Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1936, Side 8
14
T 1 M A R I T V. F. 1. 1 9 3 6.
75% af hinum nothæfu efnum, en 25% af þeim
tapast. Nærri því % af þessu tapi kemur á eggja-
hvítuefnin, en hitt aðallega á fituna, af því að
steinefnin eru tiltölulega lítill hluti (5—6%) af
nothæfu efnunum.
Loks vil eg aðeins minnast lítið eitt á skiftingu
olíunnar í pressuolíu, þróarolíu og úrgangsolíu,
sem sýnd er í töflu VI, ásamt tilheyrandi sýru-
innihaldi.
Úrgangsolían svonefnda er hið lakasta af oliunni,
með því að i henni er jafnan meira af vatni, ó-
hreinindum og sýru en í hinum tegundunum, en
þetta þrennt er það, sem aðallega ræður gæðum
olíunnar. Því minna sem er af þessum efnum, því
betri er olían. I úrgangsolíunni er sýran oftast 10
—20%, en eg minnist þess, að hún hafi orðið um
50%. Úrgangsolían hefir að einu sumri undanskildu
orðið 2—ca. 6% af allri olíunni.
Þróarolían er sú olía, sem pressast úr síldinni
meðan hún liggur í þrónum. Hún er mjög oft svo
góð, að hægt er að láta hana saman við aðaloliuna,
sem fæst þegar síldin er pressuð (pressuolian). En
annars er þróarolían oft bætt með litlum tilkostn-
aði í verksmiðjunum, svo að hún geti farið sam-
an við pressuoliuna. Þar sem engin þróarolia er
tilgreind, hefir mestur hluti hennar farið saman
við pressuolíuna, en það lakasta í úrgangsoliuna.
Eins og taflan ber með sér, hefir pressuolían (á-
samt nokkru af þróarolíu) í S R og S R P numið
86—98% af allri olíuframleiðslunni. Hjá SRN er
öll olían færð undir pressuolíu, en þar í er inni-
falin þróarolía, með þvi að hún fór, að minnsta
kosti að langmestu leyti, saman við pressuoliuna,
eins og hjá hinum verksmiðjunum. Það, sem kann
að hafa komið af úrgangi úr þróarolíunni, er tal-
ið með í úrgangsolíu S R, vegna þess að þróarolían
var sameiginleg hjá þessum verksmiðjum. tJrgang-
ur þessi hefir verið fyrir neðan 1% af allri oliunni
og þykir mér ekki ástæða til þess að fara að gera
áætlun um svo lítið, en get þessa aðeins hér til
skýringar.
Það mætti segja ýmislegt fleira um þessi mál,
en það verður að bíða seinni tíma. Eg vona, að
tölur þær og annað þessu víðvíkjandi, sem eg liefi
dregið hér saman á einn stað, geti orðið til fróð-
leiks og gagns fyrir þá, sem í framtíðinni kunna
við þetta að fást.
Vatnsrennslismælingar í Fjarðará við Seyðisfjörð.
Hjörtur Sigurðsson, rafmagnsstjóri á Seyðisfirði mældi.
Að tilhlutun Jakobs Gíslasonar verkfræðings hefir
Hjörtur Sigurðsson rafveitustjóri á Seyðisfirði gert
vatnsrennslismælingar í Fjarðará árin 1931—1932
og 1934 og það sem af er árinu 1935. Heldur hann
mælingunum áfram.
Hann hefir gert fjölda margar vatnsrennslismæl-
ingar við mismunandi rennsli í ánni, en vatnshæðar-
athuganir hefir hann gert að jafnaði þrisvar í viku.
Hjörtur á þakkir skyldar fyrir mælingar þessar,
því hingað til hefir ekkert verið vitað um rennslis-
háttu ánna í Austfjörðum.
Rennsli í Fjarðará háttar mjög öðruvísi til, en
rennsli þeirra áa hér sunnan-, vestan- og norðanlands
sem kunnar eru, að þvi leyti að vatnsmagnið er miklu
breytilegra. Minnsta rennsli hennar, miðað við úr-
komusvæðið mikið minna, en mesta rennsli talsvert
meira og hlutfallið milli minnsta og mesta rennslis
1 : 284 á móti 1 : 70 í Glerá og 1 : 83 í Elliðaám. Ligg-
ur þetta sennilega í þvi, að jarðvegur er þarna yfir-
leitt grunnur og aðdragandi árinnar stuttur og fall-
mikill.
Lausleg athugun í þeim ám, sem virkjaðar eru á
Austfjörðum, sýnir, að rennsli jæirra er líkt og í
Fjarðará. að minnsta kosti hvað það snertir, að flóð
og lítið vatnsmagn í þeim koma fyrir á sama tíma
og vara jafn lengi.
Sama gegnir um Gilsá, sem við höfum nú látið at-
huga i eitt ár, enda þólt liún renni til vesturs, til Hér-
aðs, og aðdragandi hennar sé talsvert lengri.
Mælt minnsta rennsli hennar er 3.3 l/sek./km2
og var sama dag jafn mikið rennsli af km2 í Fjarð-
ará.
Loks hefir Fossá við Þórshöfn verið mæld nú síð-
asta hálfa árið og að því er séð verður af þvi, svipar
henni einnig til Fjarðarár, þó hefir minnsta rennsli
hennar, miðað við úrkomusvæðið, mælst talsvert
minna eða ca. 1.6 l/sek./km2.
Um Fjarðará er þetta helzt að segja: