Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 12
42 TÍMARIT V.F.l. 1946 efna orsökuðu skemmdirnar í sjóklæðunum, og varð það að samkomulagi milli framleiðendanna og mín, að ég rannsakaði það nánar.* Að vísu gat orsakanna einnig verið að leita hjá línolíunni, sem til framleiðsl- unnar var notuð, en það þótti ólíklegra. 3. mynd. Fyrst var því baðmullarvefnaður sá, er notaður var til framleiðslu á sjóklæðunum, rannsakaður með það fyrir augum að fá vitneskju um, hver steiningarefni hann innihéldi. Að því búnu var allmikið af óbleikt- um baðmullarvefnaði úr sama stranga skolað úr vatni, unz hann innihélt engin steiningarefni og síðan þurrkaður, en því næst var hann klipptur niður í pjötlur. Á þeim var merkt fyrir uppistöðu og ívafi, svo að enginn ruglingur gæti síðar átt sér stað að því leyti. En þessar vefnaðarpjötlur, sem allar voru jafnstórar, um 40x40 cm að stærð, voru notaðar til rannsóknarinnar. Með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknar þeirrar á efnainnihaldi steiningarinnar í baðmullarvefnaðinum, er áður getur, voru hinar steiningarefnafríu vefnað- arpjötlur gegnbleyttar með upplausnum af efnum þeim, sem steiningin hafði reynzt að innihalda. Þegar * Liðin eru nokkur ár síðan rannsóknum þessum var að fullu lokið. En ekki þótti rétt að birta niðurstöður þeirra þá strax, því að einkafyrirtæki eitt, Sjóklæðag'erð Islands h.f., bar allan kostnað af rannsóknunum, og virtist sanngjarnt, að það eitt nyti árarigursins fyrstu árin. Hafa þó engin tilmæli komið fram um það frá forstöðumönnum Sjóklæðagerðar- innar. efnin leystust ekki upp í vatni, voru þau hrærð vand- lega upp í vatni og pjatlan bleytt í því jafnframt. Hver upplausn innihélt aðeins eitt af þeim efnum, er fundizt höfðu í steiningunni, en pjötlur voru bleyttar í misjafnlega sterkum upplausnum, svo að vefnaður- inn innihéldi misjafnlega mikið af hverju hinna við- komandi efna. Voru pjötlur t.» d. vættar í 6 misjafn- lega sterkum zinkklórídupplausnum, 6 misjafnlega sterkum alúminíumsúlfatupplausnum o. s. frv. Rann- sakaðar voru verkanir alls átta mismuhandi efna, magnesíumoxyds, kalsíumoxyds, alúminíumoxyds, kalsíumklóríds, magnesíumklóríds, alúminíumklóríds, alúminíumsúlfats og zinkklóríds, en fleiri efni höfðu ekki fundizt í steiningunni, sem hægt var að búast við skemmdum af. Klístur, sterkja og önnur þess háttar efni eru ekki líkleg til að valda skemmdum í baðm- ullarvefnaði, þegar eins stendur á og hér. Þegar búið var að láta baðmullina sjúga í sig um- rædd efni, voru vefnaðarpjötlurnar hengdar upp til þerris, en síðan var rannsakað, hversu mikið hver þeirra innihéldi af viðkomandi efni. Þá var borin í hverja pjötlu soðin línolía, olían látin þorna nokkra daga, en síðan borin soðin línolía báðum megin á sér- hverja pjötlu einu sinni. Þá var ekki frekar aðhafzt 4. mynd. að sinni, heldur voru pjötlurnar látnar liggja í venju- legum herbergishita í 2 y2 mánuð. Að þeim tíma liðn- um voru þær klipptar eftir uppistöðuþráðum niður í ræmur, sem voru 2,5 cm að breidd og togþol þeirra ákveðið með venjulegum hætti. Voru það ætíð uppi- stöðuþræðirnir, er slitnir voru í sundur. IJr hverri

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.