Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.11.1945, Blaðsíða 15
TÍMARIT V.F.I. 1945
61
Edy Velander, verkstállande direktör i sænska Ingenjörveten-
skapsakademiinu, fram á það, að ég mætti sem fulltrúi Is-
lands á árshátið Akademísins hinn 23. og 24. október, en það
var fyrsta hátíðin eftir stríðið og svo til ætlazt, að þar yrðu
fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Tjáði ég honum, að það
mundi ég ekki geta, með því m. a. að ég gerði ráð fyrir
að halda heim til Islands kringum 20. október, en benti hon-
um hins vegar á, að snúa sér til dr. Jóns Vestdal, formanns
v- P. I., og mun hann hafa gjört svo. Siðar atvikaðist það
svo, að ákveðið var, að flugvélin, sem ég ætlaði með heim,
færi ekki frá Stokkhólmi fyrr en 25. október, eða daginn eftir
úátiðina. Fór þá formaðurinn, dr. J. V., fram á það við mig,
að ég yrði fulltrúi V. F. 1. á hátíðinni.
Eftir að hafa farið til Danmerkur og Noregs, kom ég
aftur til Stokkhólms mánudaginn 22. október, en hátíðahöld-
m hófust daginn eftir með hádegisverði í salarkynnum verk-
fræði-vísindafélagsins, og síðar þann dag voru haldnir fyrir-
lestrar í Nobelsstofnuninni. Næsta dag, 24. okt., kl. 14, hófst
svo hin eiginlega hátíð, þar sem fulltrúar Norðurlandanna
fluttu erindi og gerðu hver um sig grein fyrir teknískri vís-
indastarfsemi lands síns á stríðsárunum. Fyrir hönd Dan-
merkur talaði próf. Anker Engelund, forseti tekníska vísinda-
félagsins i Danmörku og rektor Danmarks tekniske Höjskole,
fyrir hönd Finnlands próf. Martti Levóri, aðalforstjóri fyrir
teknísku rannsóknarstofnunum ríkisins og framkvæmdastjóri
fyrir iðnaðarsambandi Finnlands, fyrir hönd Noregs próf.
Fredrik Vogt, rektor Norges tekniske högskole, og ég fyrir
hönd Islands.
Þá flutti próf. Edy. Velander skýrslu um starfsemi sænska
visindafélagsins og um þróun teknisk-vísindalegra rannsókna
almennt, og var það langt, ítarlegt og mjög fróðlegt erindi,
enda víða komið við, og fylgdu því skuggamyndasýningar.
var þar meðal annars gerð nokkur grein fyrir atóm-rannsókn-
unum.
Síðan var nokkurt hlé, en kl. 19.15 hófst hátíðin aftur með
ávarpi, er Preses IV-Akademísins, fil. doktorn Sigurd Nauck-
h°ff, flutti, Því næst flutti símamálastjórinn sænski, general-
direktörinn próf. Hákon Sterky, ítarlegt og framúrskarandi
fróðlegt erindi ura „radiotekniken under och efter kriget“.
Þá var úthlutað heiðurs-medalíum vísindafélagsins til nokk-
urra manna, er skarað hafa fram úr í teknískum efnum eða
teknískri starfsemi. Fyrstui’ meðal þeirra var gufutúrbinu-
konstruktörinn Birger Bjungström. Medalíurnar afhenti krón-
Prinsinn sænski, en hann og elzti sonur hans sátú fundina.
A-ð síðustu var veizla í hátiðasölunum í Grand Hotel.
Forseti vísindafélagsins og framkvæmdastjóri þess fólu mér
a<5 flytja formanni Verkfræðingafélags Islands og félaginu
beztu kveðjur.
Mikill fjöldi vísindamanna og verkfræðinga tóku þátt í
Þessum hátíðahöldum, sennilega 3—400.
30. 10. 1945.
Guðmundur Hlíðdal.
Tímarit V. F. I.
Það munu aðeins vera til 2 íslenzk timarit, sem ekki eru
Vlð alþýðu hæfi, ekki „populár," eins og það er kallað. Eru
það Læknablaðið og Tímarit V. F. í. Það er erfitt að gefa
ut sérfræðileg tímarit á íslenzku og eru erfiðleikarnir við
Það fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis. Askrifendur að slíkum
timai'itum eru alltaf miklu færri en að þeim tímaritum, sem
allir geta Iesið og haft gagn eða gaman af. Þessi alþýðlegu
timarit virðast samt eiga allerfitt uppdráttar og lifa oft
shammt, þó að fjái'hagur þeirra ætti að geta verið mun betri
en þeirra sérfræðilegu.
