan- garna. Þeir geta varla talizt í bráðri lífshættu, sem ekki vilja þiggja þann björgunar- hring, sem að þeim er rétt- ur. -mhg

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.