Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 20
50
TlMARIT V.Í.F. 1946
er ómótmælt haldið fram af varnaraðilja, að timbur
hafi verið ófáanlegt, þegar gera skyldi þrýstivatns-
pípuna, og því hafi verið að því horfið að gera hana
af steinsteypu, enda var það gert með vitund og vilja
sóknaraðilja. Setning pípunnar austan ár, þannig
gerðrar, verður því ekki talin varnaraðilja til sakar.
1 öðru lagi reisir sóknaraðili kröfur sínar á því,
að varnaraðili hafi ekki látið fara fram rannsókn á
jarðvegi á svæðinu undir pípunni og umhverfi henn-
ar. Eftir 2. gr. samnings 23. okt. 1942 skyldi verkinu
hagað með það fyrir augum, að hefja mætti rekstur
stöðvarinnar á árinu 1943. Bendir þetta ekki til þess,
að það hafi verið tilætlun sóknaraðilja, að nokkrar
slíkar rannsóknir, sem hefðu hlotið að taka alllangan
tíma og urðu væntanlega einungis gerðar að sumar-
lagi, væru framkvæmdar, enda vafasamt og algerlega
ósannað, að þær hefðu ráðið nokkrum úrslitum um
staðsetningu pípunnar eða umbúnað, enda þótt verk-
fræðingar hafi talið þær æskilegar, en þó ekki óhjá-
kvæmilegar. Og loks var hér ekki kostur „geóteknik-
ara“ svonefndra, sem þó hefði verið heppilegt, ef ekki
nauðsynlegt, að hafa til slíkra rannsókna, ef þær
hefðu átt að koma að fullu gagni. Verður þetta at-
riði ekki talið varnaraðilja, eins og skiptum aðilja
málsins var háttað, til sakar.
1 þriðja lagi hefur sóknaraðili talið varnaraðilja það
til sakar, að hann hafi ekki lagt pípuna alstaðar á
klöpp, heldur sumsstaðar á „lausa“ undirstöðu, enda
hafi bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar allt þangað
til í september 1946 trúað því, að pípan hvíldi al-
staðar á klöpp. Það er þó fyrst og fremst mjög ólík-
legt, að það hafi dulizt öllum, sem gæta áttu hags-
muna sóknaraðilja og komið hafi á staðinn, meðan á
lagningu pípunnar stóð, að hún var ekki alstaðar
lögð á klöpp. 1 annan stað verður það ekki talið ófrá-
víkjanlegt, að slíkt mannvirki sé lagt á klöpp, heldur
einungis, að það sé sett á undirstöðu, er hafi nægi-
legt burðarmagn fyrir það. Virðist varnaraðili í hví-
vetna hafa haft þetta atriðið til hliðsjónar, er pípu-
stæðið var grafið, enda hafði þáverandi bæjarstjóri
Sigluf jarðarkaupstaðar, er hann kom á staðinn, engar
athugasemdir gert um þetta atriði, heldur innti hann
að því, hvort nauðsynlegt væri að grafa svo mikið í
þessu skyni sem varnaraðili taldi þurfa, með því að
gröftur var erfiður og dýr, en allt var vitanlega gert
á kostnað sóknaraðilja. Með því nú, að ekki hefur
komið neitt í ljós um það, að varnaraðili hafi metið
skakkt burðarþol pípuundirlagsins, þá verður hann
ekki sakaður um gáleysi að því leyti.
1 fjórða lagi hefur sóknaraðili fundið varnaraðilja
það til foráttu, að hann hafi að nokkru leyti lagt
pípuna of framarlega í brekkunni austan við ána
og framar (tæpar) en uppdráttur sýni. Um þetta er
það að segja, að pípan er lögð ofar, f jær ánni, en upp-
dráttur sá sýnir, sem legið hefur fyrir vegamálastjóra,
vatnamáladeild, og engar athugasemdir hafa verið
þar gerðar, né heldur af nokkrum þeim, er það mál
varðaði, meðan á verkinu stóð, enda ekki komið þá
neitt fram, er gæfi til kynna, að pípunni væri hætt
vegna legu sinnar að þessu leyti. Sýnist varnaraðili
þegar af þessari ástæðu ekki verða sakaður um gá-
leysi í þessu efni.
