Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 20.12.1946, Blaðsíða 11
TÍMARIT V.F.Í. 1946
41
nokkrum árum áður en síðari heimsstyrjöldin skall á,
var reynt að framleiða nóg af sjóklæðum hér á landi
til að fullnægja þörf landsmanna. Var það ekki hægt
með öðru móti en því að starfa að framleiðslunni
árið um kring, svo að nóg væri til, þegar þörfin var
mest, í vertíðarbyrjun. Mikið af sjóklæðunum var því
orðið margra mánaða gamalt, er farið var að nota
þau. Ágerðust þá skemmdirnar í sjóklæðunum til
mikilla muna og var orðinn verulegur bagi að þeim,
ekki einasta fyrir sjómennina, er sjóklæðin notuðu,
heldur einnig, og ekki síður, fyrir framleiðendurna.
Voru sum sjóklæðin orðin svo haldlítil og meyr, að
ekki þurfti nema lítið átak til að rífa heila og ónotaða
flíkina í sundur, og skipti það yfirleitt ekki miklu,
hvort notaður var þykkur eða þunnur vefnaður til
framleiðslunnar.
Þeir menn, ,sem að framleiðslunni stóðu, höfðu af
þessu hinar mestu áhyggjur. Tjáðu þeir innlendri og
erlendri rannsóknarstofnun vandræði sín, en án
árangurs. Einnig leituðu þeir fyrir sér um upplýsing-
ar, hvernig á þessum skemmdum kynni að standa, hjá
verksmiðjum þeim, er framleiddu baðmullarvefnað-
inn, en ekki gátu þær heldur ráðið í það, hverjar
væru orsakir þessara skemmda. Reynt var enn frem-
ur að fá upplýsingar frá verksmiðjum, er hefðu sams
konar framleiðslu með höndum, og var sú málaleit-
un einnig árangurslaus, enda sízt við því að búast,
að þær létu nokkrar upplýsingar í té, er að gagni
mættu koma.
Þegar mér var skýrt frá skemmdum þessum í hin-
um olíuborna baðmullarvefnaði og mér sagt frá því,
hvernig þær lýstu sér, minntist ég fyrirlesturs eins,
er kennari minn í teknískri organískri kemíu, prófes-
sor Theodor Steinkopf, hélt eitt sinn fyrir okkur
nemendum sínum. Kom hann með rifna kvenregn-
kápu með sér og sýndi okkur hana. Sagðist hann
næstum hafa komizt í vandræði við rannsókn á orsök-
unum fyrir skemmdum þeim, sem fram komu í þess-
ari kápu og mörgum öðrum. Lýstu skemmdirnar í
kápunni sér í því, að vefurinn var orðinn mjög hald-
lítill og rifnaði í sundur, þótt ekki væri tekið nema
lítið í hann. Skýrði prófessorinn svo frá, að kápan
væri úr bembergsilki, sem gert hefði verið vatnshelt
með gúmmíi. En bembergsilkið er framleitt úr upp-
lausn af sellulósa í koparoxydammóníaki, og kvaðst
prófessorinn hafa fundið vott af kopar í gervisilk-
inu. Þótt ekki væri mikið um koparinn, hefði hann
svo gagngerð áhrif á gervisilkið á löngum tíma, að
styrkleiki þess minnkaði til mikilla muna, og væri
þar orsakanna að leita fyrir skemmdunum í kápu
þeirri, er hann hefði meðferðis.
2. mynd.
Ekki var hægt að búast við, að baðmullarvefnaður
sá, sem sjóklæðin voru framleidd úr, innihéldi kopar-
sambönd. En það er alkunnugt, að mestallur baðm-
ullarvefnaður inniheldur steiningarefni, og eru þau
ýmiss konar og misjafnlega mikið af þeim. Fannst
mér ekki ósennilegt, að einhver þessara steiningar-