Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 17
TÍMARIT V.F.l. 1946 47 samkvæmt tilmælum bæjarstjóra um tilboð á vélum og háspennuefni frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hinn 23. okt. 1942 gerðu aðiljar með sér samning um virkjun Skeiðsfoss. Samkvæmt honum tók varnar- aðili að sér að gera fullnaðaráætlun um rafstöð í Fljótum og byggja hana. Skyldi verkið þegar hafið og því hagað með það fyrir augum, að hefja mætti rekstur stöðvarinnar á árinu 1943, ef mögulegt yrði að fá vélasamstæðuna til landsins svo tímanlega á því ári. Skyldi stöðin gerð á kostnað og ábyrgð sókn- araðilja, er greiða skyldi varnaraðilja að fullu allan kostnað af framkvæmd verksins, þar með talinn kostnaður af efniskaupum, verkakaup, verkstjóra- kaup, virkjakaup (,,Montöra“-kaup), verkamanna- tryggingar, eyðsla gagna, svo sem kola, olíu o. f 1., farmgjöld, farmtryggingar, flutninga, opinber gjöld o. s. frv. Fé það, sem varnaraðili hefði lagt fram til framkvæmdar verkinu, skyldi endurgreiða honum mánaðarlega, samkvæmt framlagðri skilagrein, en sóknaraðili skyldi annast útvegan á nauðsynlegum út- borgunum og bankalánum í Bandaríkjunum. Varnar- aðili skyldi hinsvegar leggja til blöndunarvélar með mótorum, lyftitæki og loftþrýstitæki, auk ýmissa minni véla, gegn tiltekinni leigu. Fyrir alla verkfræði- aðstoð, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, og fyrir að ganga frá fullnaðaráætlun, útvegun á efni og vél- um, stjórn og eftirlit með byggingarstörfum og upp- setningu, endurmyndun uppdrátta, símakostnað, ferðakostnað o. s. frv. skyldi sóknaraðili samkvæmt 6. gr. samningsins greiða kr. 200 000,00 ísl. og 26 000,00 dollara með nánar tilteknum gjalddögum. Miðað var við vísitölu 210, en breyting skyldi verða til hækkunar eða lækkunar, ef vísitala breyttist. Byggingarkostnaður var áætlaður í 3. gr. samnings- ins 4 millj. 250 þús. krónur, en ef hann reyndist minni, þá átti varnaraðili að fá 10% af þeirri fjár- hæð, er sparaðist, og ef byggingarkostnaður yrði meiri, þá skyldi draga 7%% af þeirri fjárhæð, sem fram úr áætlun færi, frá umsaminni þóknun. Skyldi þó ekki í þessu sambandi koma til greina breytingar á byggingarkostnaði, sem stafaði af verðbreytingu á efni, vélum, farmgjöldum, tryggingum, verkalaunum, bifreiðaakstri o. s. frv. Samkvæmt 8. gr. samningsins skyldi varnaraðili ,,bera tæknilega ábyrgð á fram- kvæmd verksins11, en hvorki á aðkeyptu fullbúnu efni né á vélum eða á útreikningi um vatnsrennsli, rúmmál og ummál geymisins. Fullnaðardrættir þeir, er varnaraðili er sagður hafa þá gert, skyldu sam- þykktir af verkfræðiyfirvöldum þeim, er hlut eiga að máli. Einnig skyldi varnaraðili vera háður því eft- irliti og þeirri umsjón, sem þessi yfirvöld eða eftir- litsmaður sóknaraðilja kynnu að hafa með fram- kvæmd verksins. Varnaraðili skyldi gera tímaáætlun um allt verkið með tilheyrandi áætlun um efnisþörf, mannþörf og f járgreiðslu, er leggja skyldi fyrir trún- aðarmenn sóknaraðilja til samþykktar. Og á meðan á verkinu stæði, skyldi varnaraðili senda sóknaraðilja mánaðaryfirlit yfir framgang verksins, er sýndi not- að efnismagn, vinnu og greiðslur. Loks segir svo í niðurlagi 8. gr. samningsins: „Verksali (þ. e. varnaraðili) er um eins árs skeið eftir að rekstur stöðvarinnar hefur verið hafinn skyld- ur til að bæta úr þeim göllum, sem kunna að koma í ljós á virkjuninni og stafa af vansmíðum. Þessi ábyrgð nær ekki til vélánna og ekki heldur til tjóns, sem stafar af völdum náttúrunnar eða öðrum ástæð- um, sem verksala ekki verður kennt um.“ I 9. gr. samningsins segir að endingu svo: „Rísi deilur milli verkkaupa og verksala út af skiln- ingi á samningi þessum eða um atriði, er lúta að fram- kvæmd verksins, bæði meðan á virkjun stendur og eins á ábyrgðarárinu, sker gerðardómur Verkfræð- ingafélags Islands úr ágreiningnum, og skulu aðiljar hlíta þeim úrskurði.“ Samkvæmt ómótmæltri skýrslu varnaraðilja var byrjað á framkvæmd verksins haustið 1942, og gerði varnaraðili þá víðtækar takymetermælingar á svæði því, er máli skiptir, þar á meðal á svæðinu kringum þrýstivatnspípuna. Verkinu seinkaði þó frá því, sem ráðgert hafði verið, enda fengust ekki vélarnar nægi- lega snemma til þess að rekstur mætti hef jast á ár- inu 1943. Svo reyndist og, að verkið varð mörgum sinnum dýrara en ráð var fyrir gert, einkum vegna verðhækkunar á byggingarefni, hækkunar verka- launa, þvingaðrar eftirvinnu o. fl. Sóknaraðili komst því í f járþröng, sem þó greiddist úr veturinn 1944. Var nú unnið að virkjuninni það ár, og var lagningu þrýstivatnspípunnar lokið í októbermánuði 1944 samkvæmt ómótmæltri skýrslu varnaraðilja. Var sér- stök áherzla lögð á framkvæmd þeirra atriða verks- ins, er nauðsynleg þóttu vera til þess að orkuverið gæti sem fyrst tekið til starfa og gefið sóknaraðilja tekjur. Loks hóf hann rekstur versins 29. marz 1945, þó að allmargt væri þá enn eftir ófullgert. Sumarið 1945 var verkinu haldið áfram, og var stíflan meðal annars hækkuð um 6 m. Tímabilið frá október 1944 til mailoka 1946 liggur þrýstivatnspípan eins og geng- ið var frá henni, og verða engin spjöll á jarðvegi við hana. Meðan varnaraðili enn vann að verkinu sum- arið og haustið 1945, varð enn fjárþröng hjá sóknar- aðilja, og greiddi varnaraðili þá fyrir hann rúmar 670 þús. krónur, en 29. nóv. 1946 lauk verki varnaraðilja. Var þá kominn til versins bæjarstjóri Siglufjarðar- kaupstaðar með verkfræðingi kaupstaðarins, ásamt einum verkfræðinga varnaraðilja, og gerðu verkfræð- ingarnir yfirlit um verk, sem enn þá voru óunnin þar í sambandi við orkuverið. Skuld sú, er varnaraðili taldi til hjá sóknaraðilja, stendur síðan óumsamin til 23. maí 1946, er aðiljar gerðu samning um hana með þeim hætti, að sóknaraðili viðurkenndi sig skulda varnaraðilja kr. 772 912,25, „dog med Forbehold overfor de Rettelser i Opgörelsen, som eventuelt vil

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.