En hér kemur líka fleira til greina. Prentun sérfræðilegra
rita er oft mjög vandasöm og lítt eftirsótt af prentsmiðjunum
nú sem stendur. 1 slíkum ritum er oft mikið af alls konar
óvanalegum táknum og formúlum, auk þess margs konar
leturbreytingar, sérfræðileg heiti, myndir og töflur, sem geta
verið erfiðar viðfangs. Svo koma prófarkirnar útlits eins og
berjaskyr frá höfundinum. Setjararnir svitna og prentsmiðju-
eigandanum þykir afköstin lítil. Það er þá heldur viðkunnan-
legra á flatneskju reifaranna. Og það er arðvænlegra að
prenta þessar nýtizku útgáfur, þar sem settar eru aðeins 1
eða 2 vísur á hverja síðu, eða þar sem pappírinn er svo mikill
að bækurnar verða aðeins trölla meðfæri. Þessar útgáfur
eru nú að verða eins og illkynjuð æxli (cancer) í íslenzkum
bókmenntum og gera útgáfu nauðsynlegra sérfræðirita mjög
erfiða.
Tímarit V. F. I. er nú 30 ára gamalt. Hefur það flutt fjölda
greina, sem hafa að geyma ómetanlegar heimildir fyrir alla
þá, er fást við verklegar framkvæmdir hér á landi. Það má
óhikað telja þýðingarmesta verk V. F. í„ að hafa gefið þetta
tíma.rit út, og það verður vafalaust eitt höfuðverkefni félags-
ins í framtíðinni.
Fjárhagur timaritsins hefur oft verið þröngur, enda þótt
stjórnir félagsins, ritnefndir og rithöfundar hafi lagt fram
við það mikla vinnu endurgjaldslaust. Nýlega var ráðist í
það að stækka tímaritið úr 8 örkum upp í 12 arkir. Samtímis
var upplag þess stækkað og gerðar ráðstafanir til þess að
auka útbreiðsluna. Hefur áskrifendafjöldinn aukizt talsvert.
Ber hvort tveggja til, að margir ungir verkfræðingar hafa
komið til la.ndsins og fjölda margir einstaklingar og bæjar-
félög, sem fást við verklegar framkvæmdir og framleiðslu,
hafa komið auga á það, að Timarit V. F. 1. er ómissandi fyrir
þá. Þetta er samt ekki nóg. Tímaritið ber sig ekki.
Virðist nú vera tvennt til. Annað hvort að gera ritið alþýð-
legra og dreifa þvi meira út til fjöldans, eða þá að láta það
óbreytt, hirða ekki um að breiða það út til annarra en það á
erindi til, en hækka verðið bæði á áskriftum og auglýsingum.
Flestum félögum V. F. í. mun koma saman um það, að aðeins
síðari leiðin geti komið til greina. Tímaritið á að vera sér-
fræðilegt, en það á að seljast því verði, sem það kostar.
Til samanburðar skal þess getið hér, að Læknablaðið, sem
er að stærð 10—12 arkir á ári, kostar 50 krónur, en Tímarit
V. F. 1., sem er 12 arkir að stærð, kostar aðeins 20 krónur. 1
Tímariti V. F. 1. mun vera tiltölulega meira af auglýsingum
en i Læknablaðinu. Eru auglýsingar þessar að mínum dómi
til lýta eins og er. Ættu að vera miklu fyrirferðarminni og
mættu vera dýrari. Það verður að teljast mikils vert fyrir
auglýsendur, að geta með auglýsingu í einu blaði náð til allra
verkfræðinga í landinu og flestra annara, sem fást hér við
meiri háttar framkvæmdir og stjórn fyrirtækja. Auglýsingar
í Timariti V. F. 1. ættu því ekki að vera ódýrari en annars
staðar, og áskriftargjaldið að því ætti að vera jafnhátt og
að Læknablaðinu.
S. P.
Félagsmál.
Á fyrsta fundi vetrarins, sem haldinn var 17. okt„ mættu
17. nýir félagar Verkfræðingafélagsins í fyrsta skipti. Er það
stærsti hópur ungra verkfræðinga, sem í einu liafa gengið í
félagið, og fjórum fleiri en stofnendurnir voru á sínum tíma.
Margir þessara manna hafa teppzt i útlöndum undanfarin
ár að námi loknu og sumir verið furðulengi á leiðinni heim.
Er það þeim mun meira gleðiefni að hafa heimt þá heila heim,
og vona ég, að hver um sig fái hér starf við sitt hæfi, svo að
þeir geti allir orðið landi og þjóð að sem mestu gagni.
Fara nöfn þeirra hér á eftir, ásamt helztu æviatriðum
þeirra.