Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Blaðsíða 7
TlMARIT V.F.Í. 1945 53 Á sama hátt hefir vatnsnotkunin verið reiknuð út við ársálagsstuðla 0,30 og 0,45 með mismunandi álagi. Er það gert á sama hátt og gert var fyrir álags- stuðulinn 0,37 hér að framan. Skal því ekki farið nán- ara út í þá reikninga hér, en aðeins sýndur árangurinn á 7. línuriti, en þar sést í heild mesta rúmtk vatns- geymisins við mismunandi mesta álag fyrir álags- stuðlana þrjá 0,45, 0,37 og 0,30 miðað við minnsta rennsli veturinn 1935—1936. Ef nú er reiknað með mesta nýtanlegu rúmtaki vatnsgeymisins, 29 millj. m‘, fæst 2. tafla samkvæmt 7. línuriti. 2. tafla. Mesta álag kW Álags- stuðull Ársorkuframleiðsla í millj. kWh. 4000 0,305 10,7 3500 0,335 10,2 3000 0,383 10,0 2500 0,445 9,75 Tafla þessi sýnir, að með álagsstuðli 0,36, nálægt því, sem áætlað var á 5. rekstursári stöðvarinnar, verður mesta álag stöðvarinnar 3200 kW eða um 4500 hestöfl. Taflan sýnir ennfremur að hækkun á álagsstuðlin- um t. d. með aukinni sölu til upphitunar að vetri, orsakar lækkun á mesta afli stöðvarinnar niður í 2500 kW við álagsstuðul 0,445, og bendir það til, að stilla þurfi í hóf sölu til upphitunar meðan verðmæt- ari markaður er fyrir aflið til síldarvinnslu eða ann- arar iðju. Þá sýnir taflan að aukning á vélaafli stöðv- arinnar frá 3200 kW í 4000 kW, um 25%, eykur að eins ársvinnslu frá 10,1 í 10,7 millj. kWstundir þ. e. um 6%. Hver kWstund í viðbótarorkunni verður því hlutfallslega dýr og óvíst hvort síldarverksmiðjun- um væri hagur í að kaupa hana þessu verði. Á 8. línuriti er nú sýnt rúmmál nauðsynlegs vatns- geymis, ef gert er ráð fyrir mesta álagi stöðvarinn- ar 3200 kW, (samsvarandi ársálagsstuðli 0,37) fyrir öll árin 1930 — 1937. Mesta nauðsynlegt rúmmál vatnsgeymisins verð- ur 25 millj. m", svo sem fyrr, í lok aprílmánaðar 1936. Þar næst þarf mest að grípa til vatnsgeymisins í septembermánuði áranna 1932, 1933, 1935 og 1937. Þetta hefir að sjálfsögðu sérstaka þýðingu við ákvörðun á stærð véla í stöðinni, þar sem að síldar- verksmiðjurnar starfa einmitt í septembermánuði og stöðin þyrfti þá að ná fullum afköstum. Hinsvegar minka afköst túrbínanna með lækkandi vatnsborði. Á 8. línuriti eru því einnig sýndar breytingar á efra vatnsborði stöðvarinnar (fundnar af 2. línuriti) og er þá gert ráð fyrir hæsta vatnsborði í hæð 48,5 m. í sept. 1932 er efra vatnsborðið komið niður í hæð 44,0, samsvarar það 36,5 metra nettófallhæð á móti fullri nettófallhæð 41,0 m. Ef mestu afköst stöðvar- inar við 36,5 m nettófallhæð væru 4800 hestöfl (3600 kW) yrðu afköstin við fulla vatnshæð að vera 36,5 X V34(;s X 4800 = 5700 hestöfl (3800 kW) í lok aprílmánaðar 1936 er vatnsborðið komið nið- ur í hæð 39,8 m, er samsvarar 32,3 metra nettófall- hæð, og eru þá afköst stöðvarinnar kominn niður í 2250 kW. En hins vegar geta nú aflstöðvar síldar- verksmiðjanna og Siglufjarðarbæjar með ca 800 kW vélaafli komið til aðstoðar, þannig að halda hefði mátt svo til fullu álagi, þó að þess sé væntanlega ekki þörf á þeim tíma árs. Svo sem að framan er sagt, er mesta álag stöðvar- innar talið um3100 kW og þyrfti þá samkvæmt fram- ansögðu uppsett vélaafl að vera um 3800 kW. Er nú vélaafli þessu skift niður á tvær vélar. Hefir 1. vélin, sem upp er sett nú, verið valin 2400 hestöfl (1600 kW) að afli við 42 m nettófallhæð. Stærð næstu vélar yrði þá 2200 kW. En ef til vill gefst tæki- færi til þess að endurskoða þá tölu, að fenginni reynslu af rekstri 1. vélarinnar með tilliti til álags og frekari rennslismælinga. Útreikningar á mesta afli stöðvarinnar hér að framan eru miðaðir við, að stöðin geti fullnægt raf- 8. línurit. Vatnsmiðlun og vatnsborðsbreytingar með 3200 kW mesta álagi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.