Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 19
TÍMARIT V.Í.F. 1946
49
verði gert að greiða málskostnað, þar á meðal kostn-
að af gerðardóminum.
Varnaraðili hefur krafizt sýkna af öllum kröfum
sóknaraðilja, og að sóknaraðilja verði gert að greiða
málskostnað, þar á meðal kostnað af gerðardómin-
um.
Sýknukröfu sína styður varnaraðili fyrst og fremst
þeim rökum, að ábyrgð sín á virkjun Skeiðsfoss sam-
kvæmt samningi 23. okt. 1942 sé nú niður fallin sam-
kvæmt niðurlagsákvæði 8. gr. hans, með því að ár sé
liðið og meira en það síðan rekstur orkuversins hófst,
án þess að nokkrum kröfum hafi verið hreyft.
Ábyrgðarárið hafi sem sé runnið út 29. marz 1946,
enda hafi engir gallar komið í ljós á því varðandi
þrýstivatnspípuna um undirstöðu eða legu hennar eða
umhverfi. Sóknaraðili hefur fært móti þessu, að
ábyrgðarárið hafi ekki hafizt fyrr en varnaraðili
hætti störfum, 29. nóv. 1945, og að hann hafi jafn-
vel með samþykki sínu um að leggja atriðið um legu
pípunnar undir úrlausn gerðardómsins samþykkt að
telja ábyrgðarárið frá þeim tíma. Á hvoruga þessa
staðhæfingu verður fallizt. Sóknaraðili hóf rekstur
verksins þegar er fært þótti algerlega samkvæmt
sinni ákvörðun. Varnaraðili var þar aðeins ráðunaut-
ur hans og hafði engan ákvörðunarrétt þar um. Og
hitt er fjarstætt, að varnaraðili hafi samþykkt breyt-
ingu á ábyrgðarákvæði samningsins að þessu leyti
með samþykki sínu um lagningu máls þessa til úr-
lausnar gerðardómsins, enda hefur hann í því sam-
bandi áskilið sér rétt til þess að koma að öllum vörn-
um fyrir dóminum.
Þá hefur sóknaraðili lýst þeim skilningi sínum á
téðu ábyrgðarákvæði 8. gr. samnings 23. okt. 1942,
að varnaraðili yrði einungis skyldaður til að inna
vinnuskyldu af hendi til bóta á göllum, sem fram
kæmu á fyrsta rekstrarári versins, en fé væri hon-
um skylt að leggja fram til bóta á göllum, þótt þeir
kæmu síðar fram, eftir almennum reglum. Eftir þess-
um skilningi sóknaraðilja yrði skyldan til að bæta úr
vansmíðagöllum ótímabundin, svo að bótaskyldan
væri þá einungis háð reglum um fyrningu kröfurétt-
inda og um aðgerðarleysisverkanir af hálfu sóknar-
aðilja. Sú niðurstaða, sem þessi skilningur leiðir til,
sýnist næsta óeðlileg og væntanlega fjarstæð tilætl-
un samningsaðilja, með því að ólíklegt má virðast, að
varnaraðili, sem um virkjun Skeiðfoss var ein-
ungis tekniskur ráðunautur og framkvæmdarstjóri
sóknaraðilja með tillagi nokkurra verktækja frá
sjálfum sér, hefði nokkurn tíma ætlað sér að undir-
gangast slíka bótaskyldu, sem þá hefði hlotið að
koma fram í stórum hækkuðu endurgjaldi fyrir þjón-
ustu hans. Og sóknaraðili gat ekki gert ráð fyrir því,
að varnaraðili vildi takast hana á hendur, enda hefði
sóknaraðili þá þurft að setja alveg ótvírætt ákvæði
í samningnum um hana og fá til þess jafn ótvírætt
samþykki varnaraðilja. Ákvæði 8. gr. samningsins
leggur eftir orðum sínum varnaraðilja á herðar bæt-
ur á vansmíðagöllum, sem fram koma á fyrsta rekstr-
arári, annað hvort með vinnu eða fé eða hvoru-
tveggja, án þess að sóknaraðili þyrfti að sanna sök
hjá varnaraðilja, en óumþrætt er það, að engir slíkir
gallar, er mál þetta varðar, komu í ljós á nefndu
tímabili. Það sýnist efalaust, að tilætlun varnarað-
ilja hafi verið að leysa sig undan ábyrgð á göllum, er
fyrst kynnu að koma í ljós að liðnu fyrsta rekstrarári
versins. Og verkefnið verður því úrlausn þess, hvort
hann verði allt að einu gerður ábyrgur um galla, er
fram hafa komið eftir þenna tíma og mál þetta varða.
Aðiljar eru sammála um það, að það yrði að telja
til vansmíðagalla, ef þrýstivatnspípan væri svo háska-
lega sett og svo illa frá henni gengið af völdum varn-
araðilja sem sóknaraðili heldur fram. Og gæti þá til
mála komið, að varnaraðili ætti að bæta úr vansmíð-
inni á sinn kostnað, ef hún væri fyrir hendi og sókn-
araðili sýndi fram á það, að rekja mætti hana til
sviksamlegrar framkvæmdar manna varnaraðilja á
verkinu eða ef til vill til stórfelldrar vangæzlu þeirra.
Um frekari ábyrgð sýnist ekki vera að tefla, jafnvel
þótt almennar reglur kynnu, ef öðru vísi væri ástatt,
að leiða til ríkari ábyrgðar.
Um fyrra atriðið, sviksamlega framkvæmd af
hálfu varnaraðilja eða manna hans, er það að segja,
að sóknaraðili hefur hvergi innt að því í sókn málsins,
að varnaraðili eða menn hans hafi viljandi skýrt hon-
um rangt frá um nokkuð það, er hann kynni að hafa
betur vitað og máli skipti, né lagt viljandi dul á nokk-
uð slíkt, enda verður að telja varnaraðilja hafa ráð-
lagt sóknaraðilja og framkvæmt verkin eftir því, sem
hann taldi heppilegt að athuguðum öllum aðstæðum,
þar á meðal fjárhagshliðinni eftir föngum. Verður
og eigi heldur séð, hvað varnaraðilja hefði getað
gengið til að svíkja eða dylja sóknaraðilja nokkurs í
þessu sambandi, með því að það skipti hann ekki
fjárhagslega máli, en gat hins vegar stofnað áliti
hans í hættu og ef til vill bakað honum skaðabóta-
skyldu. Kröfur á hendur varnaraðilja verða því eigi
reistar á þessum grundvelli.
.Verður þá að taka síðara atriðið til athugunar,
enda telur sóknaraðili varnaraðilja hafa gerzt sekan
um mikið gáleysi um ákvörðun pípustæðisins og fram-
kvæmd verksins varðandi þrýstivatnspípuna.
I fyrsta lagi telur sóknaraðili, að miklu hefði verið
tryggara, og jafnvel að það eitt hefði verið tryggi-
legt, að leggja pípuna vestan Fljótaár. Tillaga um
lagningu pípunnar þar kom að vísu fram, en frá
lagningu þrýstivatnspípunnar þar var horfið, að því
er virðist 1938, og þá gert ráð fyrir setningu hennar
austan árinnar. Og samkvæmt því og með samþykki
viðkomandi yfirvalds vatnamála gerði varnaraðili í
uppdráttum mannvirkisins ráð fyrir setningu pípunn-
ar austan árinnar. Að vísu var ráðgert, að pípan
yrði gerð af tré með tilheyrandi undirstöðum, en því