I fimmta lagi sakar sóknaraðili varnaraðila um það,
að þrýstivatnspípan sé „grafin svo lítið inn á stóru
svæði, að klakalyfting á vetrum nær inn að pípunni
og losar um jarðveg hennar og um pípuna sjálfa,“
eins og umboðsmaður sóknaraðilja segir í fyrra sókn-
arskjali sínu. Verkfræðingar þeir tveir, sem skoðuðu
mannvirki þessi síðast í júní 1946, segja ekki hæfa
að reikna með, að frost nái skemur en 1,2 m inn í
bakkann, mælt hornrétt á bakkaflötinn." En ef lág-
réttur stallur sé tekinn um pípustæðið, verði lengdin
inn í bakkann að frostlausri jörð um 1,7—2,1 m, og
ásetuflötur pípunnar hefði því þurft að liggja að
minnsta kosti fyrir innan þessi mörk og nokkru inn-
ar þó vegna þeirrar hættu, sem stafi af því, að vatn
grafi undan pípunni eða leysi upp jarðefnið undir
henni að framan. En síðast í maí 1946 hafði, eins og
áður er sagt, vatn raskað jarðvegi á einum kafla
neðan við pípuna. Varnaraðili staðhæfir, að „Rörets
Fundamentalkant overalt er lagt mindst 2 Meter fra
den oprindelige Skraanings Kant“, og að engin hætta
í þessu efni hefði getað átt sér stað, ef fyllt hefði
verið með pípunni að neðanverðu, eins og hann hefði
ætlazt til, en ekki verið gert vegna fjárskorts sókn-
araðilja. Og ekkert hafi komið fram fyrstu 14 mán-
uðina eftir að starfræksla versins hófst, er gæfi
ástæðu til að ætla, að frost hefði valdið tjóni, enda
þótt pípan væri ekki varin svo sem ráð var fyrir
gert. Auk þess telur varnaraðili, að jörð frjósi ekki
1,2 m niður, nema þar sem snjólaust sé og frost hald-
ist lengi i einu, enda fari þetta eftir ásigkomulagi
jarðarinnar á hverjum stað, og pípan vatnfyllt gefi
frá sér töluverðan hita til jarðarinnar kringum sig.
Að tilhlutan sóknaraðilja kvaddi héraðsdómari
Skagaf jarðarsýslu tvo menn, bæjarverkfræðing Siglu-
fjarðarkaupstaðar og einn af verkstjórum þeim, sem
unnið höfðu við virkjun Skeiðsfoss, til þess að rann-
saka þetta atriði og gera mælingar í því skyni. Þann
20. nóv. 1946 framkvæmdu þeir þetta verk. Hafa þeir
gert þverskurð af tilteknum punktum af pípunni, þar
sem þeir telja hana í hættu á ca. 200 m. kafla frá
stíflunni talið. Mælingar sýna, að á þverskurðum
þeim, er hinir dómkvöddu menn gerðu, er fjarlægð
sú, er verkfræðingarnir töldu minnsta vera mega
frá láréttum stalli á pípustæðið (þ. e. 1,7—2,2 m),
1,9 m á einum stað, en þar er hún á uppdrætti varn-
araðilja af pípuvirkinu 2,2 m. Alls staðar annars stað-
ar á þverskurðum dómkvöddu mannanna er hún 2,2
—4,8 m. Og hefur þó hrun úr bakkanum, sem vatn
sýnist hafa valdið, sumstaðar, að því er virðist, vald-
ið nokkrum breytingum. Af því, sem með þessum